Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 1 . mál.


464. Framhaldsnefndarálit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 1995.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar.



    Nefndin hefur haft fjárlagafrumvarpið til athugunar frá því að 2. umr. fór fram 13. des ember sl. Til viðræðna við nefndina komu forsvarsmenn B-hlutastofnana, þ.e. Pósts og síma, Ríkisútvarpsins, Rafmagnsveitna ríkisins, Húsnæðisstofnunar og Vegagerðarinnar. Fulltrúar efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins og Þjóðhagsstofnunar komu á fund nefndarinnar til viðræðna um tekjuhlið frumvarpsins og horfur í þjóðarbúskapnum.
    Samkvæmt venju mættu fulltrúar Þjóðhagsstofnunar til viðræðna við nefndina fyrir 3. umr. og gerðu grein fyrir efnahagshorfum. Þar kom fram að það lítur út fyrir að þróun efna hagsmála á þessu ári og horfur fyrir næstu ár séu talsvert hagstæðari en gert var ráð fyrir í Þjóðhagsáætlun sem lögð var fyrir Alþingi í haust.
    Tillögur meiri hluta, er varða útgjöld A-hluta ríkissjóðs, leiða til hækkunar útgjalda að fjárhæð 3.210.100 m.kr.
    Framvinda á því ári sem nú er senn liðið virðist ætla að verða nokkru hagstæðari en gert var ráð fyrir í Þjóðhagsáætlun frá því í haust. Þannig er talið að útflutningur vöru og þjón ustu verði talsvert meiri en áætlað var eða aukist um 6,6% að magni til miðað við 2% í Þjóð hagsáætlun. Þessi munur stafar af meiri framleiðslu en búist var við í flestum greinum út flutnings og minnkun birgða. Þróun í útflutningi og þjónustu hefur orðið meiri og hagstæðari en gert var ráð fyrir. Að hluta má skýra þá hagstæðu þróun með bata í efnahagslífi á alþjóða vettvangi.
    Viðskiptakjör hafa batnað meira undanfarna mánuði en búist var við. Munar þar mest um hækkun á verðlagi sjávarafurða. Verð á ýmsum öðrum útflutningsafurðum hefur einnig hækkað meira en gert var ráð fyrir.
    Afgangur á viðskiptajöfnuði stefnir í að verða meiri á þessu ári en gert var ráð fyrir. Reiknað er með að afgangurinn verði um 6 milljarðar kr. borið saman við 3 milljarða kr. í Þjóðhagsáætlun eða sem svarar 1,4% af landsframleiðslu.
    Þjóðhagsstofnun spáir að landsframleiðsla aukist um 2,1% á komandi ári. Þetta er um 0,7% meiri aukning en gert var ráð fyrir í Þjóðhagsáætlun. Áætlað er að þjóðarútgjöld aukist um 3,3% á árinu 1995. Þetta er mun meiri aukning en í Þjóðhagsáætlun. Þar var gert ráð fyrir 2% aukningu.
    Vegna aukinna umsvifa í þjóðarbúskapnum er gert ráð fyrir að atvinnuleysi minnki, bor ið saman við Þjóðhagsáætlun, úr 4,8% í 4,6%.
    Í Þjóðhagsáætlun var reiknað með 2 milljarða kr. afgangi á viðskiptajöfnuði en nú er gert ráð fyrir að viðskiptajöfnuður verði hagstæður um 4,3 milljarða kr. á árinu 1995.
    Í endurskoðaðri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann verði 0,5% meiri en í Þjóðhagsáætlun.
    Nefndin var ekki sammála um afgreiðslu mála og mun minni hlutinn skila sérstöku nefndaráliti. Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem hann stendur að og gerðar eru tillögur um á sérstökum þingskjölum.
    Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1995 var reiknað með að tekjur ríkissjóðs yrðu 109,4 millj arðar kr. Þessi áætlun hefur nú verið endurskoðuð. Hér er tvennt á ferðinni. Ann ars vegar breyttar þjóðhagsforsendur, fyrst og fremst á árinu 1994, sem skila sér í aukn um tekjum bæði á árinu 1994 og 1995. Í grófum dráttum má meta þessi áhrif nálægt 2,5 milljörðum kr. umfram áætlun fjárlagafrumvarps. Þetta er nokkurn veginn sama fjárhæð og kemur fram sem viðbótartekjur á árinu 1994 frá því sem spáð var í haust að teknu til liti til heldur meiri hagvaxtar og þjóðarútgjalda árið 1995. Hins vegar eru ýmsar breyt ingar frá fyrri áætlun sem tengjast ákvörðunum ríkisstjórnarinnar í skattamálum, svo sem sérstök fjáröflun til vegaframkvæmda (bensíngjald, þungaskattur), niðurfelling „ekkna skatts“, afnám tvísköttunar lífeyrisgreiðslna, flýtifyrningar, óbreyttur afsláttur vegna hluta bréfakaupa og álagning hátekjuskatts. Þessi atriði eru ýmist til hækkunar eða lækkunar, en samanlagt má meta þau til tæplega 200 m.kr. lækkunar tekna frá fyrri áætlun.
    Þegar allt er lagt saman er nú áætlað að tekjur ríkissjóðs á árinu 1995 verði 112,1 milljarður kr. eða 2,7 milljörðum kr. meiri en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu.


SKÝRINGAR VIÐ BREYTINGARTILLÖGUR



00 Æðsta stjórn ríkisins


510    Bessastaðir: Viðfangsefni 6.01 Mannvirkjagerð lækkar um 10 m.kr. og verður 72 m.kr. Breytingin er hluti af lækkunartillögu meiri hluta fjárlaganefndar.

01 Forsætisráðuneyti


221    Byggðastofnun: Framlag hækkar um 40 m.kr. og verður 250 m.kr.

02 Menntamálaráðuneyti


101    Menntamálaráðuneyti, aðalskrifstofa: Framlag til viðfangsefnisins 1.01 Yfirstjórn hækkar um 5 m.kr. vegna starfs í Brussel í tengslum við EES-samninginn.
201    Háskóli Íslands: Viðfangsefni 1.02 Sameiginleg útgjöld hækkar um 20 m.kr. og verð ur 309,6 m.kr. Hækkunin er annars vegar vegna rannsóknarprófessora, 15 m.kr., og hins vegar til Rannsóknasjóðs Háskólans, 5 m.kr. Viðfangsefni 1.06 Kennslu- og vís indadeildir hækkar um 46 m.kr. og verður 1.038,8 m.kr. Hækkunin skiptist á deild ir eftir reiknireglum fjármálanefndar háskólaráðs. Viðfangsefni 1.07 Alþjóðaskrif stofa hækkar um 4 m.kr. og verður 12,1 m.kr.
223    Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála: Viðfangsefni 1.01 Almennur rekstur hækkar um 1 m.kr. vegna stöðu framhaldsskólakennara. Á móti lækkar viðfangs efni 1.90 Ýmis framlög á fjárlagalið 999 Ýmislegt um sömu fjárhæð.
355    Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum: Viðfangsefni 6.01 Tæki og búnaður hækkar um 2,5 m.kr. Hækkunin er ætluð til kaupa á fjarskiptatæki fyrir Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum.
359    Verkmenntaskólinn á Akureyri: Viðfangsefni 6.01 Tæki og búnaður hækkar um 2,5 m.kr. og verður 3,1 m.kr.
507    Stýrimannaskólinn í Reykjavík: Viðfangsefni 6.01 Tæki og búnaður hækkar um 2,5 m.kr. og verður 4,5 m.kr.
518    Fiskvinnsluskólinn: Viðfangsefni 1.02 Annað en kennsla hækkar um 2 m.kr. vegna námskeiðahalds.
872    Lánasjóður íslenskra námsmanna: Framlag lækkar um 20 m.kr. og verður 1.480 m.kr. Sjá skýringar við breytingartillögur við 5. gr. (B-hluta).
902    Þjóðminjasafn Íslands: Viðfangsefni 5.90 Verndun gamalla húsa hækkar um 18 m.kr. og er hækkunin m.a. ætluð Húsinu á Eyrarbakka.
905    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn: Viðfangsefni 1.01 Almennur rekstur hækkar um 30 m.kr. og verður 147,8 m.kr.
919    Söfn, ýmis framlög: Viðfangsefni 1.90 Söfn, ýmis framlög hækkar um 4 m.kr. og verður 8 m.kr. Í breytingartillögum nefndarinnar er sýnd sundurliðun á einstök verk efni í sérstöku yfirliti.
980    Listskreytingasjóður: Þetta er nýr fjárlagaliður. Tekið er inn nýtt viðfangsefni 6.01 Listskreytingasjóður og er framlag 4 m.kr.
982    Listir, framlög: Viðfangsefni 1.30 Íslenska óperan hækkar um 12 m.kr. og verður 53,3 m.kr. Viðfangsefni 1.90 Listir, framlög hækkar um 3 m.kr. og verður 45,7 m.kr. Í breytingartillögum nefndarinnar er sýnd sundurliðun á einstök verkefni í sérstöku yfirliti.
983    Ýmis fræðistörf: Framlag til viðfangsefnisins 1.90 Ýmis fræðistörf er 14 m.kr. Í breytingartillögum nefndarinnar er sýnd sundurliðun á einstök verkefni í sérstöku yf irliti.
988    Æskulýðsmál: Framlag til viðfangsefnisins 1.90 Æskulýðsmál er 12,5 m.kr. Í breyt ingartillögum nefndarinnar er sýnd sundurliðun á einstök verkefni í sérstöku yfir liti.
989    Ýmis íþróttamál: Framlag til viðfangsefnisins 1.16 Íþróttafélög, styrkir er 14,5 m.kr. og framlag til viðfangsefnisins 1.90 Ýmis íþróttamál er 10,7 m.kr. Í breytingartil lögum nefndarinnar er sýnd sundurliðun á einstök verkefni í sérstöku yfirliti.
999    Ýmislegt: Tekinn er inn nýr liður, 1.81 Hverarannsóknir í Hveragerði, og er fram lag 1 m.kr. Viðfangsefni 1.90 Ýmis framlög lækkar um 1 m.kr. og verður 10,5 m.kr. Í breytingartillögum nefndarinnar er sýnd sundurliðun á einstök verkefni í sérstöku yfirliti.

