Ferill 335. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 335 . mál.


803. Breytingartillögur



við frv. til l. um samræmda neyðarsímsvörun.

Frá allsherjarnefnd.



     1 .     Við 1. gr. Í stað orðanna „og um sjúkraflutninga“ í fyrri málslið komi: og sjúkraflutningaliðs.
     2 .     Við 3. gr. Eftirfarandi breytingar verði á fyrri málsgrein:
                   a .     Orðin „eða stofnun hlutafélags um hann“ í 2. málsl. falli brott.
                   b .     3. málsl. falli brott.
     3 .     Við 4. gr. Eftirfarandi breytingar verði á fyrri málsgrein:
                   a .     Á undan orðinu „sveitarfélögunum“ í fyrri málslið komi: hálfu af.
                   b .     Síðari málsliður orðist svo: Hlutur sveitarfélaganna skal innheimtur hjá hverju sveitarfélagi um sig í samræmi við íbúatölu.
     4 .     Við 6. gr. Í stað orðanna „er heimilt að“ í fyrri málslið komi: skal.
     5 .     Við 7. gr. Við greinina bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Starfsmenn vaktstöðvar skulu hafa hlotið menntun, þjálfun og starfsreynslu á vegum þeirra aðila er neyðarþjónustu sinna.
     6 .     Við 9. gr. Greinin falli brott.
     7 .     Við 10. gr. Við greinina bætist ný málsgrein, 1. mgr., er orðist svo:
                  Þeir sem leita eftir aðstoð með tilkynningu til vaktstöðvar skulu, svo sem kostur er, gefa greinargóðar upplýsingar um atburð og það ástand sem er tilefni beiðni.