Ferill 437. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 437 . mál.


733. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994–95.)



I. KAFLI

Breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt,

með síðari breytingum.

1. gr.

    Við 1. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Reki vinnuveit andi hópferðabifreið til að flytja starfsmenn sína til og frá vinnu teljast hlunnindi starfsmanna af slíkum ferðum þó ekki til skattskyldra tekna.

2. gr.

    Við A-lið 1. mgr. 30. gr. laganna bætist nýr töluliður er orðast svo: Iðgjöld launþega sem greidd hafa verið til lífeyrissjóða sem starfa samkvæmt lögum eða hlotið hafa staðfestingu fjár málaráðuneytisins skv. 2. gr. laga nr. 55/1980, að hámarki 4% af heildarlaunum.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
     a .     Við 4. tölul. bætist ný málsgrein, 2. mgr., er orðast svo:
                  Sannanlega tapað hlutafé í félögum sem orðið hafa gjaldþrota. Sama gildir um hlutafé sem tapast hefur vegna þess að það hefur verið fært niður í kjölfar nauðasamninga samkvæmt lögum nr. 21/1991.
     b .     Við greinina bætist nýr töluliður er orðast svo: Iðgjöld manna sem vinna við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi sem greidd hafa verið til lífeyrissjóða sem starfa sam kvæmt lögum eða hlotið hafa staðfestingu fjármálaráðuneytisins skv. 2. gr. laga nr. 55/1980, að hámarki 4% af fjárhæð skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr., sbr. 59. gr.

4. gr.

    Ákvæði 1. gr. og a-liðar 3. gr. öðlast gildi frá og með 1. janúar 1995 og koma til fram kvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 1996 vegna tekna og gjalda á árinu 1995 og eigna í lok þess árs.
    Ákvæði 2. gr. og b-liðar 3. gr. öðlast gildi frá og með 1. júlí 1997 og tekur til iðgjalda sem greidd hafa verið vegna launatímabila frá og með þeim tíma.
    Þegar lög þessi hafa hlotið staðfestingu er heimilt að fella meginmál þeirra breytinga sem gerðar eru á lögum um tekjuskatt og eignarskatt inn í lög nr. 75 14. september 1981, um tekju skatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og gefa þau út svo breytt.

5. gr.

    Við lögin bætast tvö ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:

I.


     a.     Vegna launatímabila frá 1. apríl 1995 til og með 31. desember 1995 er heimilt að draga frá tekjum manna skv. II. kafla laga þessara iðgjöld launþega sem greidd hafa verið til lífeyrissjóða sem starfa samkvæmt lögum eða hlotið hafa staðfestingu fjár málaráðuneytisins skv. 2. gr. laga nr. 55/1980, að hámarki 2% af heildarlaunum. Frádráttur samkvæmt þessum staflið kemur til framkvæmda við álagningu á árinu 1996.
     b.     Vegna launatímabila frá 1. janúar 1996 til og með 30. júní 1996 er heimilt að draga frá tekjum manna skv. II. kafla laga þessara iðgjöld launþega sem greidd hafa ver ið til lífeyrissjóða sem starfa samkvæmt lögum eða hlotið hafa staðfestingu fjár málaráðuneytisins skv. 2. gr. laga nr. 55/1980, að hámarki 2% af heildarlaunum. Vegna launatímabila frá 1. júlí 1996 til og með 31. desember 1996 skal hámark frá dráttarins vera 3% af heildarlaunum. Frádráttur samkvæmt þessum staflið kemur til framkvæmda við álagningu á árinu 1997.
     c.     Vegna launatímabila frá 1. júlí 1996 til og með 30. júní 1997 er heimilt að draga frá tekjum manna skv. II. kafla laga þessara iðgjöld launþega sem greidd hafa verið til lífeyrissjóða sem starfa samkvæmt lögum eða hlotið hafa staðfestingu fjármálaráðu neytisins skv. 2. gr. laga nr. 55/1980, að hámarki 3% af heildarlaunum. Frádráttur samkvæmt þessum staflið kemur til framkvæmda við álagningu á árinu 1998.