03 Utanríkisráðuneyti


101    Utanríkisráðuneyti, aðalskrifstofa: Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn hækkar um 93,1 m.kr. og verður 293,8 m.kr. Á móti falla niður þrjú viðfangsefni en framlag til þeirra nem ur alls 93,1 m.kr. Viðfangsefnin eru: 1.21 Alþjóðaráðstefnur, 1.30 Upplýsinga- og kynningarstarfsemi og 1.50 Viðskiptaskrifstofa. Tekinn er inn nýr liður, 1.02 Varn armálaskrifstofa. Framlag er 40,6 m.kr. og er flutt af fjárlagalið 102 Varnarmála skrifstofa sem nú fellur niður. Vegna þessa tilflutnings hækka sértekjur um 5,6 m.kr. og verða 7,6 m.kr.
102    Varnarmálaskrifstofa: Liðurinn fellur niður og framlag flyst yfir á nýtt viðfangsefni undir aðalskrifstofu.
401    Alþjóðastofnanir: Viðfangsefni 1.58 Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna á Balkanskaga, UNPROFOR hækkar um 22 m.kr. og verður 45,5 m.kr.

04 Landbúnaðarráðuneyti


101    Landbúnaðarráðuneyti, aðalskrifstofa: Framlag til viðfangsefnisins 1.01 Yfirstjórn hækkar um 2,5 m.kr. vegna starfs í Brussel í tengslum við EES-samninginn.
190    Ýmis verkefni: Framlag til viðfangsefnisins 1.21 Landþurrkun er 0,5 m.kr. Fram lag til viðfangsefnisins 1.90 Ýmis verkefni er 1 m.kr. Í breytingartillögum nefnd arinnar er sýnd sundurliðun á einstök verkefni í sérstöku yfirliti. Viðfangsefni 1.35 Landgræðslusjóður fellur brott en framlag er 3 m.kr. í frumvarpi til fjárlaga. Breyt ingin er hluti af lækkunartillögu meiri hlutans.
211    Rannsóknastofnun landbúnaðarins: Viðfangsefni 1.01 Almennur rekstur lækkar um 5,1 m.kr. en á móti lækka sértekjur um sömu fjárhæð þannig að heildarbreyting á framlagi til fjárlagaliðarins er engin. Breytingin er vegna nýs fjárlagaliðar, 235 Að fangaeftirlit ríkisins.
233    Yfirdýralæknir: Tekinn er inn nýr liður, 1.61 Heilbrigðiseftirlit með sláturhúsum, og er framlag 45 m.kr. Á móti hækka sértekjur fjárlagaliðarins um 45 m.kr. þannig að heildaráhrifin eru engin. Gert er ráð fyrir að sláturleyfishafi greiði embætti yfirdýra læknis fyrir að annast heilbrigðiseftirlit með sláturafurðum.
236    Aðfangaeftirlit ríkisins: Þetta er nýr fjárlagaliður en stofnunin var áður deild hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Framlag á viðfangsefni 1.01 Almennur rekstur verður 5,1 m.kr. Þar af verða launagjöld 3,1 m.kr., önnur gjöld 1,8 m.kr. og eigna kaup 0,2 m.kr. Á móti verða sértekjur 5,1 m.kr. en gert er ráð fyrir að rekstur sé al farið kostaður af sértekjum. Gjaldaliðum á fjárlagalið Rannsóknastofnunar landbún aðarins verður breytt til samræmis við millifærslu frá stofnuninni yfir á þennan fjár lagalið.
311    Landgræðsla ríkisins: Framlag á viðfangsefni 1.90 Fyrirhleðslur er 18,8 m.kr. Í breyt ingartillögum nefndarinnar er sýnd sundurliðun á einstök verkefni í sérstöku yfir liti.
841    Fiskeldisrannsóknir: Viðfangsefni 1.01 Almennur rekstur lækkar um 7 m.kr. og verð ur 22,4 m.kr. Breytingin er hluti af lækkunartillögu meiri hlutans.
851    Greiðslur vegna riðuveiki: Viðfangsefni 1.90 Almennur rekstur lækkar um 7 m.kr. og verður 80,2 m.kr. Breytingin er hluti af lækkunartillögu meiri hlutans.

05 Sjávarútvegsráðuneyti


202    Hafrannsóknastofnun: Tekinn er inn nýr liður, 1.42 Karfarannsóknir. Framlag er 15 m.kr.
204    Fiskistofa: Sértekjur fjárlagaliðarins lækka um 3,5 m.kr. þar sem horfið er frá því að innheimta sérstakt veiðieftirlitsgjald vegna afla svokallaðra krókaleyfisbáta.
272    Bygging rannsóknastofnana sjávarútvegsins: Viðfangsefni 6.10 Bygging rannsókna stofnana sjávarútvegsins lækkar um 3 m.kr. og verður 21 m.kr. Breytingin er hluti af lækkunartillögu meiri hlutans.

06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti


111    Kosningar: Viðfangsefni 1.10 Almennur rekstur hækkar um 15 m.kr. og verður 35 m.kr.
291    Húsnæði og búnaður dómstóla: Viðfangsefni 6.01 Húsnæði Hæstaréttar lækkar um 10 m.kr. og verður 90 m.kr. Breytingin er hluti af lækkunartillögu meiri hlutans.
302    Rannsóknarlögregla ríkisins: Viðfangsefni 1.02 Almennur rekstur hækkar um 4,5 m.kr. vegna tveggja rannsóknarlögreglumanna í skattrannsóknadeild stofnunarinn ar.
331    Umferðarráð: Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn lækkar um 3 m.kr. og verður 43,8 m.kr. Breytingin er hluti af lækkunartillögu meiri hlutans.
391    Húsnæði löggæslustofnana: Viðfangsefni 5.01 Viðhald húseigna lækkar um 1 m.kr. og verður 4 m.kr. Breytingin er hluti af lækkunartillögu meiri hlutans.
395    Landhelgisgæsla Íslands: Viðfangsefni 1.90 Almennur rekstur hækkar um 35 m.kr. til að tryggja rekstur björgunarþyrlu og til kaupa á tryggingum.
416    Sýslumaðurinn á Patreksfirði: Framlag til embættisins hækkar um 1,4 m.kr. vegna lægri sértekna. Á móti lækkar viðfangsefni 1.10 Ýmis sameiginlegur kostnaður á fjár lagalið 490 Ýmis rekstrarkostnaður sýslumannsembætta, um sömu fjárhæð. Sértekj ur lækka einnig um 0,5 m.kr. vegna endurskoðaðrar áætlunar um innheimtu kostn aðar vegna löggæslu og fellur því sértekjuliðurinn brott.
413    –434 Ýmis sýslumannsembætti: Sértekjur nokkurra embætta lækka vegna endur skoðaðrar áætlunar um innheimtu kostnaðar vegna löggæslu. Lækkun sértekna skipt ist á embætti sem hér segir:
    Þús. kr.
        Sýslumaðurinn í Borgarnesi          400
        Sýslumaðurinn í Stykkishólmi          1.500
        Sýslumaðurinn í Búðardal          300
        Sýslumaðurinn á Ísafirði          600
        Sýslumaðurinn á Hólmavík          100
        Sýslumaðurinn á Blönduósi          400
        Sýslumaðurinn á Sauðárkróki          400
        Sýslumaðurinn á Siglufirði          400
        Sýslumaðurinn á Ólafsfirði          200
        Sýslumaðurinn á Húsavík,          900
        Sýslumaðurinn á Seyðisfirði          400
        Sýslumaðurinn í Neskaupstað          200
        Sýslumaðurinn á Eskifirði          800
        Sýslumaðurinn í Vík í Mýrdal          400
        Sýslumaðurinn á Hvolsvelli          900
        Sýslumaðurinn í Keflavík          100

490    Ýmis rekstrarkostnaður sýslumannsembætta: Viðfangsefni 1.10 Ýmis sameiginleg ur kostnaður lækkar um 1,4 m.kr. og verður 24,1 m.kr. Á móti hækkar framlag til sýslumannsins á Patreksfirði vegna lægri sértekna embættisins. Viðfangsefni 1.21 Óviss útgjöld lækkar um 5 m.kr. og verður 7,1 m.kr. Breytingin er hluti af lækkun artillögu meiri hlutans.
701    Biskup Íslands: Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn hækkar um 5 m.kr. vegna húsaleigu. Viðfangsefni 6.23 Hóladómkirkja hækkar um 1 m.kr. og verður 3 m.kr.

