Ferill 229. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 229 . mál.


522. Nefndarálit



um till. til þál. um fullgildingu samnings um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar.

Frá meiri hluta utanríkismálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fékk á sinn fund til viðræðna um efni hennar Róbert T. Árnason, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, Kristin F. Árnason, skrifstofustjóra í utan ríkisráðuneytinu, Stefán H. Jóhannesson sendiráðinaut, Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðarmann landbúnaðarráðherra, og Ólaf Davíðsson, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, sem jafnframt er formaður samstarfsnefndar fimm ráðuneyta sem vinnur að undirbúningi nauðsynlegra laga breytinga vegna aðildar Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni.
    Nefndinni var afhent af ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins yfirlit sem birt eru sem fylgi skjöl I og II þar sem tilgreindar eru helstu lagabreytingar sem nauðsynlegar eru vegna aðildar að Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Þá var nefndinni kynnt yfirlýsing frá fyrrgreindri samstarfs nefnd ráðuneyta vegna fullgildingar samningsins um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, sjá fskj. III. Þá barst nefndinni bréf frá landbúnaðarnefnd Alþingis, sjá fskj. IV. Einnig var lagt fyrir nefndina til upplýsingar bréf frá Peter D. Sutherland, framkvæmdastjóra GATT, til forsæt isráðherra Íslands dags. 22. desember 1994 sem og svarbréf Davíðs Oddssonar dags. 23. desem ber 1994. Í bréfi framkvæmdastjóra GATT segir m.a.:
    „Mér skilst að nú sé unnið að því á Alþingi að veita heimild til fullgildingar og þar kunni hið sama að gilda og á þingum annars staðar að umræður taki mið af pólitískum viðhorfum til inn lendra laga sem nauðsynleg eru til að framkvæma samninginn, jafnvel þótt slík lagasetning sé ekki tæknilega nauðsynleg, áður en til fullgildingar kemur.“
    Nefndin telur að þetta bréf framkvæmdastjórans staðfesti ótvírætt að Alþingi hefur svigrúm og tíma til að vinna að slíkri lagasetningu þrátt fyrir að heimildin til fullgildingar sé veitt.
    Nefndin minnir á mikilvægan fyrirvara í GATT-tilboði Íslands um varnir gegn dýrasjúkdóm um og nauðsyn þess að þeirra sé gætt við framkvæmd samningsins.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar með breytingu sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali. Nefndin telur mikilvægt að Ísland sé eitt af stofnríkjum Alþjóðaviðskiptastofnunar innar.

Alþingi, 28. des. 1994.



    Björn Bjarnason,     Páll Pétursson.     Ólafur Ragnar Grímsson.
    form., frsm.          

    Guðmundur Árni Stefánsson.     Jón Helgason.     Lára Margrét Ragnarsdóttir.

    Árni R. Árnason.     Geir H. Haarde.



Fylgiskjal I.


Helstu atriði lagasetningar um landbúnaðarafurðir


vegna GATT-samninga.


(28. desember 1994.)



    Í tollalög koma eftirfarandi viðaukar:
    Viðauki I:          Tolltaxtar.
    Viðauki IIA:     Tollbindingar á búvörum samkvæmt GATT-tilboði.
    Viðauki III:     Listi yfir vörur samkvæmt ríkjandi markaðsaðgangi.
                                       Listi yfir vörur samkvæmt lágmarksmarkaðsaðgangi.
    Tollskrá landbúnaðarafurða verður mun sundurliðaðri en nú.
    Í lög koma ákvæði sem:
    gefa innflutning frjálsan frá aðildarríkjum GATT eða samkvæmt öðrum milliríkja samningum,
     b.     gefa heimild til að tryggja sveigjanleika í gjaldakerfi,
     c.     veita heimild til að leggja verðjöfnunargjöld á vörur samkvæmt fríverslunarsamn ingum og þeim reglum sem þeir samningar kveða á um,
     d.     ákveða framkvæmd sem lýtur að ákvæðum um lágmarksaðgang og ríkjandi aðgang.
    Meðfylgjandi er listi yfir lög (sjá fskj. III), sem ákveðið er að breyta vegna GATT-samninga. Auk þess er verið að athuga frekari lagabreytingar sem nauðsynlegar kunna að reynast.



Fylgiskjal II.


MINNISBLAÐ


um nauðsynlegar lagabreytingar vegna aðildar


að Alþjóðaviðskiptastofnuninni.


(28. desember 1994.)



