Ferill 278. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 278 . mál.


452. Nefndarálit



um frv. til l. um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1995.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fundi til sín Halldór Árnason, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneyti, Örlyg Geirsson, skrifstofustjóra í menntamálaráðuneyti, Guðjón Magnús son og Dögg Pálsdóttur, bæði skrifstofustjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, Helga Guðbergsson, héraðslækni í Reykjavík, Guðmund Luther Hafsteinsson, framkvæmdastjóra Húsafriðunarsjóðs, og Magnús Oddsson ferðamálastjóra.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er grein fyrir á sérstöku þingskjali. Þær skulu nú raktar í stuttu máli.
    Í fyrsta lagi er lagt til að lögum um Atvinnuleysistryggingasjóð verði breytt og ákveðin sú fjárhæð sem sjóðnum er heimilt að verja til lánveitinga og styrkja og til að standa straum af kostnaði við námskeiðahald. Þá eru lagðar til breytingar á lögunum til að auðvelda sjóðnum eft irlit með misnotkun á bótarétti. Loks eru lagðar til breytingar í samræmi við samkomulag ríkis og sveitarfélaga um átaksverkefni í þágu atvinnulausra.
    Í öðru lagi eru lagðar til nokkrar breytingar á almannatryggingalögum og lögum um félags lega aðstoð. Meginbreytingarnar á lögum um almannatryggingar felast í því að tryggja að húsa leigubætur hafi ekki áhrif til lækkunar á bótum almannatrygginga sem að óbreyttu yrði raunin 1. janúar 1995 þegar lög nr. 100/1994, um húsaleigubætur, koma til framkvæmda. Til að ná þessu marki er nauðsynlegt að undanþiggja bæði bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð og húsaleigubætur frá því að teljast tekjur í skilningi ákvæða um ellilífeyri og örorkulífeyri í almannatryggingalögunum. Þá er jafnframt lagt til, til samræmis við breytingar á tekjuhugtaki 11. og 12. gr. laganna, að auk bóta almannatrygginga skuli bætur félagslegrar aðstoðar og húsa leigubætur ekki skerða tekjutryggingu skv. 17. gr. laganna. Jafnframt er nýrri málsgrein bætt við umrædda 17. gr. til að taka af öll tvímæli um að um greiðslu uppbótar „tekjutryggingar“ samkvæmt greininni gildi sömu reglur og um greiðslur grunnlífeyris, t.d. hvað varðar lögheim listíma hér á landi. Loks eru lagðar til breytingar á 18. og 49. gr. laganna sem eru fyrst og fremst tæknilegs eðlis.
    Breytingarnar á lögum um félagslega aðstoð eru tvær. Annars vegar er lögð til breyting á tekjuhugtaki laganna til samræmis við breytingarnar á almannatryggingalögunum. Hins vegar er lögð til breyting á ákvæði laganna um sérstaka heimilisuppbót þannig að tryggt verði að þeir einstaklingar, sem hafa lægri tekjur úr lífeyrissjóðum en sem nemur fjárhæð sérstakrar heimilis uppbótar, fái greiddan mismuninn. Í sambandi við þessar breytingar vill meiri hlutinn taka sér staklega fram að ekki er ætlunin að skerða rétt þeirra bótaþega sem eiga rétt á niðurfellingu á afnotagjaldi útvarps og sjónvarps, sbr. 2. mgr. 24. gr. útvarpslaga, nr. 68/1985 (18. gr. reglugerðar nr. 357/1986, sbr. reglugerð nr. 478/1986). Nauðsynlegt verður að endurskoða framkvæmd þessara mála í kjölfar þess að farið verður að greiða húsaleigubætur í stað uppbótar á lífeyri til þeirra er greiða háa húsaleigu.
    Í þriðja lagi er lagt til að ferðamálasjóði verði veitt heimild til lengingar lána skv. 26. gr. laga nr. 117/1994, um skipulag ferðamála, úr 15 í 25 ár. Hér er aðallega um að ræða lán til heilsárshótela á landsbyggðinni. Til að mæta kostnaði við skuldbreytingar af þessum sökum er lagt til að framlag í sjóðinn hækki um 20 m.kr.
    Í fjórða lagi er lagt til að bætt verði nýrri grein við lög nr. 30/1966, um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum. Greinin felur í sér að ríkissjóði verði heimilt að inn heimta gjald af sláturafurðum til að greiða kostnað við heilbrigðiseftirlit dýralækna sam kvæmt lögunum en í dag greiðir sláturleyfishafi eftirlitsaðila beint fyrir kostnað við slíkt eftirlit. Hér er því ekki um nýja gjaldtöku að ræða heldur breytt fyrirkomulag á gildandi gjaldtöku. Breytingin er lögð til þar sem eftirlitsaðilar heilbrigðisyfirvalda í Evrópusam bandinu og Bandaríkjunum hafa lýst yfir að núverandi fyrirkomulag skapi hættu á óeðli legum hagsmunatengslum og hafa gert kröfu um breytingu, að öðrum kosti fáist ekki leyfi til innflutnings á sláturafurðum frá Íslandi til þessara landa.
    Í fimmta lagi er lagt til að framlag til Kvikmyndasjóðs hækki um 21,5 millj. kr. og að framlag til Listskreytingasjóðs verði 4 m.kr.
    Í sjötta lagi er lagt til að 24. gr. verði felld brott þar sem greinin hefur ekki þýðingu.
    Loks er lagt til að skerðing á tekjum Hafnabótasjóðs verði 19,6 millj. kr. minni en frumvarpið gerir ráð fyrir.
    Ingi Björn Albertsson áskilur sér rétt til að flytja sjálfur eða styðja aðrar breytingar tillögur við málið.