07 Félagsmálaráðuneyti


101    Félagsmálaráðuneyti, aðalskrifstofa: Framlag til viðfangsefnisins 1.01 Yfirstjórn hækkar um 2,5 m.kr. vegna starfs í Brussel í tengslum við EES-samninginn.
275    Húsaleigubætur: Viðfangsefni 1.10 Almennur rekstur lækkar um 80 m.kr. og verð ur 320 m.kr. en gert er ráð fyrir að heildargreiðslur húsaleigubóta verði lægri en áætlað var í frumvarpi til fjárlaga. Á móti þessari lækkun hækkar framlag til fjár lagaliðarins 08-204 Lífeyristryggingar um 30 m.kr.
400    Málefni barna og ungmenna: Innbyrðis breytingar verða á fjárlagaliðnum en heild arframlag, 251,8 m.kr., er óbreytt. Viðfangsefni 1.90 Almennur rekstur fellur nið ur en á móti eru teknir inn fjórir nýir liðir: 1.01 Yfirstjórn, 31 m.kr., 1.20 Heimili fyrir börn og unglinga, 87 m.kr., Móttöku- og meðferðarmiðstöð, 97,8 m.kr., og 6.01 Tæki og búnaður, 3 m.kr. Viðfangsefni 6.20 Bygging húsnæðis hækkar um 3 m.kr.
701    Málefni fatlaðra, Reykjavík: Framlag til fjárlagaliðarins hækkar alls um 18 m.kr. og verður 254,8 m.kr. Framlag til þriggja viðfangsefna breytist sem hér segir: Við fangsefni 1.20 Sambýli hækkar um 5,8 m.kr. og verður 127,4 m.kr., viðfangsefni 1.21 Sambýli Akurgerði 20 hækkar um 5,5 m.kr. Liðurinn breytir jafnframt um heiti og orðast svo: 1.21 Heimili fyrir börn, Akurgerði 20. Viðfangsefni 1.64 Skammtíma vistun Álfalandi 6 hækkar um 6,7 m.kr.
702    Málefni fatlaðra, Reykjanesi: Viðfangsefni 1.60 Skammtímavistun hækkar um 3,7 m.kr. og verður 26 m.kr.
703    Málefni fatlaðra, Vesturlandi: Viðfangsefni 1.40 Leikfangasöfn Vesturlandi hækk ar um 0,6 m.kr. og verður 3,5 m.kr.
704    Málefni fatlaðra, Vestfjörðum: Viðfangsefni 1.40 Leikfangasöfn Vestfjörðum hækk ar um 0,7 m.kr. og verður 4,8 m.kr.
801    Jöfnunarsjóður sveitarfélaga: Viðfangsefni 1.10 Almennur rekstur hækkar um 71 m.kr. og verður 2.018 m.kr. Hækkun er af tvennum toga. Annars vegar hækkar fram lag um 36 m.kr. til samræmis við 0,4% hlut sjóðsins af áætlaðri hækkun skatttekna ríkissjóðs frá fjárlagafrumvarpi til fjárlaga. Hins vegar er hækkun um 35 m.kr. vegna aðgerða til að jafna skuldastöðu sveitarfélaga vegna sameiningar.
981    Vinnumál: Viðfangsefni 1.90 Ýmislegt hækkar um 19 m.kr. og verður 29,4 m.kr.
984    Atvinnuleysistryggingasjóður: Viðfangsefni 1.10 Almennur rekstur hækkar um 394 m.kr. og verður 3.264 m.kr. Sjá nánar skýringar við breytingartillögur við 5. gr. (B-hluta).
999    Félagsmál, ýmis starfsemi: Framlag til viðfangsefnisins 1.30 Sjómannastofur er 1,1 m.kr. Framlag til viðfangsefnisins 1.31 Félagasamtök, styrkir er 21,7 m.kr. Fram lag til viðfangsefnisins 1.90 Ýmis framlög er 8,2 m.kr. Í breytingartillögum nefnd arinnar er sýnd sundurliðun á einstök verkefni í sérstöku yfirliti.

08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti


101    Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, aðalskrifstofa: Framlag til viðfangsefnis ins 1.01 Yfirstjórn hækkar um 2,5 m.kr. vegna starfs í Brussel í tengslum við EES- samninginn.
204    Lífeyristryggingar: Viðfangsefni 1.10 Almennur rekstur hækkar um 30 m.kr. og verð ur 15.830 m.kr. vegna húsaleigubóta.
206    Sjúkratryggingar: Viðfangsefni 1.10 Almennur rekstur hækkar um 170 m.kr. og verð ur 9.970 m.kr. Framlag hækkar um 160 m.kr. vegna endurmats á áætlunum í ljósi út komu fyrstu 10 mánaða ársins 1994 og áætluð útgjöld hækka um 100 m.kr. þar sem fallið var frá að flýta gildistökuákvæðum lyfjalaga um verðlagningu og sölu á lyfj um. Á móti þessum hækkunum lækkar framlag um 35 m.kr. vegna læknavaktar í Reykjavík og flyst sú fjárveiting á fjárlagalið 500 Heilsuverndarstöð í Reykjavík. Fjárveiting að fjárhæð 25 m.kr. flyst yfir á fjárlagalið 371 Ríkisspítalar og lækkar þessi liður samsvarandi. Að lokum lækkar framlag til sjúkratrygginga um 30 m.kr. vegna áforma um að Framkvæmdasjóður aldraðra fjármagni rekstur hjúkrunarheim ila eins og gert er ráð fyrir í fjárlögum yfirstandandi árs.
350    Sjúkrahúsið Akranesi: Sértekjur lækka um 5 m.kr. þar sem fallið er frá breytingum á innheimtu vegna ferliverka.
358    Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri: Viðfangsefni 6.50 Nýbygging lækkar um 5 m.kr. og verður 35 m.kr. Breytingin er í samræmi við samning um framkvæmdina og er hluti af lækkunartillögu meiri hlutans. Sértekjur fjárlagaliðarins lækka um 10 m.kr. þar sem fallið er frá breytingum á innheimtu vegna ferliverka.
370    Sjúkrahús með fjölþætta starfsemi: Viðfangsefni 1.01 Almennur rekstur hækkar um 54 m.kr. og verður 56,5 m.kr. Liðurinn hækkar um 80 m.kr. þar sem sparnaður, sem var færður á þetta viðfangsefni, hefur verið færður á viðkomandi stofnanir. Á móti lækkar liðurinn um 26 m.kr. til móts við hækkun við 2. umr. fjárlaga til Fjórðungs sjúkrahússins á Akureyri og St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Breytingin er hluti af lækk unartillögu meiri hlutans.
371    Ríkisspítalar: Viðfangsefni 1.01 Almennur rekstur hækkar um 220 m.kr. og verður 7.064,9 m.kr. Hækkun um 145 m.kr. er í samræmi við samkomulag um lausn á fjár hagsvanda spítalans og hækkun um 50 m.kr. eru bætur vegna kjarasamninga. Hækk un um 25 m.kr. er vegna kaupa á hjartagangráðum og neföndunargrímum. Á móti lækkar framlag til sjúkratrygginga á fjárlagalið 206 Sjúkratryggingar um sömu fjár hæð. Viðfangsefni 6.70 Yfirstjórn mannvirkjagerðar á landspítalalóð breytir um heiti vegna endurskoðunar á byggingarframkvæmdum á landspítalalóð. Liðurinn fær heit ið 6.70 Nýframkvæmdir á landspítalalóð.
372    Borgarspítalinn: Liðurinn fellur brott og fjárveiting flyst yfir á fjárlagalið 375 Sjúkra hús Reykjavíkur.
373    St. Jósefsspítali, Landakoti: Liðurinn fellur brott og fjárveiting flyst yfir á fjárlaga lið 375 Sjúkrahús Reykjavíkur.
375    Sjúkrahús Reykjavíkur: Þetta er nýr fjárlagaliður og til hans flytjast fjárveitingar sem áður voru færðar á fjárlagaliðina 372 Borgarspítalinn og 373 St. Jósefsspítali, Landa koti. Þeir fjárlagaliðir falla niður. Framsetning hins nýja fjárlagaliðar kemur fram í breytingartillögu. Til viðbótar þeim fjárveitingum, sem færðar voru á fyrrgreinda fjár lagaliði, hækkar rekstrarframlag til Borgarspítala um 22,7 m.kr. vegna kjarasamn inga og rekstrarframlag St. Jósefsspítala, Landakoti hækkar um 6,9 m.kr. af sömu ástæðum. Loks hækkar framlag til spítalans um 100 m.kr. og er það fært á viðfangs efni 1.33 Sjúkrahús Reykjavíkur, sameiginleg verkefni. Það er tímabundin fjárveit ing og í samræmi við samning um lausn á fjárhagsvanda Borgarspítala.
399    Heilbrigðismál, ýmis starfsemi: Framlag til viðfangsefnisins 1.90 Ýmis framlög er 8 m.kr. Í breytingartillögum nefndarinnar er sýnd sundurliðun á einstök verkefni í sérstöku yfirliti.
400    St. Jósefsspítali, Hafnarfirði: Sértekjur lækka um 5 m.kr. þar sem fallið er frá breyt ingum á innheimtu vegna ferliverka.
500    Heilsugæslustöðvar, almennt: Viðfangsefni 1.10 Almennur rekstur hækkar um 90 m.kr. og verður 251,6 m.kr. Af þeirri fjárhæð eru 40 m.kr. vegna sparnaðar í sjúkra flutningum sem ekki næst nema að takmörkuðum hluta á næsta ári og 50 m.kr. eru vegna frestunar á áformum um sparnað í heilsugæslustöðvum til ársins 1996. Á móti er framlag til fjárlagaliðarins 950 Rekstrarhagræðing lækkað um 15 m.kr.
510    Heilsuverndarstöðin í Reykjavík: Viðfangsefni 1.01 Almennur rekstur hækkar um 35 m.kr. vegna reksturs læknavaktar í Reykjavík. Á móti lækkar framlag til fjárlaga liðarins 206 Sjúkratryggingar um sömu fjárhæð.
621    Áfengisvarnir og bindindismál: Framlag til viðfangsefnisins 1.90 Annað er 20,8 m.kr. Í breytingartillögum nefndarinnar er sýnd sundurliðun á einstök verkefni í sérstöku yfirliti.
950    Rekstrarhagræðing: Viðfangsefni 1.90 Almennur rekstur lækkar um 15 m.kr. og verð ur 67,3 m.kr. Lækkunin kemur að hluta til á móti hækkun til fjárlagaliðarins 500 Heilsugæslustöðvar, almennt.