    Samkvæmt upplýsingum frá fulltrúum fjármálaráðuneytis, iðnaðarráðuneytis, land búnaðarráðuneytis og viðskiptaráðuneytis, sem sæti eiga í nefnd er fjallar um nauðsyn legar breytingar á gildandi lögum í kjölfar væntanlegrar gildistöku Gatt-Úrúgvæ-sam komulagsins hér á landi, sbr. þingsályktunartillögu þessa efnis, hefur verið ákveðið að leggja til að frumvörp til breytinga á eftirtöldum lögum verði lögð fyrir Alþingi:
     Tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum.
     Lögum um vernd svæðislýsinga smárása í hálfleiðurum, nr. 78/1993, 2. gr.
     Lögum um einkaleyfi, nr. 17/1991, með síðari breytingum, 2. mgr. 75. gr. Frestur til breytinga er veittur í eitt ár frá gildistöku samningsins. Lagt til að beðið verði með breytingar á ákvæðum þessara laga.
     Lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, með síð ari breytingum.
     Lögum um tilbúning og verslun með smjörlíki o.fl., nr. 32/1933. Verða felld nið ur.
     Lögum um innflutningsbann á niðursoðinni mjólk og þurrmjólk, nr. 88/1949. Verða felld niður.
     Lögum um verslunaratvinnu, nr. 41/1968, með síðari breytingum, 1. málsl. 3. mgr. 10. gr.
     Lögum um hlutafélög, nr. 32/1978. Frumvarp hefur þegar verið lagt fram á Alþingi.
     Lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991. Frumvarp er þegar orðið að lögum, nr. 121/1993.
     Lög um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 26/1982. Frumvarp hefur þegar verið lagt fram á Alþingi.




Fylgiskjal III.


Yfirlýsing frá samstarfsnefnd fimm ráðuneyta um


markmið lagabreytinga vegna fullgildingar samnings


um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar.


(21. desember 1994.)



    Markmiðið með þeirri breytingu á tollalögum, sem gerð verður vegna WTO-samn ingsins, er að tollar og fyrirkomulag þeirra verði ákveðið þannig að stýra megi innflutn ingi með tilliti til innlendrar landbúnaðarstefnu og veita megi innlendri framleiðslu þá vernd sem henni er óumdeilanlega nauðsynleg til þess að geta lagað sig að breyttum að stæðum. Með því yrði jafnframt tryggt að ekki yrði raskað þeim forsendum sem búvöru samningurinn byggist á.
    Í því tollakerfi, sem komið verður á, verður gert ráð fyrir að stjórnvöld geti með breyt ingum á tollum dregið úr eða takmarkað innflutning á búvörum ef hann samræmist ekki eða stefnir í tvísýnu árangri þeirrar landbúnaðarstefnu sem fylgt er hér á landi, þar á með al framkvæmd búvörusamningsins. Á sama hátt verði gert ráð fyrir að með lækkun tolla verði unnt að tryggja innflutning á búvörum að því marki sem innlend framleiðsla nær ekki að uppfylla eftirspurn með eðlilegum hætti.
    Í því stjórnkerfi, sem að framan greinir, verði landbúnaðarráðuneytinu tryggt forræði og efnislegar ákvarðanir um mál sem snerta landbúnað og stefnu í landbúnaðarmálum.



Fylgiskjal IV.

Bréf landbúnaðarnefndar.


(28. desember 1994.)



    Landbúnaðarnefnd Alþingis fjallaði á fundi sínum í dag um tillögu til þingsályktun ar um fullgildingu samnings um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar (229. mál) og breyt ingartillögu utanríkismálanefndar við þá tillögu. Nefndin leggur áherslu á að afgreiðslu tillögunnar verði hraðað svo að Ísland geti orðið í hópi þeirra þjóða sem fullgilt hafa samninginn þegar stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar fer fram.
    Gatt-samningurinn kemur til með að hafa víðtæk áhrif á íslenskan landbúnað í fram tíðinni. Hyggja ber sérstaklega að því að landbúnaðurinn fái ráðrúm til að aðlagast þeim breytingum, annað mundi leiða til ófarnaðar. Jafnframt er vakin athygli á að í Gatt-samningnum felast sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað sem mikilvægt er fyrir Íslend inga að leggja rækt við. Nefndin telur að með þeim áherslum sem fram koma í breyt ingartillögu utanríkismálanefndar, sérstaklega þar sem kveðið er á um forræði landbún aðarráðherra, sé gengið til fulls á móts við framangreind sjónarmið. Landbúnaðarnefnd gerir því ekki tillögur til breytinga.

Egill Jónsson, formaður.


Gísli S. Einarsson.


Kristín Ástgeirsdóttir, með fyrirvara.


Jóhannes Geir Sigurgeirsson.


Ragnar Arnalds.


Eggert Haukdal.


Guðni Ágústsson.