Alþingi, 20. des. 1994.



    Vilhjálmur Egilsson,     Guðmundur Árni Stefánsson.     Guðjón Guðmundsson.
    frsm.          

    Ingi Björn Albertsson.     Sólveig Pétursdóttir.



Fylgiskjal I.


Umsögn félagsmálanefndar.


(16. desember 1994.)



    Félagsmálanefnd hefur, sbr. bréf efnahags- og viðskiptanefndar frá 13. desember sl., fjallað um 3. og 4. gr. frumvarps til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1995, 278. mál. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni til málsins og fer hér á eftir umsögn meiri og minni hluta nefndarinnar.
    Að áliti meiri hluta standa Gísli S. Einarsson, Guðjón Guðmundsson, Björn Ingi Bjarnason, Tómas Ingi Olrich og Eggert Haukdal. Að áliti minni hluta standa Jón Krist jánsson, Guðrún J. Halldórsdóttir og Jón Helgason.

1.    Umsögn meiri hluta félagsmálanefndar.
Um 3. gr., um breytingu á lögum um málefni fatlaðra, nr. 59/1992.
    Sú breyting, sem lagt er til að gerð verði á lögunum, felur í sér að Framkvæmdasjóð ur fatlaðra getur varið allt að 40% af ráðstöfunarfé sjóðsins til annarra verkefna en hon um er ætlað í núgildandi lögum. Á árinu 1994 eru í gildi þær breytingar á hefðbundnu hlutverki sjóðsins að honum er heimilt að verja allt að 25% af fé sínu til liðveislu, fé lagslegrar hæfingar og endurhæfingar auk kostnaðar vegna starfsemi stjórnarnefndar.
    Hér er auk þess lagt til að unnt sé að veita fé til liðveislu á vinnumarkaði, til greiðslu kostnaðar vegna reksturs sambýla sem hafinn er rekstur á eftir 1. janúar 1995 og greiðslu kostnaðar við þjónustu stuðningsfjölskyldna.
    Umræddar breytingar kveða á um heimild fyrir Framkvæmdasjóð fatlaðra til að taka allt að 40% af sjóðnum í framangreind verkefni, en ekki hvílir sú skylda á Framkvæmda sjóðnum. Ljóst er að þær breytingar sem gerðar voru á Framkvæmdasjóðnum í ár og þær sem lagt er til að gerðar verði á næsta ári eru viðbrögð við því að ekki er um að ræða að framlög séu veitt á fjárlögum til að koma á fót nýjum rekstri, eins og til dæmis sambýl um. Aukningin í rekstrarfjárveitingum ársins 1994 var vegna heimila sem höfðu hafið störf á síðasta ári og komu inn með fullan rekstur á þessu ári og hið sama er að segja um árið 1995. Það er því ekki um að ræða aukningu í nýjum rekstri í þágu fatlaðra. Fram kvæmdasjóður fatlaðra, sem hefur til ráðstöfunar á fjórða hundrað milljónir króna, get ur því raunverulega ekki nýst að fullu til að fjármagna það sem er hefðbundið hlutverk hans, þ.e. er stofnkostnað nýrrar þjónustu í formi búsetu, dagvistar eða verndaðra vinnu staða, ef enginn nýr rekstur fæst. Sú leið, sem farin er í ár og lagt er til að farin verði á næsta ári, er því viðbrögð til að auka stoðþjónustu við fatlaða þar sem ekki er verið að bæta við stofnanaþjónustu.