09 Fjármálaráðuneyti


381    Uppbætur á lífeyri: Viðfangsefni 1.01 Almennur rekstur lækkar um 20 m.kr. og verð ur 870 m.kr. Breytingin er hluti af lækkunartillögu meiri hlutans.
402    Fasteignamat ríkisins: Viðfangsefni 1.01 Almennur rekstur lækkar um 2 m.kr. og lækkar þá tilfærsla til B-hluta. Á móti er tekinn inn nýr liður, 1.05 Yfirfasteigna matsnefnd, og er framlag 2 m.kr. Heildarbreyting er því engin.
481    Útgjöld samkvæmt heimildarákvæðum: Viðfangsefni 6.01 Útgjöld samkvæmt heim ildarákvæðum hækkar um 100 m.kr. vegna ýmissa heimildarákvæða.
801    Ýmis lán ríkissjóðs, vextir: Viðfangsefni 1.10 Almennur rekstur hækkar um 300 m.kr. og verður 12.300 m.kr. vegna endurskoðaðra áætlana um vaxtagreiðslur rík isins.
990    Ríkisstjórnarákvarðanir: Viðfangsefni 1.90 Aðild Íslands að EES o.fl. lækkar um 10 m.kr. og verður 40 m.kr. Á móti hækka framlög til nokkurra aðalskrifstofa ráðu neyta um 20 m.kr. alls en ráðgert er að stofna alls fjögur ný störf í Brussel.
999    Ýmislegt: Viðfangsefni 1.19 Ýmsar endurgreiðslur hækkar um 20 m.kr. vegna end urgreiðslu aðflutningsgjalda og virðisaukaskatts af björgunartækjum. Tekinn er inn nýr liður, 1.81 Verðjöfnunargjöld vegna útflutnings. Framlag er 5 m.kr. og er eink um vegna sælgætisframleiðslu.

10 Samgönguráðuneyti


101    Samgönguráðuneyti, aðalskrifstofa: Framlag til viðfangsefnisins 1.01 Yfirstjórn hækkar um 2,5 m.kr. vegna starfs í Brussel í tengslum við EES-samninginn.
190    Ýmis verkefni: Viðfangsefni 1.12 Vetrarsamgöngur og vöruflutningar hækkar um 1,6 m.kr. og verður 28 m.kr. Í breytingartillögum nefndarinnar er sýnd sundurliðun á ein stök verkefni í sérstöku yfirliti.
211    Vegagerðin: Tekinn er inn nýr liður, 6.11 Framkvæmdaátak vegna atvinnumála. Framlag er 1.250 m.kr. og er vegna sérstaks átaks í vegamálum á árunum 1995–99. Nokkrar millifærslur verða milli viðfangsefna fjárlagaliðarins en þær leiða ekki til breytinga á heildarfjárhæðum. Breytingar einstakra viðfangsefna verða sem hér seg ir: Viðfangsefni 5.05 Þjónustuviðhald hækkar um 4 m.kr., 5.10 Stofnviðhald lækk ar um 81 m.kr., 6.10 Nýframkvæmdir hækkar um 148 m.kr., 6.40 Tilraunir hækk ar um 29 m.kr. og að lokum lækkar viðfangsefni 6.55 Ferjur og flóabátar um 100 m.kr.
330    Vita- og hafnamál: Framlag til viðfangsefnisins 6.74 Lendingarbætur er 5 m.kr. Í breytingartillögum nefndarinnar er sýnd sundurliðun á einstök verkefni í sérstöku yf irliti.
472    Flugvellir: Viðfangsefni 1.01 Almennur rekstur hækkar um 17 m.kr. og verður 463 m.kr.
651    Ferðamálaráð: Tekinn er inn nýr liður, 1.21 Fjölsóttir ferðamannastaðir, og fram lag er 5 m.kr. Viðfangsefni 6.10 Ferðamál skv. 8. gr. laga nr. 117/1994 hækkar um 20 m.kr. og verður 88 m.kr.

11 Iðnaðarráðuneyti


101    Iðnaðarráðuneyti, aðalskrifstofa: Framlag til viðfangsefnisins 1.01 Yfirstjórn hækk ar um 2,5 m.kr. vegna starfs í Brussel í tengslum við EES-samninginn.
240    Iðnaðarrannsóknir: Viðfangsefni 1.01 Almennur rekstur lækkar um 1,5 m.kr. og verð ur 14,4 m.kr. Breytingin er hluti af lækkunartillögu meiri hlutans.
299    Iðja og iðnaður: Viðfangsefni 1.30 Alþjóðlegt rannsóknarsamstarf lækkar um 1 m.kr. og viðfangsefni 1.40 Smáiðnaður í dreifbýli lækkar um 0,5 m.kr. Breytingarnar eru hluti af lækkunartillögu fjárlaganefndar. Framlag til viðfangsefnisins 1.50 Nýsköp un og markaðsmál er 7,4 m.kr. Í breytingartillögum nefndarinnar er sýnd sundur liðun á einstök verkefni í sérstöku yfirliti.
371    Orkusjóður: Viðfangsefni 6.21 Styrking dreifikerfis í sveitum fellur niður en fram lagið flyst yfir á nýtt viðfangsefni undir fjárlagalið 399 Ýmis orkumál.
399    Ýmis orkumál: Viðfangsefni 1.13 Hafsbotnsrannsóknir lækkar um 1 m.kr. og verð ur 3 m.kr. Breytingin er hluti af lækkunartillögu meiri hlutans. Tekinn er inn nýr lið ur, 1.16 Styrking dreifikerfis í sveitum. Framlag er 100 m.kr. en á móti fellur nið ur 14,6 m.kr. fjárveiting til styrkingar dreifikerfis í sveitum sem færð var á fjárlaga lið Orkusjóðs.

