Ferill 295. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 295 . mál.


871. Nefndarálit



um till. til þál. um endurskoðun laga um tjáningarfrelsi.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og er sammála um að verði frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breyting á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum, 297. mál, samþykkt sem breyting á stjórnarskránni sé eðlilegt að ríkisstjórnin láti semja nýja löggjöf um tjáningarfrelsi á grundvelli ákvæða hinnar nýju stjórnarskrár. Með vísan til þessa er lagt til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 24. febr. 1995.



Björn Bjarnason,

Ingi Björn Albertsson.

Ólafur Þ. Þórðarson.


frsm.



Anna Ólafsdóttir Björnsson.

Tómas Ingi Olrich.

Svavar Gestsson.



Ey. Kon. Jónsson.