    Þeir liðir, sem lagt er til að fjármagnaðir verði í gegnum Framkvæmdasjóð með fram angreindum breytingum, fela í sér eftirfarandi: Liðveisla felur í sér stuðning við fatlaða á heimilum eða á vinnustað og er nauðsynleg til að koma í veg fyrir dvöl á stofnun. Lið lega 55 millj. kr. voru veittar úr Framkvæmdasjóði á þessu ári til að greiða starfsfólki í liðveislu um allt land. Ekki var hins vegar unnt að veita stuðning á almennum vinnu stöðum, en með þeirri breytingu, sem hér er lögð til, ætti það að vera unnt. Heimilt verð ur að greiða fyrir hæfingu og endurhæfingu sem felur í sér þroskaþjálfun, iðjuþjálfun og/eða starfsþjálfun.
    Þá er gert ráð fyrir að unnt verði að greiða rekstrarkostnað á sambýlum sem hafinn verður rekstur á eftir 1. janúar 1995 og sett eru á fót í því skyni að greiða fyrir útskrift um af Kópavogshæli. Um nokkurt skeið hefur staðið yfir undirbúningur að því að unnt sé að útskrifa fólk sem nú býr á Kópavogshæli. Fram að þessu hefur ekki fengist nægi legur fjöldi stöðugilda til að unnt hafi verið að framkvæma þann flutning. Ef yfirstjórn væri reiðubúin að flytja starfsmenn af Kópavogshæli með íbúum sem flytja í sambýli væri unnt að veita þann viðbótarstuðning sem þyrfti á sambýli með fjármunum úr Fram kvæmdasjóði. Er þess vænst að slíkt muni ýta undir útskriftir.
    Á fjárlögum hafa verið 19–20 millj. kr. til að greiða til stuðningsfjölskyldna fatlaðra barna. Um er að ræða þjónustu sem gerir foreldrum kleift að hafa börn sín sem lengst á heimili og koma í veg fyrir stofnanadvöl. Með þeirri tillögu, sem er í frumvarpinu, er gert ráð fyrir að unnt sé að auka þjónustuna og gera það meira eftirsóknarvert að takast á hendur slíkt verkefni.
    Umræddar tillögur fela í sér það sem nefnt hefur verið stoðþjónusta sem er m.a. stuðn ingur við fatlaða í heimahúsi eða á vinnustað og byggist á þeirri hugmyndafræði að fatl aðir eigi, ef nokkur kostur er, að dvelja í heimahúsum og með sjálfstæða búsetu. Upp bygging sambýla hefur verið mjög mikil á umliðnum árum og enn er mikil þörf fyrir þau úrræði, en hins vegar hafa íbúðir, sem byggðar eru eða hafa verið keyptar fyrir fatlaða, boðið upp á búsetu án þess að um rekstur væri að ræða samkvæmt fjárlögum. Það hef ur hins vegar ekki breytt raunverulegri þörf fatlaðra fyrir þjónustu.
    Benda má á að á árunum 1987–94 hefur orðið veruleg aukning á fjárveitingum til þessa málaflokks, eða um 52% að raungildi. Með þeim breytingum, sem hér eru lagðar til, lítur félagsmálanefnd svo á að þar sem að ekki sé gert ráð fyrir nýjum sambýlum á fjárlögum næsta árs eða öðrum nýjum stofnanarekstri sé verið að nýta Framkvæmda sjóðinn til aukinnar þjónustu við fatlaða. Getur nefndin fallist á að rétt sé að fara fram angreinda leið í því skyni að skapa aukna þjónustu við fatlaða þótt það sé ekki gert í formi nýrra stofnana.