12 Viðskiptaráðuneyti


190    Ýmis verkefni: Viðfangsefni 1.11 Dreifbýlisverslun, stuðningsaðgerðir lækkar um 0,3 m.kr. og viðfangsefni 1.90 Ýmis viðskipta- og bankamál lækkar um 0,3 m.kr. Breyt ingarnar eru hluti af lækkunartillögu fjárlaganefndar.
301    Löggildingarstofan: Viðfangsefni 6.01 Tæki og búnaður lækkar um 0,4 m.kr. og verður 6,5 m.kr. Breytingin er hluti af lækkunartillögu meiri hlutans.

14 Umhverfisráðuneyti


101    Umhverfisráðuneyti, aðalskrifstofa: Framlag til viðfangsefnisins 1.01 Yfirstjórn hækkar um 2,5 m.kr. vegna starfs í Brussel í tengslum við EES-samninginn.
190    Ýmis verkefni: Viðfangsefni 1.23 Ýmis umhverfisverkefni hækkar um 4 m.kr. og verður 14 m.kr. Tekinn er inn nýr liður, 1.91 Ráðstefna um mengun í hafi frá land stöðvum. Framlag er 20,5 m.kr. og er ætlað til undirbúnings ráðstefnu gegn meng un frá landstöðvum.
301    Skipulagsstjóri ríkisins: Viðfangsefni 1.01 Almennur rekstur lækkar um 2 m.kr. en á móti hækkar viðfangsefni 1.12 Skipulag miðhálendis um sömu fjárhæð. Sértekj ur fjárlagaliðarins lækkar um 4 m.kr.
410    Veðurstofa Íslands: Viðfangsefni 1.01 Almenn starfsemi hækkar um 5 m.kr. vegna aukinna launagreiðslna í kjölfar kjarasamninga við veðurfræðinga.
    Nefndinni hafa borist óskir fjármálaráðuneytis og annarra ráðuneyta um leiðrétting ar á gjaldategundum í 4. gr. Hér er eingöngu um að ræða breytingar á framsetningu fjár lagaliða og viðfangsefna en ekki neinar efnisbreytingar. Breytingar þessar eru sem hér segir:
1.    Tilfærsla milli gjaldategunda á viðfangsefni í dóms- og kirkjumálaráðuneyti: Fjár lagaliður 701 Biskup Íslands, framlag að fjárhæð 12,1 m.kr. á viðfangsefni 1.21 Prest ar og prófastar verði fært af öðrum gjöldum yfir á launagjöld.
2.    Tilfærsla milli gjaldategunda á viðfangsefni í umhverfisráðuneyti. Á fjárlagalið 410 Veðurstofa Íslands breytast gjaldaliðir á viðfangsefni 1.70 Veðurþjónusta fyrir milli landaflug sem hér segir: Launagjöld lækka um 3,5 m.kr., önnur gjöld hækka um 2 m.kr., eignakaup hækka um 0,1 m.kr. og sértekjur lækka um 1,4 m.kr.
    Nefndin hefur fallist á þessar breytingar og verða þær teknar upp í fjárlögum þegar þau verða prentuð eftir 3. umr., en ekki fluttar sérstakar breytingartillögur um þær.


SKÝRINGAR VIÐ BREYTINGARTILLÖGU VIÐ 5. GR. (B-HLUTA)



    B-hlutaáætlanir hafa verið endurmetnar frá því frumvarp til fjárlaga var lagt fram í október. Í endurskoðuðum áætlunum hefur verið tekið tillit til ýmissa leiðréttinga á fyrri áætlunum, áhrifa af ráðstöfunum í A-hluta fjárlaga og nýrra upplýsinga um fyrirhugaða starfsemi fyrirtækja og sjóða á næsta ári. Í framhaldi af því gerir meiri hlutinn tillögu um breytingar á 13 áætlunum í B-hluta. Tillagan gerir ekki ráð fyrir gjaldskrárhækkunum um fram það sem fram kom í fjárlagafrumvarpi.

Menntamálaráðuneyti


872    Lánasjóður íslenskra námsmanna: Miðað við útkomu yfirstandandi árs eru horfur á að lánveitingar sjóðsins á næsta ári verði heldur minni en gert var ráð fyrir þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram, eða sem nemur 170 m.kr. Þá hefur farið fram end urmat á hlutdeild ríkissjóðs í fjármögnun lánasjóðsins miðað við að eiginfjárstaða haldist óskert. Niðurstaða þeirrar athugunar er að hlutfall ríkisframlaga geti lækk að nokkuð frá því sem verið hefur, eða úr 54% í 51% af námsaðstoðinni. Framlag ríkissjóðs lækkar samkvæmt framansögðu um 20 m.kr. Einnig er nú gert ráð fyrir að ríkisábyrgðagjald falli niður og að lántökukostnaður lækki við það úr 4% í 2%, eða sem nemur 80 m.kr. Af þessum ástæðum er gert ráð fyrir að unnt verði að draga úr lántökum þannig að þær verði 230 m.kr. lægri en í fjárlagafrumvarpi.
974    Sinfóníuhljómsveit Íslands: Við 2. umr. fjárlaga var framlag til hljómsveitarinnar í A-hluta hækkað um 6 m.kr. Áætlun í B-hluta er nú breytt til samræmis við þá hækk un.

Utanríkisráðuneyti


101    Fríhöfn, Keflavíkurflugvelli. Sökum aukinnar samkeppni við aðrar fríhafnir hefur álagning lækkað. Er því talið að tekjur af seldum vörum og þjónustu verði 20 m.kr. lægri en í frumvarpi. Greiðsla í ríkissjóð lækkar um sömu fjárhæð og verður 560 m.kr.

Félagsmálaráðuneyti


270    Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfadeild: Endurmat á forsendum, sem lagðar voru til grundvallar fjárlagatillögum sjóðsins í fjárlagafrumvarpi, hefur í för með sér að gera þarf nokkrar breytingar í áætlun sjóðsins, einkum varðandi vaxtagreiðslur og lána hreyfingar. Greiddir vextir hækka um 10 m.kr. og innheimtir um 135 m.kr. Greidd ar afborganir hækka um 70 m.kr. og innheimtar um 55 m.kr. Þá aukast aðrar tekj ur um 33 m.kr. Samanlagt leiða þessar breytingar til sjóðsaukningar að fjárhæð 143 m.kr.
271    Byggingarsjóður ríkisins: Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1995 var litið fram hjá innbyrðis viðskiptum Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna. Í reynd selur Byggingarsjóður ríkisins skuldabréf og endurlánar Byggingarsjóði verkamanna. Vegna þessa hækka tekin lán Byggingarsjóðs ríkisins um 300 m.kr. Jafnframt þarf að gera nokkrar leiðréttingar á áætluðum vaxtagreiðslum og lánahreyfingum vegna skekkju sem varð í útreikningum við gerð fjárlagatillagna. Þannig verða greiddir vextir um 538 m.kr. hærri en í frumvarpi og innheimtir vextir 231 m.kr. lægri. Greiddar afborganir lækka um 949 m.kr. og innheimtar um 500 m.kr. Útstreymi af sparimerkjareikningum lækkar um 100 m.kr. frá frumvarpi. Loks aukast lánveiting ar til Byggingarsjóðs verkamanna um 80 m.kr. vegna endursölu- og almennra kaup leiguíbúða.
272    Byggingarsjóður verkamanna: Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1995 var gert ráð fyr ir að sjóðurinn seldi skuldabréf beint. Í reynd er það Byggingarsjóður ríkisins sem selur skuldabréfin og endurlánar síðan Byggingarsjóði verkamanna. Af þessum sök um hækka tekin lán um 300 m.kr. Þá eru gerðar leiðréttingar á nokkrum skekkjum sem urðu í útreikningum við gerð fjárlagatillagna. Þannig hækka greiddir vextir um 222 m.kr. frá frumvarpi og innheimtir vextir um 84 m.kr. Aðrar tekjur lækka um 18,6 m.kr., en þá breytingu má rekja til vaxta og uppgjörs vegna framkvæmdalána. Af borganir lána lækka um 301 m.kr. en innheimtar afborganir hækka um 56 m.kr. Þá hækka lánveitingar um 580 m.kr. og í lántökum bætast 80 m.kr. vegna endursölu-og almennra kaupleiguíbúða við þær 300 m.kr. sem áður voru nefndar.
984    Atvinnuleysistryggingasjóður: Endurskoðuð áætlun um sjóðinn gerir ráð fyrir að heimilt verði að verja allt að 62 m.kr. til lánveitinga og styrkja og til að kosta nám skeiðahald. Einnig er áformað að draga úr kostnaði við þá þjónustu sem úthlutun arnefndir, sýslumenn og greiðsluaðilar hafa með höndum í tengslum við sjóðinn. Sá kostnaður er nú áætlaður 50 m.kr. Þá hefur náðst samkomulag við Samband ís lenskra sveitarfélaga um áframhaldandi samvinnu um átaksverkefni til að draga úr atvinnuleysi og er stefnt að því að þau verði ekki minni að umfangi en í ár. Sam kvæmt samkomulaginu munu sveitarfélögin hins vegar ekki leggja sjóðnum til sér stakt 600 m.kr. framlag vegna þeirra verkefna eins og gert var ráð fyrir í fjárlaga frumvarpi. Loks bendir ný spá um atvinnuleysi fyrir árið 1995 til þess að það verði 0,3% lægra en áður var gert ráð fyrir, eða 4,6% að meðaltali í stað 4,9%. Að sam anlögðu er nú miðað við að framlag úr A-hluta ríkissjóðs hækki um 394 m.kr. af þessum ástæðum.

