Ferill 264. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 264 . mál.


772. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 13/1992, um rétt til veiða í efnahagslögsögu Íslands.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk hún á sinn fund Árna Kolbeinsson, ráðuneytisstjóra sjávarútvegsráðuneytis, og Kristján Ragnarsson, formann Landssambands íslenskra útvegs manna. Þá var stuðst við umsagnir er bárust um frumvarp til laga um rétt til veiða í efnahagslög sögu Íslands, 135. mál á þskj. 144, sem rætt var í nefndinni á 115. löggjafarþingi.
    Meiri hluti nefndarinnar telur rétt að frumvarpið verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:



    1. gr. orðist svo:
    2. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
    Sjávarútvegsráðherra er þó heimilt að takmarka heimildir skv. 1. mgr. þegar um er að ræða veiðar úr nytjastofnum sem veiðast bæði innan og utan íslenskrar efnahagslögsögu hafi íslensk stjórnvöld ekki gert samning um nýtingu viðkomandi stofns við stjórnvöld hlutaðeigandi ríkis og ágreiningur er um stjórnun á nýtingu stofnsins.

Alþingi, 22. febr. 1995.



    Matthías Bjarnason,     Árni R. Árnason.     Guðmundur Hallvarðsson.
    form., frsm.          

    Vilhjálmur Egilsson.     Gunnlaugur Stefánsson.