Um 4. gr., um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 93/1993.
    Sú lagabreyting, sem lögð er til, felur í sér að stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs verð ur ekki heimilt að veita styrki til þróunarverkefna til varanlegrar atvinnusköpunar á ár inu 1995. Í þetta verkefni munu hafa verið veittar um 30 millj. kr. á árinu 1994. Heim ildir Atvinnuleysistryggingasjóðs til þess að veita styrki og lán skv. VII. kafla eru tak markaðar við 40% af árlegum vaxtatekjum sjóðsins, en þær hafa farið minnkandi á um liðnum árum.
    Í framkvæmd munu þeir styrkir, sem veittir hafa verið til þróunarverkefna, hafa ver ið afgreiddir nokkurn veginn í þeirri röð sem þeir hafa borist á meðan fjármunir hafa ver ið fyrir hendi. Ekki hafa verið tök á því að fylgja eftir úthlutunum til að kanna hvernig þróunarverkefnin hafa reynst til varanlegrar atvinnusköpunar. Engin rannsókn liggur fyr ir á þýðingu slíkra styrkja.
    Líta verður svo á að það sé umhugsunarefni hvort Atvinnuleysistryggingasjóður sé rétti aðilinn til að veita fé til þróunarverkefna til atvinnusköpunar, en fjölmargir aðilar í þjóðfélaginu hafa í reynd það hlutverk að vinna að því að skapa ný atvinnutækifæri. Þær stofnanir og samtök hafa þá aðstöðu til að meta gagnsemi tilrauna sem gerðar eru á hin um ýmsu sviðum til að skapa ný atvinnutækifæri. Uppbygging Atvinnuleysistrygginga sjóðs og sú starfsemi sem hann sinnir er tæplega til þess fallin að sinna nýsköpun í at vinnulífi, enda hlýtur megináherslan í starfi sjóðsins að liggja í því að fjalla um bóta rétt til handa atvinnulausum en ekki þau mörgu nýju verkefni sem honum hafa verið fal in að undanförnu.
    Félagsmálanefnd telur að sú breyting, sem lögð er til í 3. tölul. 36. gr., sé hagfelld í ljósi þess að Atvinnuleysistryggingasjóður sé ekki að fást við verkefni sem betur séu komin hjá aðilum sem ætlað er að fást við þróunarverkefni til að skapa ný störf hér á landi.

2.    Umsögn minni hluta félagsmálanefndar.
Um 3. gr., um breytingu á lögum um málefni fatlaðra, nr. 59/1992.
    Minni hlutinn telur að ákvörðun um hækkun á rekstrarframlögum úr Framkvæmda sjóði fatlaðra, úr 25% í 40% af ráðstöfunarfé sjóðsins, hafi átt að vera tekin í fullu sam ráði við forustumenn þeirra sem sjóðinn nýta. Nú er svo komið að aðeins 35% af ráð stöfunarfé sjóðsins fara til framkvæmda. Telja verður að frekari þróun í þá átt að skerða framkvæmdafé sjóðsins sé óheillavænleg, einkum með tilliti til skorts á framkvæmdum í Reykjavík. Stendur minni hlutinn því ekki að samþykkt 3. gr.

Um 4. gr., um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 93/1993.
    Minni hlutinn er þeirrar skoðunar að efla beri þróunarstarfsemi í atvinnulífi hérlend is. Gera eigi úttekt á því hvernig framlög Atvinnuleysistryggingasjóðs til þróunarstarfs hafi nýst. Verði niðurstaðan sú að það teljist óhagkvæmt að sjóðurinn annist þessa starf semi ber að sjá fyrir þessum fjármunum með öðrum hætti. Því er ekki hægt að fallast á ákvæði 4. gr. og er lagt til að hún falli brott.

F.h. félagsmálanefndar,



Gísli S. Einarsson, form.



Fylgiskjal II.