Fjármálaráðuneyti


402    Fasteignamat ríkisins: Sú breyting verður á framsetningu að Yfirfasteignamatsnefnd fær sérstakt viðfangsefni í A-hluta fjárlaga. Við það lækkar launaliður stofnunar innar í B-hluta um 2 m.kr. og jafnframt lækkar framlag úr ríkissjóði um sömu fjár hæð.

Samgönguráðuneyti


101    Póst- og símamálastofnun: Samkvæmt endurskoðaðri áætlun um starfsemi fyrirtæk isins aukast rekstrargjöldin um 235 m.kr. Áætlað er að auknar rekstrartekjur muni vega upp þau útgjöld og raunar bæta afkomuna um 107 m.kr. Jafnframt er nú gert ráð fyrir að greiðsluafgangur frá yfirstandandi ári verði 350 m.kr. meiri en ætlað var í fjárlagafrumvarpi. Fyrirhugað er að þessi afkomubati verði nær allur nýttur til auk innar fjárfestingar. Þar vega þyngst um 300 m.kr. til sæsímastrengsins Canus milli Kanada og Bandaríkja Norður-Ameríku sem er framhald af Cantat-3 ljósleiðara strengnum milli Evrópu og Kanada. Afganginum verður að mestu varið til fram kvæmda við ljósleiðarakerfi innan bæjar og sjálfvirkt tilkynningarkerfi.
110    Söludeild Póst- og símamálastofnunar: Tekjur og gjöld söludeildar Póst- og síma málastofnunar breytast í samræmi við endurskoðaða rekstraráætlun fyrirtækisins. Hagnaður fyrirtækisins er nú talinn verða 31 m.kr. en var áætlaður 41 m.kr. í upp runanlegu frumvarpi.
330    Hafnabótasjóður: Við 2. umr. fjárlaga var framlag úr A-hluta til Hafnabótasjóðs lækkað úr 128 m.kr. í 40,6 m.kr. Áætlun í B-hluta er nú breytt til samræmis við þá lækkun og verða tilfærslur úr Hafnabótasjóði þá 15,6 m.kr. í stað 103 m.kr. í frum varpi.

Iðnaðarráðuneyti


321    Rafmagnsveitur ríkisins: Gert er ráð fyrir nýju framlagi úr ríkissjóði að fjárhæð 100 m.kr. í samræmi við samkomulag sem gert hefur verið milli Rafmagnsveitna ríkis ins, iðnaðarráðuneytis og fjármálaráðuneytis. Framlagið greiðist af fjárlagaliðnum 11-399 Ýmis orkumál í A-hluta og verður varið til styrkingar dreifikerfa í sveitum. Fjár festing hækkar því um sömu fjárhæð og verður 640 m.kr.
371    Orkusjóður: Framlag úr ríkissjóði lækkar um 14,6 m.kr. og verður 28 m.kr. Í frum varpi var gert ráð fyrir að framlagið væri greitt af 6.21 Styrking dreifikerfis í sveit um undir 11-371 Orkusjóður í A-hluta, en það færist nú yfir á 11-399 Ýmis orku mál og verður hluti af 100 m.kr. framlagi til Rafmagnsveitna ríkisins vegna sömu verkefna. Við þessa breytingu falla þá jafnframt niður 14,6 m.kr. til styrkingar dreifi kerfis í sveitum hjá Orkusjóði í B-hluta.

Alþingi, 20. des. 1994.



    Sigbjörn Gunnarsson,     Sturla Böðvarsson.     Árni Johnsen.
    form., frsm.          

    Einar K. Guðfinnsson.     Gunnlaugur Stefánsson.     Árni M. Mathiesen.



Fylgiskjal I.


Álit



um 3. gr. frv. til fjárlaga fyrir árið 1995 og áhrif skattalagabreytinga á tekjur ríkissjóðs.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Í samræmi við 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp, hefur nefndin fjallað um tekjugrein fjárlagafrumvarpsins og áhrif skattalagabreytinga á tekjur ríkissjóðs. Til að skýra málið frekar fékk nefndin á fund sinn frá fjármálaráðuneyti Bolla Þór Bollason skrifstofustjóra og Maríönnu Jónasdóttur deildarstjóra, sem og Þórð Friðjónsson þjóð hagsstofustjóra og Ásgeir Daníelsson frá Þjóðhagsstofnun.
    Þær breytingar, sem lúta að tekjuáætlun fjárlaga fyrir árið 1995, koma einkum fram í breyttum þjóðhagshorfum en einnig í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt (290. máli) sem nefndin hefur fengið til umfjöllunar.
    Breyttar þjóðhagsforsendur, fyrst og fremst á árinu sem er að líða, munu skila sér í auknum tekjum bæði á þessu ári og á árinu 1995. Meta má þessi áhrif nálægt 2,5 millj örðum kr. umfram áætlun fjárlagafrumvarps. Hinar breytingarnar tengjast ákvörðunum ríkisstjórnarinnar í skattamálum. Þar er annars vegar aðallega um að ræða sérstaka fjár öflun til vegaframkvæmda (bensíngjald, þungaskattur), en hins vegar breytingar sem lagð ar eru til í skattalagafrumvarpinu. Breytingar í því frumvarpi, sem áhrif hafa á tekjur rík issjóðs, eru þær helstar að fellt verður niður efra þrep eignarskatts (ekknaskattur), „tví sköttun“ lífeyrisgreiðslna verður afnumin, sérstökum flýtifyrningarreglum komið á, fram lenging verður á sérstökum tekjuskatti einstaklinga (hátekjuskatti) og afsláttur vegna hlutabréfakaupa verður óbreyttur. Þessar breytingar vega nokkurn veginn hver upp á móti annarri þannig að samanlagt er ekki gert ráð fyrir nema 200 millj. kr. lækkun tekna rík issjóðs frá fyrri áætlun í því sambandi.
    Samanlögð áhrif þessara breytinga fela í sér 2,679 milljörðum kr. hærri tekjur en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Heildartekjur eru því áætlaðar 112,092 milljarðar kr. Af þessu eru skatttekjur áætlaðar 104,472 milljarðar kr. eða 2,524 milljörðum kr. hærri en gert var ráð fyrir. Ekki er gert ráð fyrir mikilli breytingu á skatthlutföllum vegna þess ara auknu tekna ríkissjóðs þar sem landsframleiðsla eykst samsvarandi.

Alþingi, 19. des. 1994.



Vilhjálmur Egilsson, varaform.


Guðmundur Árni Stefánsson.


Guðjón Guðmundsson.


Ingi Björn Albertsson.


Sólveig Pétursdóttir.




Viðauki.

Fjármálaráðuneytið,
efnahagsskrifstofa:


Tekjuhorfur ríkissjóðs 1994 og 1995.


(19. desember 1994.)



1.     Breyttar þjóðhagsforsendur.
    Þjóðhagsstofnun hefur nú endurskoðað spár sínar fyrir árin 1994 og 1995. Þrjár hag stærðir skipta mestu fyrir þróun tekna ríkissjóðs, þ.e. ráðstöfunartekjur og neysluútgjöld heimilanna og þróun almenns vöruinnflutnings. Þessar stærðir hafa allar tekið veruleg um breytingum frá fyrri spám, sérstaklega hvað varðar árið 1994, en það er grunnur tekju áætlunar fjárlaga 1995. Af þessum ástæðum er nú áætlað að tekjur ríkissjóðs árin 1994 og 1995 verði mun hærri en áður var reiknað með.
     Árið 1994. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1994 (í desember 1993) var samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar gert ráð fyrir að landsframleiðsla drægist saman um 2% árið 1994. Samkvæmt endurskoðaðri spá er hins vegar talið að landsframleiðslan aukist um 2%. Frá vikið er því 4%. Svipuð frávik koma fram í spá um breytingu einkaneyslu og þjóðarút gjalda, eða 3–4%. Einnig er nú spáð meiri hækkun launa en áður og ráðstöfunartekjur heimilanna eru taldar hækka um 2% árið 1994 samanborið við spá um 0,5% lækkun í for sendum fjárlaga. Þetta stafar m.a. af minna atvinnuleysi og meiri tekjubreytingum en áður var spáð. Mest er frávikið þó í innflutningi, en þar er nú gert ráð fyrir 4% aukningu sam anborið við 4% samdrátt áður. Breyttar þjóðhagsforsendur skýra að langmestu leyti tekju auka ríkissjóðs á árinu 1994, sjá nánar fskj. 1.
     Árið 1995. Samkvæmt endurskoðaðri þjóðhagsspá er nú gert ráð fyrir rúmlega 2% aukningu landsframleiðslu árið 1995, en í Þjóðhagsáætlun frá í september hafði verið reiknað með 1,4% aukningu. Munurinn er heldur meiri þegar litið er til þjóðarútgjalda, en þau eru talin aukast um 3,3% á næsta ári samanborið við 2% aukningu í fyrri spám. Þetta stafar fyrst og fremst af auknum opinberum framkvæmdum, en einnig er búist við að neysluútgjöld heimilanna aukist heldur meira, eða um 2,5% samanborið við 2% í fyrri spá. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi verði minna en áður var spáð og að kaupmáttur ráð stöfunartekna verði því meiri, sjá nánar fskj. 2.