II.


    Vegna launatímabila frá 1. apríl 1995 til og með 31. desember 1996 er heimilt að draga frá tekjum manna sem vinna við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi greidd iðgjöld til lífeyrissjóða sem starfa samkvæmt lögum eða hlotið hafa staðfestingu fjármálaráðuneytisins skv. 2. gr. laga nr. 55/1980, að hámarki 2% af fjárhæð skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr., sbr. 59. gr. Frádráttur samkvæmt þessum staflið kemur til fram kvæmda við álagningu á árinu 1996.
    Vegna launatímabila frá og með 1. janúar 1996 til og með 30. júní 1996 skal hámark ið vera 2% af fjárhæð skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr., sbr. 59. gr., en 3% vegna launatímabila frá 1. júlí 1996 til og með 31. desember 1996. Frádráttur samkvæmt þess um staflið kemur til framkvæmda við álagningu á árinu 1997.
    Vegna launatímabila frá 1. janúar 1997 til og með 30. júní 1997 skal hámarkið vera 3% af fjárhæð skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr., sbr. 59. gr. Frádráttur samkvæmt þess um staflið kemur til framkvæmda við álagningu á árinu 1998.

II. KAFLI

Breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda,

með síðari breytingum.

6. gr.

    Í stað orðanna og „2. og 3. tölul.“ í 1. málsl. A-liðar 2. gr. laganna kemur: 2.–5. tölul.

7. gr.

    Ákvæði kafla þessa öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við staðgreiðslu op inberra gjalda frá og með 1. júlí 1997 vegna launatímabila frá og með þeim tíma.

8. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Við ákvörðun staðgreiðslu opinberra gjalda á tímabilinu 1. apríl 1995 til og með 30. júní 1997 skal taka tillit til frádráttar samkvæmt lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, vegna greiddra iðgjalda til lífeyrissjóða.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eign arskatt, með síðari breytingum, og lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum. Þessar breytingar byggja á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 20. febrúar 1995 í tengslum við kjarasamninga lands- og svæðasambanda innan ASÍ og vinnuveitenda.
    Á lögum um tekjuskatt og eignarskatt eru lagðar til þrjár breytingar. Í fyrsta lagi er lagt til að flutningur vinnuveitanda á starfsmönnum til og frá vinnu, sem fram fer í hópferðabifreiðum, skuli eigi teljast til skattskyldra tekna hjá viðkomandi starfsmönn um. Tekjutap ríkissjóðs af þessari breytingu er talið óverulegt.
    Í öðru lagi er lagt til að launþegum verði heimilt að draga frá tekjuskattsstofni ið gjöld sem þeir greiða í lífeyrissjóði sem starfa samkvæmt lögum eða hlotið hafa stað festingu fjármálaráðuneytisins samkvæmt lögum nr. 55/1980. Þessi frádráttur er að há marki 4% af heildarlaunum og er gert ráð fyrir að breytingin taki gildi í þremur áföng um. Lagt er til að fyrsti áfangi komi til framkvæmda 1. apríl 1995 (2 af 4%), næsti frá og með 1. júlí 1996 (3 af 4%) og sá síðasti frá og með 1. júlí 1997. Talið er að þessi ráðstöfun kosti ríki og sveitarfélög nálægt 2,2 milljörðum króna þegar hún er að fullu komin til framkvæmda að öðru óbreyttu. Þar af koma um 800 m.kr. fram á yfirstand andi ári. Hins vegar er rétt að benda á að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Hér er um mjög víðtæka breytingu að ræða sem hefur í för með sér verulegt tekjutap fyrir rík issjóð og sveitarfélögin. Þessu verður að mæta með auknum tekjum og /eða niðurskurði útgjalda.“
    Að lokum er svo lagt til að rekstraraðilum verði heimilt að færa til gjalda í rekstri sín um hlutafé sem tapast hefur vegna gjaldþrots eða nauðasamninga. Ekki liggja fyrir hald bærar upplýsingar um hversu háar fjárhæðir hér kunna að vera á ferðinni og því afar erfitt að meta með einhverri nákvæmni áhrifin á tekjur ríkissjóðs.
    Sú breyting sem lögð er til á lögunum um staðgreiðslu opinberra gjalda felst í því að láta frádrátt vegna iðgjaldagreiðslna launþega koma þegar til framkvæmda við stað greiðslu opinberra gjalda.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Lagt er til að 7. gr. laganna verði breytt á þann veg að endurgjaldslausar ferðir starfs manna á vegum vinnuveitanda teljist eigi til skattskyldra hlunninda. Ákvæðið nær að eins til ferða í hópferðabifreiðum sem vinnuveitandi rekur. Bæði er átt við þau tilvik þegar hópferðabifreið er í eigu vinnuveitanda og þegar vinnuveitandi gerir samning við þriðja mann um ferðir af þessu tagi. Ákvæðið nær hins vegar ekki til þeirra tilvika þar sem vinnuveitandi greiðir niður fyrir starfsmann að hluta eða öllu leyti ferðir til og frá vinnustað með almenningsvögnum eða áætlanabifreiðum. Með hópferðabifreið er hér átt við bifreið eins og hún er skilgreind í lögum um vörugjald af ökutækjum, þ.e. ökutæki sem tekur tíu eða fleiri í sæti auk ökumanns.

