Ferill 73. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 73 . mál.


407. Breytingartillögur



við frv. til l. um ársreikninga.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1 .     Við 2. gr.
                   a .     Í stað 1. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar er orðist svo:
                            Lög þessi gilda um sameignarfélög og önnur félög með ótakmarkaðri ábyrgð fé lagsaðila, svo og samlagsfélög, ef félagsaðilar þeirra eru eingöngu félög sem talin eru í 1. málsl. 1. mgr. 1. gr.
                            Enn fremur gilda lög þessi um sameignarfélög og önnur félög með ótakmarkaðri ábyrgð félagsaðila, svo og samlagsfélög, ef félögin fara fram úr tvennum af eftirfarandi stærðarmörkum tvö ár í röð:
                         1 .     eignir nema samtals a.m.k. 200.000.000 kr.;
                         2 .     rekstrartekjur nema a.m.k. 400.000.000 kr.;
                         3 .     fjöldi ársverka á reikningsári nemur a.m.k. 50.
                   b .     Á eftir orðinu félag í 2. mgr. (er verði 3. mgr.) komi tilvísunin: skv. 2. mgr.
                   c .     Orðin „og eru að öllu leyti í eigu félaga sem talin eru í 1. gr.“ í 3. mgr. (er verði 4. mgr.) falli brott.
     2 .     Við 3. gr. Orðið „láta“ í 1. málsl. 1. mgr. falli brott.
     3 .     Við 7. gr.
                   a .     Í stað orðanna „Láti félag“ komi: Ef félag.
                   b .     Í stað orðanna „samt semja“ komi: semur samt.
     4 .     Við 12. gr. Greinin orðist svo:
                  Óheimilt er að fella saman eignir og skuldir eða tekjur og gjöld innan einstakra liða.
     5 .     Við 16. gr. Í stað orðanna „Heimilt er að færa“ í 1. mgr. komi: Færa skal.
     6 .     Við 22. gr.
                   a .     Í stað orðanna „að viðbættum kostnaði sem beinlínis“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: svo og vinnuafls að viðbættum kostnaðarauka sem beint eða óbeint.
                   b .     Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
                            Eignarleigusamningar skulu í samræmi við samningsákvæði og góða reiknings skilavenju færðir í efnahagsreikning ef þeir nema verulegum fjárhæðum.
     7 .     Við 24. gr. Í stað tilvísunar í 1.–3. mgr. í 1. málsl. 3. mgr. komi tilvísun í 1.–2. mgr.
     8 .     Við 32. gr.
                   a .     Í stað orðsins „skuldaviðurkenningum“ í 1. mgr. komi: eða keyptum verðbréfum.
                   b .     Á eftir orðinu „gjalda“ í 2. mgr. komi: eða til tekna.
     9 .     Við 42. gr.
                   a .     Í stað orðanna „selda víxla“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: seld viðskiptabréf.
                   b .     Í stað orðanna „leigu- eða eignarleigusamninga“ í 2. málsl. 3. mgr. komi: leigusamninga.
     10 .     Við 57. gr.
                   a .     Orðið „löggilta“ í 1. málsl. 1. mgr. falli brott.
                   b .     Við 1. og 2. málsl. 1. mgr. bætist: eða félag endurskoðenda.
                   c.     Á eftir orðunum „kjósa skal endurskoðendur“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: félag end urskoðenda.
     11.     Við 58. gr.
                   a.     1. málsl. 1. mgr. falli brott.
                   b.     2. mgr. falli brott.
                   c.     2. og 3. málsl. 1. mgr. verði 1. og 2. málsl. 3. mgr. (er verði 2. mgr.).
     12.     Við 63. gr. 4. mgr. orðist svo:
                  Ef kosinn er endurskoðandi eða endurskoðunarfélag jafnframt félagskjörnum skoð unarmönnum skal sú verkaskipting ríkja milli þeirra að endurskoðandinn annast end urskoðun reikninga félagsins í samræmi við 1. mgr. en skoðunarmenn skulu fylgj ast með því að farið hafi verið eftir ákvörðunum félagsfunda og stjórnar um öflun, ráðstöfun og ávöxtun fjármuna og önnur atriði í rekstrinum á reikningsárinu.
     13.     Við 82. gr. Í stað tilvísunar í 1. mgr. 2. gr. í 2. mgr. komi tilvísun í 2. mgr. 2. gr.
     14.     Við 85. gr. Greinin orðist svo:
                  Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á lögum nr. 22/1991, um samvinnufélög.
                   a.     Í stað orðsins „endurskoðendur“ í lok 6. gr. kemur: endurskoðendur eða skoðun armenn.
                   b.     Í stað orðanna „skoðunarmanna (og endurskoðanda)“ í 1. mgr. 21. gr. kemur: skýrslu endurskoðenda eða skoðunarmanna.
                   c.     55.–76. gr. falla brott.
                   d.     2. mgr. 77. gr. orðast svo:
                            Ákvæði laga um ársreikninga, hæfisskilyrði, aðstöðu, fundarsetu og upplýs ingagjöf til endurskoðenda eða skoðunarmanna gilda einnig um rannsóknarmenn eftir því sem við á.