2.     Tekjuhorfur ríkissjóðs 1994.
    Nú liggja fyrir tölur um innheimtu ríkissjóðstekna fyrir fyrstu ellefu mánuði ársins auk bráðabirgðatalna fyrir fyrri hluta desembermánaðar. Á þessum forsendum hefur tekju áætlun fjárlaga fyrir yfirstandandi ár verið endurskoðuð. Nú er talið að tekjur ríkissjóðs árið 1994 geti orðið 109,3 milljarðar kr., eða rúmlega 5 milljörðum kr. umfram áætlun fjárlaga. Í september hafði verið reiknað með að þetta frávik yrði um 2,6 milljarðar kr.

Endurskoðuð tekjuáætlun fyrir árið 1994.



         September     Desember     Frávik frá     Frávik
         endur-     endur-     fjár-      frá
Í milljónum króna     Fjárlög     skoðun     skoðun     lögum     september

Tekju- og eignarskattar          21.345     22.243     22.941     1.596     698
         Einstaklingar          17.425     17.468     17.998     573     530
         Fyrirtæki          3.920     4.775     4.943     1.023     168

Aðrir skattar          75.376     77.020     78.801     3.425     1.781
         Innflutnings- og vörugjöld          7.934     7.666     8.004     70     338
         Virðisaukaskattur          38.815     40.000     41.150     2.335     1.150
         Hagnaður ÁTVR          6.370     6.600     6.600     230     0
         Tryggingagjald          10.220     10.400     10.450     230     50
         Bifreiðagjöld          8.270     8.140     8.335     65     195
         Aðrir skattar          3.767     4.214     4.262     495     48

Aðrar tekjur          7.425     7.502     7.602     177     100
         Vaxtatekjur          4.000     4.400     4.450     450     50
         Aðrar tekjur          3.425     3.102     3.152     -273     50

Heildartekjur ríkissjóðs          104.146     106.765     109.344     5.198     2.579
Skatttekjur ríkissjóðs          96.721     99.263     101.742     5.021     2.479
Skatttekjur sem % af VLF          24,6     23,3     23,6     -1,0     0,3



    Tekjuauki ríkissjóðs árið 1994 stafar sem fyrr segir fyrst og fremst af breyttum þjóð hagsforsendum. Þannig virðast veltutölur benda til þess að nokkur umskipti hafi orðið um mitt þetta ár og innflutningstölur taka síðan verulegan kipp á haustmánuðum. Þannig birt ist aukin innheimta undanfarna mánuði einkum í viðbótartekjum af veltusköttum sem sýn ir að umsvif í efnahagslífinu hafa verið að aukast. Sem dæmi má nefna að innheimta virð isaukaskatts var einungis 900 m.kr. meiri til ágústloka en gert hafði verið ráð fyrir í fjár lagaáætlun, en nú í lok nóvember var innheimtan komin rúmlega 2 milljörðum kr. fram úr áætlun. Þessarar þróunar gætir einnig í innheimtu á tollum og vörugjöldum, enda sýna tölur um vöruinnflutning verulega aukningu milli ára. Til dæmis hefur innflutningur fólks bifreiða tekið kipp og aukist um tæplega 10% síðustu þrjá mánuði frá sama tíma í fyrra þótt enn gæti samdráttar á árinu öllu. Svipuð merki sjást í innflutningi atvinnubifreiða.
    Annar mælikvarði á aukin umsvif eru staðgreiðsluskil á tekjuskatti einstaklinga, en þau veita ákveðnar vísbendingar um tekjuþróun. Tölur til nóvemberloka benda til þess að heildarlaunagreiðslur í landinu hafi hækkað um rúmlega 3% miðað við sama tíma í fyrra, en í forsendum fjárlaga hafði verið gert ráð fyrir að hækkunin yrði innan við 1%. Fyrstu átta mánuði ársins skilaði staðgreiðslan ríkissjóði 500 m.kr. umfram það sem búist hafði verið við og var talið að sérstakt átak í atvinnumálum, m.a. á vegum sveitarfélaganna, ætti þar hlut að máli og að aukningin yrði minni á árinu öllu. Tölur síðustu þriggja mán aða sýna hins vegar áframhaldandi aukningu og er nú útlit fyrir að innheimta ríkissjóðs á tekjuskatti einstaklinga verði um 500 m.kr. meiri á þessu ári en áætlað hafði verið.
    Þá eru tekjur af skattlagningu fyrirtækja mun meiri en reiknað hafði verið með, bæði vegna hærri álagningar tekjuskatta og eignarskatta á þessu ári en áætlað var og betri inn heimtu.

3.     Tekjuáætlun fjárlaga 1995.
    
Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1995 var reiknað með að tekjur ríkissjóðs yrðu 109,4 milljarðar kr. Þessi áætlun hefur nú verið endurskoðuð. Hér er tvennt á ferðinni. Ann ars vegar er um að ræða breyttar þjóðhagsforsendur, fyrst og fremst á árinu 1994, sem skila sér í auknum tekjum bæði á árinu 1994 og 1995. Í grófum dráttum má meta þessi áhrif nálægt 2½ milljarði kr. umfram áætlun fjárlagafrumvarps. Þetta er nokkurn veginn sama fjárhæð og kemur fram sem viðbótartekjur á árinu 1994 frá því sem spáð var í haust að teknu tilliti til heldur meiri hagvaxtar og þjóðarútgjalda árið 1995.
    Hins vegar eru ýmsar breytingar frá fyrri áætlun sem tengjast ákvörðunum ríkisstjórn arinnar í skattamálum, svo sem sérstök fjáröflun til vegaframkvæmda (bensíngjald, þunga skattur), niðurfelling „ekknaskatts“, afnám tvísköttunar lífeyrisgreiðslna, flýtifyrningar, óbreyttur afsláttur vegna hlutabréfakaupa og álagning hátekjuskatts. Þessi atriði eru ým ist til hækkunar eða lækkunar, en samanlagt má meta þau til tæplega 200 millj. kr. lækk unar tekna frá fyrri áætlun.
    Þegar allt er lagt saman er nú áætlað að tekjur ríkissjóðs á árinu 1995 verði 112,1 milljarður kr., eða 2,7 milljörðum kr. meiri en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Skatt tekjur ríkissjóðs eru áætlaðar 104,5 milljarðar kr., eða 2,6 milljörðum umfram fyrri spá. Þrátt fyrir auknar tekjur breytast skatthlutföll lítið þar sem landsframleiðsla eykst sam svarandi. Hlutfall skatttekna er áætlað 23,2% af landsframleiðslu, samanborið við 23,6% árið 1994. Hlutfall heildartekna af landsframleiðslu er 24,9%, samanborið við 24,4% árið 1994. Þetta eru lægstu hlutföll sem mælst hafa síðan 1987, sjá nánar meðfylgjandi línu rit.

Drög að tekjuáætlun fjárlaga 1995.


— Helstu frávik frá frumvarpi. —



    Frumvarp     Fjárlög
Í milljónum króna     1995     1995     Frávik

Tekjuskattar og eignarskattar          22.530     22.750     220
         Einstaklingar          17.570     17.630     60
         Fyrirtæki          4.960     5.120     160

Aðrir skattar          79.418     81.722     2.304
         Innflutnings- og vörugjöld          8.292     8.719     427
         Virðisaukaskattur          40.850     42.200     1.350
         Hagnaður ÁTVR          6.865     6.865     0
         Tryggingagjöld          10.900     10.900     0
         Bifreiðagjöld          8.290     8.725     435
         Aðrir skattar          4.221     4.313     92

Aðrar tekjur          7.465     7.620     155
         Vaxtatekjur          4.500     4.600     100
         Arðgreiðslur o.fl.          2.965     3.020     55

Heildartekjur ríkissjóðs          109.413     112.092     2.679
Skatttekjur ríkissjóðs          101.948     104.472     2.524
Skatttekjur sem % af VLF          23,1     23,2     0,1

    

Fskj. 1.


Þjóðhagsforsendur fyrir árið 1994.