Um 2. gr.


    Lagt er til að mönnum verði heimilt að draga frá tekjum sínum iðgjöld sem greidd eru til lífeyrissjóða sem starfa samkvæmt lögum eða hlotið hafa staðfestingu fjármálaráðu neytisins samkvæmt lögum nr. 55/1980. Breyting þessi tekur gildi í áföngum, sbr. ákvæði til bráðabirgða í 5. gr. frumvarps þessa.

Um 3. gr.


    Lagðar eru til tvær breytingar á 31. gr. laganna sem fjallar um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri. Annars vegar er lagt til að 4. tölul. verði breytt á þann veg að rekstrarað ilum verði heimilt að færa til gjalda hlutafé sem tapast hefur vegna gjaldþrots eða nauða samninga. Gert er ráð fyrir í ákvæðinu að hið tapaða hlutafé verði fært niður í beinu framhaldi af því að það tapast. Hins vegar er lagt til að einstaklingar í atvinnurekstri megi færa til frádráttar iðgjöld sem þeir greiða til lífeyrissjóða sem starfa samkvæmt lögum eða hlotið hafa staðfestingu fjármálaráðuneytisins skv. 2. gr. laga nr. 55/1980. Er hér um að ræða samsvarandi ákvæði og lagt er til að sett verði í 30. gr. laganna, sbr. 2. gr. frum varpsins. Lagt er til að sett verði ákveðið þak á frádráttinn þannig að hann geti mestur orðið 4% af reiknuðu endurgjaldi skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr., sbr. 59. gr. lag anna. Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að frádráttur þessi komi til framkvæmda í áföng um með sama hætti og frádráttur launþeganna, sbr. nánar ákvæði til bráðabirgða II í 5. gr. frumvarpsins.

Um 4. gr.


    Ákvæði um gildistöku.

Um 5. gr.


    Í þessu ákvæði eru tvö bráðabirgðaákvæði þar sem kveðið er á um að frádráttur vegna iðgjalda til lífeyrissjóða verði tekinn upp í áföngum. Fyrra ákvæðið snýr að launþeg um en hið síðara að einstaklingum í atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi.

Um 6.–8. gr.


    Hér er lögð til breyting á lögunum um staðgreiðslu opinberra gjalda sem felst í því að frádráttur vegna lífeyrisiðgjalda komi til framkvæmda frá og með launatímabilum eftir 1. apríl 1995.