Ferill 332. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 332 . mál.


736. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um skipulag á fólksflutningum með langferðabifreiðum, nr. 53/1987, með síðari breytingum.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Helga Jóhannesson, lögfræðing í sam gönguráðuneyti.
    Með hliðsjón af afgreiðslu nefndarinnar á frumvarpi til laga um leigubifreiðar (329. mál) leggur nefndin til að frumvarp þetta verði samþykkt með svofelldum

BREYTINGUM:



     1 .     Við 1. gr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Þó er heimilt að framlengja atvinnuleyfi til eins árs í senn allt til 75 ára aldurs leyfishafa ef hann telst hæfur á grundvelli hæfnisprófs og læknisskoðunar eftir því sem nánar er ákveðið í reglugerð.
     2 .     Við 2. gr. Við 2. málsl. efnismgr. bætist: nema þeir fái undanþágu á grundvelli 2. málsl. 5. mgr. 1. gr.

Alþingi, 21. febr. 1995.



    Pálmi Jónsson,     Petrína Baldursdóttir,     Guðni Ágústsson.
    form., frsm.     með fyrirvara.     

    Árni Johnsen.     Stefán Guðmundsson.     Jóhann Ársælsson.

    Egill Jónsson.     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.     Sturla Böðvarsson.