         Endurskoðuð
    Fjárlög     áætlun
    1994     1994     Frávik
I.         Helstu þjóðhagsstærðir — magnbreytingar milli ára, %
         Einkaneysla          -1,6     2,1     3,7
         Samneysla          -1,0     1,1     2,1
         Fjárfesting          -2,6     0,0     2,6

         Þjóðarútgjöld án birgðabreytinga          -1,6     1,5     3,1

         Útflutningur vöru og þjónustu          -3,6     6,6     10,2
         Innflutningur vöru og þjónustu          -2,5     3,3     5,8          
         Almennur vöruinnflutningur án olíu          -4,4     4,1     8,5

         Verg landsframleiðsla          -2,0     2,0     4,0
         Þjóðartekjur          -2,0     2,0     4,0

II.     Launa- og verðlagsforsendur — meðalbreytingar milli ára, %
         Ráðstöfunartekjur á mann          -0,8     2,0     2,8
         Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann          -3,1     0,5     3,6
         Þjóðartekjur á mann          -2,8     1,0     3,8

         Framfærsluvísitala          2,4     1,5     -0,9
         Byggingarvísitala          2,3     2,5     0,2
         Lánskjaravísitala          1,9     1,8     -0,1
         Meðalgengi          3,3     5,4     2,1
         Innflutningsverð í erlendri mynt          2,0     2,0     -
         Verðvísitala samneyslu          1,0     2,1     1,1
         Verðvísitala landsframleiðslu          2,5     2,5     -

         Viðskiptakjör, vörur          0,6     1,6     1,0

         Atvinnuleysi, hlutfall af mannafla          5,0     4,8     -0,2               

III.    Ýmsar forsendur               
         Fjöldi innfluttra bíla          6.080     6.300     220
              Fólksbílar          5.400     5.560     160
              Atvinnubílar          680     740     60

         Sala á bensíni, milljónir lítra          183     182     -1



Fskj. 2.

Þjóðhagsforsendur fyrir árið 1995.


    Frumvarp     Fjárlög
    1995     1995
I.         Helstu þjóðhagsstærðir — magnbreytingar milli ára, %
         Einkaneysla          2,0     2,5
         Samneysla          1,6     2,0
         Fjárfesting          2,2     5,2

         Þjóðarútgjöld án birgðabreytinga          2,0     2,9

         Útflutningur vöru og þjónustu          1,1     0,4
         Innflutningur vöru og þjónustu          2,9     3,7
         Almennur vöruinnflutningur án olíu          3,4     5,0     

         Verg landsframleiðsla          1,4     2,1
         Þjóðartekjur          1,8     3,0

II.     Launa- og verðlagsforsendur — meðalbreytingar milli ára, %
         Ráðstöfunartekjur á mann          2,5     2,8
         Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann          0,5     1,0
         Þjóðartekjur á mann          0,8     2,0

         Framfærsluvísitala          2,0     1,8
         Byggingarvísitala          2,5     2,8
         Lánskjaravísitala          2,5     2,6
         Meðalgengi          0,0     0,4
         Innflutningsverð í erlendri mynt          1,8     1,8
         Verðvísitala samneyslu          2,6     2,6
         Verðvísitala landsframleiðslu          2,5     2,6

         Viðskiptakjör, vörur          1,6     2,3

         Atvinnuleysi, hlutfall af mannafla          4,9     4,6

III. Ýmsar forsendur
         Fjöldi innfluttra bíla          6.500     6.800
              Fólksbílar          5.750     6.000
              Atvinnubílar          750     800
         Sala á bensíni, milljónir lítra          186     185

REPRÓ mynd

Fylgiskjal II.

Álit



um 3. gr. frv. til fjárlaga fyrir árið 1995 og áhrif skattalagabreytinga á tekjur ríkissjóðs.

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Samkvæmt 25. gr. þingskapalaga vísar fjárlaganefnd frumvarpi til lánsfjárlaga og tekjugrein frumvarps til fjárlaga til efnahags- og viðskiptanefndar. Nefndin hefur farið yfir tekjugreinina og er skemmst frá því að segja að þegar afgreiðsla nefndarinnar átti sér stað var yfirferð nefndarinnar á skattafrumvörpum ríkisstjórnarinnar ekki hafin. Þessi staðreynd hlýtur eðli málsins samkvæmt að setja mark sitt á umfjöllunina þar sem ekki liggur endanlega fyrir hvaða áhrif skattalagabreytingarnar hafa á tekjur ríkissjóðs.
    Samkvæmt þeim gögnum, sem nefndin hefur fengið frá fjármálaráðuneytinu, má ætla að áhrif skattalagabreytinganna, sem tengjast yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 10. desem ber 1994, séu óveruleg fyrir ríkissjóð. Þess ber þó að geta að nefndin hefur ekki feng ið í hendur neina áreiðanlega útreikninga á áhrifum skattabreytinga í tengslum við yfir lýsinguna. Nefndinni hefur einungis borist lausleg samantekt þar sem fram kemur að samanlögð niðurstaða þessara ráðstafana fyrir ríkissjóð séu tekjulækkun upp á 200 millj. kr. Í þessu sambandi er þó rétt að íteka að þegar þetta er skrifað situr meiri hluti nefnd arinnar á fundi til þess að reyna að ná samkomulagi um breytingartillögur við skatta lagafrumvarpið þannig að þessi tala kann að breytast.
    Samkvæmt endurskoðaðri tekjuáætlun ríkisins fyrir árið 1994 frá því forsendur fjár laga voru ákveðnar 1. september og endurskoðaðri þjóðhagsspá hefur tekjugrein fjár lagafrumvarpsins hækkað um 2.679 millj. kr. Það er ljóst samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum um breytingar á útgjaldahlið fjárlagafrumvarpsins að búið er að ráðstafa öllum þessum bata og meiru til. Þessa staðreynd er vert að skoða í ljósi yfirlýsingar rík isstjórnarinnar í upphafi þessa kjörtímabils varðandi markmið um að ná niður ríkissjóðs halla. Nú liggur fyrir að þegar betur árar í þjóðfélaginu á ekki að nota batann gagnvart ríkissjóði til þess að ná niður ríkissjóðshalla heldur á að eyða honum öllum fyrir fram samkvæmt þeim spám sem nú liggja fyrir. Minni hlutinn bendir á að spár þessar byggjast á því að sá bati, sem náðist á árinu 1994, haldist, m.a. vegna Smuguveiða og mikillar loðnuveiði, og um verði að ræða áframhaldandi hækkun á fiskmörkuðum erlendis. Því má ekki mikið út af bera til þess að þessar forsendur raskist.
    Þá bendir minni hlutinn á að enn er aukið á hallann með því að nýta ekki þá tekju stofna sem tiltækir eru. Þar má m.a. benda á að samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar er hátekjuskattur lækkaður og tækifæri til þess að breikka eignarskattsstofn með því að taka inn fjármagnseign og/eða taka upp fjármagnsskatt er ekki nýtt. Þá má benda á að nið urfelling sérstaka stóreignaskattsins, „ekknaskattsins“, er órökrétt nema í tengslum við breikkun eignarskattsstofns eða upptöku fjármagnstekjuskatts.
     Þetta ber m.a. að skoða í því ljósi að nú er mikill þrýstingur á hækkun vaxta og von ir standa til að fjárfesting aukist í atvinnulífinu. Við þessar aðstæður væri því afar æski legt að ríkið drægi sig að einhverju leyti út af innlendum lánsfjármarkaði í stað þess að auka á spennuna með auknum fjárlagahalla. Það er skoðun minni hlutans að þetta kunni að hafa veruleg áhrif á þróun vaxta á næstunni.
    Minni hlutinn vill að lokum ítreka að það þjónar takmörkuðum tilgangi að skila áliti sem þessu meðan þau vinnubrögð eru viðhöfð sem nú tíðkast á Alþingi. Þar á minni hlut inn við að nauðsynlegt fylgifrumvarp fjárlaga komi ekki fram fyrr en svo seint að ekki er hægt að viðhafa eðlilegan vinnuferil við framgang mála. Það endurspeglast m.a. í því hvað þetta mál varðar að nefndin skuli þurfa að skila umfjöllun um tekjugreinina áður en umfjöllun um skattalagafrumvörpin er lokið. Það er skoðun minni hlutans að hér verði Alþingi að setja framkvæmdarvaldinu stólinn fyrir dyrnar og gera kröfu um vandaðri vinnubrögð. Haldi þessu áfram vofir því miður stöðugt yfir sú hætta að það eigi sér stað handvömm við setningu flókinna laga. Dæmin sýna að slíkt hefur átt sér stað á umliðn um árum.

Alþingi, 20. des. 1994.



Jóhannes Geir Sigurgeirsson.


Steingrímur J. Sigfússon.


Kristín Ástgeirsdóttir.


Finnur Ingólfsson.