Umsögn meiri hluta menntamálanefndar.


(15. desember 1994.)



    Menntamálanefnd hefur, sbr. bréf efnahags- og viðskiptanefndar, dags. 13. desember 1994, fjallað um 1.–2. gr. frumvarps til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1995, 278. mál.
    Umrædd ákvæði fela annars vegar í sér að framlengd er frestun á framkvæmd ákvæða grunnskólalaga um skólamáltíðir, lengingu kennslutíma, fækkun nemenda í bekkjardeild um og að komið skuli á skólaathvörfum við hvern grunnskóla, sbr. 1. og 2. gr. frum varpsins. Nefndin fékk á sinn fund við umfjöllun málsins Ólaf Darra Andrason, deild arsérfræðing menntamálaráðuneytis.
    Meiri hluti nefndarinnar, sem skipaður er Sigríði A. Þórðardóttur, Birni Bjarnasyni, Tómasi Inga Olrich, Petrínu Baldursdóttur og Árna Johnsen, telur að með tilliti til þeirra upplýsinga sem fram komu við umfjöllun um framangreind ákvæði séu ekki efni til að gera athugasemdir við frumvarpið.

F.h. meiri hluta menntamálanefndar,



Sigríður A. Þórðardóttir, form.




Umsögn minni hluta menntamálanefndar.


(16. desember 1994.)



    Menntamálanefnd hefur fengið til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkis fjármálum á árinu 1995, 278. mál.
    Nefndin fjallaði á fundi sínum 15. desember sl. um 1.–2. gr. frumvarpsins sem fjalla um menntamál og eru því á málefnasviði menntamálanefndar.
    Á fundinn var boðaður fulltrúi frá menntamálaráðuneyti, Ólafur Darri Andrason.
    Nefndin klofnaði í afstöðu sinni til málsins.
    Minni hlutinn er algjörlega andvígur því að fresta ákvæðum grunnskólalaga, nr. 49 frá 1991, sem samþykkt voru með atkvæðum allra stjórnmálaflokka sem þá áttu sæti á Al þingi.
    Það sýnir skilningsleysi og áhugaleysi á mikilvægi grunnmenntunar og aðstæðum barna og fjölskyldna í landinu að leggja nú fram fjórða árið í röð frumvarp sem frestar þeim mikilvægu ákvæðum grunnskólalaganna sem kveða á um að komið skuli á máltíð um í skólum, lengingu kennslutíma og að komið verði upp skólaathvarfi við hvern grunn skóla. Auk þess er því frestað að nemendum skuli fækkað í bekkjardeildum og sú heim ild fræðslustjóra að mega fjölga um allt að 2 nemendur í bekkjum, þegar sérstaklega stendur á, látin gilda áfram.
    Með þessum lagabreytingum ætlar ríkisstjórnin að spara allt að 280 millj. kr. á árinu 1995, auk þess er gert ráð fyrir 1% hagræðingu í grunnskólum landsins í fjárlagafrum varpinu sem leiðir af sér um 40 millj. kr. sparnað.
    Í máli embættismanns menntamálaráðuneytisins kom m.a. fram að nýtt er heimild fræðslustjóra til fjölgunar um allt að tvo nemendur í deild sem hér segir:

                     Fjöldi
                    deilda

Reykjavík          12     (tvær deildir í 1. bekk, ein í 2. bekk, ein í 5. bekk, tvær í 6. bekk, tvær í 9. bekk og fjórar í 10. bekk)
Reykjanes          5     (tvær deildir í 4. bekk og fjórar deildir í 1. bekk)
Vesturland          1     (2. bekkur)
Vestfirðir          1     (4. bekkur)
Norðurland vestra     0
Norðurland eystra     1     (4. bekkur)
Austurland          2     (ein deild í 4. bekk og ein í 7. bekk)
Suðurland           4     (allar í 9. bekk)
                   26

    Nýleg könnun, sem gerð var á lestrarkunnáttu grunnskólabarna, sýnir að þar stönd um við Íslendingar ekki eins vel að vígi og vera skyldi, enda tala kennarar um að það sé erfitt að koma öllu því námsefni fyrir í þeim kennslustundum sem íslensk stjórnvöld skammta grunnskólunum. Þetta leiðir til minni einstaklingskennslu og meiri hópkennslu. Þess má geta að kostnaður vegna sérkennslu er nú metinn um 15–20%.
    Að síðustu skal þess getið að það er grátbroslegt að þurfa að taka þátt í vinnu mennta málanefndar undir þeim kringumstæðum að nefndin hefur til umfjöllunar á sama tíma mál sem varða niðurskurð í grunnskólunum upp á um 300 millj. kr. og frumvarp til nýrra grunnskólalaga, sem leiðir af sér aukinn kostnað við grunnskólann upp á a.m.k. 1 millj arð kr.
    Minni hlutinn er andvígur þeim greinum frumvarpsins, sem menntamálanefnd fjall aði um að beiðni efnahags- og viðskiptanefndar, þ.e. 1.–2. gr., og leggur til að þær verði felldar.

F.h. minni hluta menntamálanefndar,



Valgerður Sverrisdóttir.





Fylgiskjal III.

Umsögn heilbrigðis- og tryggingamálanefndar.


(16. desember 1994.)



    Heilbrigðis- og trygginganefnd hefur í samræmi við bréf efnahags- og viðskiptanefnd ar, dags. 13. desember 1994, fjallað um 5.–7. gr. frumvarps til laga um ráðstafanir í rík isfjármálum á árinu 1995, 278. mál.
    Einnig hefur nefndin að beiðni heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis fjallað um breytingartillögur sem ráðuneytið hugðist leggja fram sem hluta af frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum en féllu brott á vinnslustigi. Um er að ræða breytingar á 11., 12., 17., 18. og 49. gr. laga nr. 117/1993, um almannatryggingar, og breytingu á 1. og 9. gr. laga nr. 118/1993, um félagslega aðstoð.
    Við umfjöllun um málið fékk nefndin á sinn fund Dögg Pálsdóttur, skrifstofustjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, Ólaf Ólafsson landlækni, Matthías Halldórsson aðstoðarlandlækni, Ólaf H. Oddsson frá Félagi héraðslækna, Helga Guðbergsson, sett an héraðslækni í Reykjavíkurumdæmi, Ástu Möller, formann Félags íslenskra hjúkrun arfræðinga, Sverri Bergmann, formann Læknafélags Íslands, Gest Þorgeirsson, formann Læknafélags Reykjavíkur, Sigurbjörn Sveinsson og Ólaf Stefánsson frá Félagi íslenskra heimilislækna, Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor í heimilislækningum við Háskóla Ís lands, Jóhannes Pálmason, framkvæmdastjóra Borgarspítala, Loga Guðbrandsson, fram kvæmdastjóra Landakotsspítala, Ágúst Þór Sigurðsson, deildarlögfræðing hjá Trygginga stofnun ríkisins, Ásgerði Ingimarsdóttur, framkvæmdastjóra Öryrkjabandalags Íslands, Helga Seljan, félagsmálafulltrúa samtakanna, og Ólaf Jónsson, formann Landssambands aldraðra.
    Meiri hluti nefndarinnar, sem skipaður er Gunnlaugi Stefánssyni, Láru Margréti Ragn arsdóttur, Guðmundi Hallvarðssyni, Sólveigu Pétursdóttur og Sigríði A. Þórðardóttur, leggur ekki til að gerðar verði breytingar á 5.–7. gr. frumvarps til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1995 en leggur áherslu á að þau verkefni, sem embætti héraðs lækna í Reykjavík (borgarlæknis) og á Norðurlandi eystra hafa annast, verði tryggð í skipulagi heilbrigðisþjónustu í framtíðinni.
    Minni hlutinn, sem skipaður er Ingibjörgu Pálmadóttur, Margréti Frímannsdóttur, Finni Ingólfssyni og Guðrúnu J. Halldórsdóttur, getur ekki fallist á þær breytingar sem 5. gr. frumvarpsins gerir ráð fyrir varðandi héraðslækna. Fyrir liggur að héraðslæknar í fullu starfi hafa einungis verið í Reykjavík og á Norðurlandi eystra þannig að lögfesting ákvæðisins mundi leiða til þess að þau tvö embætti yrðu lögð niður. Fram kom við um fjöllun nefndarinnar um málið að margvísleg starfsemi hefur farið fram á vegum emb ættanna og svo virðist sem mikil þörf sé fyrir þau, ekki síst í Reykjavík. Minni hlutinn leggur því til að skipuð verði nefnd er falið verði að leggja faglegt mat á það hvar og með hvaða hætti þeim verkefnum, sem héraðslæknar fást við í dag, verði best fyrir kom ið. Komist nefndin að þeirri niðurstöðu að rétt sé að embættin verði starfrækt áfram kveði hún jafnframt á um hvert verði framtíðarhlutverk héraðslækna. Lagt er til að nefndin verði skipuð fulltrúum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, landlæknis, Félags héraðs lækna og Læknafélags Íslands og prófessor í heimilislækningum við Háskóla Íslands.
    Heilbrigðis- og trygginganefnd fer þess á leit við háttvirta efnahags- og viðskipta nefnd að eftirtöldum ákvæðum verði bætt inn í frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkis fjármálum á árinu 1995 í samræmi við óskir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis.

A. Breytingar á lögum nr. 117/1993, um almannatryggingar, með síðari breyting um.
1. 11. og 12. gr.
    3. málsl. 2. mgr. 11. gr. laganna orðist svo: Til tekna í þessu sambandi teljast ekki bætur almannatrygginga, tekjur úr lífeyrissjóðum, bætur samkvæmt lögum um fé lagslega aðstoð, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga eða húsaleigubætur.
     2.     Lokamálsliður 4. mgr. 12. gr. orðist svo: Til tekna í þessu sambandi teljast ekki bæt ur almannatrygginga, tekjur úr lífeyrissjóðum, bætur samkvæmt lögum um félags lega aðstoð, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga eða húsaleigubætur.

     Skýring:
    Vegna nýrra laga um húsaleigubætur, sem ganga í gildi 1. janúar 1995, er nauðsyn legt að tryggja að húsaleigubætur hafi ekki áhrif til lækkunar á bætur almannatrygginga. Þær breytingar þarf að gera á 11. og 12. gr. laganna að bótum félagslegrar aðstoðar og húsaleigubótum sé bætt við upptalningu þeirra tekna sem ekki skerða grunnlífeyri elli-og örorkulífeyris. Lagt er til að kveðið verði á um að með bótum félagslegrar aðstoðar sé annars vegar átt við bætur samkvæmt lögum nr. 118/1993, um félagslega aðstoð, og hins vegar fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og þannig tryggt að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga skerði ekki bætur almannatrygginga á sama hátt og gilt hefur hingað til.


2. 17. gr.
    17. gr. laganna orðist svo:
    Ef aðrar tekjur ellilífeyrisþega en lífeyrir almannatrygginga, bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og húsaleigubætur fara ekki fram úr 217.319 kr. á ári skal greiða uppbót á lífeyri hans að upphæð 272.208 kr. á ári. Hafi bóta þegi hins vegar aðrar tekjur umfram 217.319 kr. á ári skal skerða uppbótina um 45% þeirra tekna sem umfram eru. Sama gildir um hjónalífeyri eftir því sem við á.
    Ef aðrar tekjur örorkulífeyrisþega en lífeyrir almannatrygginga, bætur samkvæmt lög um um félagslega aðstoð, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og húsaleigubætur fara ekki fram úr 217.319 kr. á ári skal greiða uppbót á lífeyri hans að upphæð 279.840 kr. á ári. Hafi bótaþegi hins vegar aðrar tekjur umfram 217.319 kr. skal skerða uppbótina um 45% þeirra tekna sem umfram eru. Sama gildir um hjónalífeyri eftir því sem við á.
    Um uppbót á lífeyri samkvæmt þessari grein gilda ákvæði 11. gr. eftir því sem við á.

     Skýring:
    Samkvæmt gildandi reglum eru það eingöngu bætur almannatrygginga sem eru und anþegnar þeim tekjum sem áhrif hafa á ákvörðun tekjutryggingar. Með frumvarpi þessu eru gerðar þær breytingar á 17. gr. laganna að bætur félagslegrar aðstoðar, þ.e. bæði sam kvæmt lögum um félagslega aðstoð, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og húsaleigubætur, skuli ekki skerða tekjutryggingu. Þá er bætt við greinina nýrri málsgrein sem verður 3. mgr. til að taka af öll tvímæli um að um greiðslu uppbótar skv. 17. gr., þ.e. svokallaða tekju tryggingu, gildi sömu reglur og um greiðslu grunnlífeyris. Við ákvörðun greiðslu tekju tryggingar skal því t.d. tekið mið af lögheimilistíma hér á landi líkt og gert er við ákvörð un grunnlífeyris ellilífeyris. Er þetta í samræmi við framkvæmd sem tryggingaráð hef ur mótað. Loks eru fjárhæðir í 17. gr. leiðréttar til samræmis við síðustu hækkanir skv. reglugerð.

3. 18. gr.
    Í stað „1. júlí“ í 2. mgr. 18. gr. laganna komi: 1. september.

     Skýring:
    Reynslan hefur sýnt að erfiðlega getur gengið að afla allra tekjuupplýsinga vegna breytinga á útreikningi tekjutryggingar fyrir 1. júlí. Því hefur verið ákveðið að færa dag setningu breytinga til 1. september ár hvert.


4. 49. gr.
    Í stað orðanna „þriðja virkan“ í fyrri málsgrein 49. gr. laganna komi: fyrsta.

     Skýring:
    Bent hefur verið á að æskilegt sé að breyta útborgunardegi bóta almannatrygginga sem er nú þriðji virki dagur hvers mánaðar. Valdið hefur óánægju að greiðsla frestast þegar þriðja dag mánaðar ber upp á helgidag. Ýmislegt mælir með því að færa þennan greiðslu dag til fyrsta dags mánaðar og hafa sama fyrirkomulag og er víða, þ.e. að ef fyrsti dag ur mánaðar er helgidagur verði bætur greiddar út síðasta virka dag mánaðarins á undan.

B.     Breytingar á lögum nr. 118/1993, um félagslega aðstoð.
1. 1. gr.
    Við síðari málslið 2. mgr. 1. gr. laganna bætist: aðrar en fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og húsaleigubætur, eftir því sem við á.

     Skýring:
    Með breytingunni er tryggt að tekjuhugtak laga um félagslega aðstoð, nr. 118/1993, sé sambærilegt við tekjuhugtak almannatryggingalaga, nr. 117/1993, að því er varðar fjár hagsaðstoð sveitarfélaga og húsaleigubætur.


2. 9. gr.
    Við 2. mgr. 9. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi:
    Nú hefur einhleypingur aðrar tekjur en úr lífeyristryggingum almannatrygginga og skal sérstaka heimilisuppbótin þá skerðast krónu fyrir krónu uns hún fellur niður.

     Skýring:
    Nauðsynlegt er að tryggja að þeir einstaklingar, sem hafa tekjur úr lífeyrissjóðum lægri en sem nemur fjárhæð sérstakrar heimilisuppbótar, fái greiddan mismuninn. Framkvæmd hefur verið með þeim hætti um árabil án skýrrar lagaheimildar.

F.h. heilbrigðis- og trygginganefndar,



Gunnlaugur Stefánsson, form.




Fylgiskjal IV.


Umsögn samgöngunefndar.


(15. desember 1994.)



    Samgöngunefnd hefur, sbr. bréf efnahags- og viðskiptanefndar, dags. 13. desember 1994, fjallað um 8. og 9. gr. frumvarps til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1995, 278. mál.
    Pálmi Jónsson, Petrína Baldursdóttir, Árni Johnsen og Sturla Böðvarsson gera ekki at hugasemdir við framangreindar greinar frumvarpsins. Egill Jónsson tekur ekki afstöðu til málsins þar sem ekki liggur fyrir hvaða áhrif breytingar á lögunum hafa á flugmálaáætl un og aðrir nefndarmenn, Jóhann Ársælsson, Jón Kristjánsson, Jóna Valgerður Krist jánsdóttir og Stefán Guðmundsson, leggja til að greinar þessar verði felldar brott.

F.h. samgöngunefndar,



Pálmi Jónsson, form.