Ferill 260. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 260 . mál.


881. Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Svavars Gestssonar um verndaða vinnustaði.

    Verndaðir vinnustaðir starfa samkvæmt lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra. Í lögunum er ekki lengur gert ráð fyrir skyldum hins opinbera að koma á fót vernduðum vinnustöðum held ur er einungis um heimildarákvæði að ræða í 30. gr. laganna. Þannig hefur verið dregið úr vægi verndaðra vinnustaða, en þess í stað lögð meiri áhersla á möguleika fatlaðra til atvinnu á al mennum vinnumarkaði með stuðningi. Er þetta í samræmi við þá áherslu laganna að virkja fatl aða til fullrar þátttöku í samfélaginu og að þeir njóti jafnréttis við aðra þjóðfélagsþegna.
    Í 30. gr. laga um málefni fatlaðra segir að verndaðir vinnustaðir skuli annars vegar veita fötl uðum launaða starfsþjálfun svo að þeir geti starfað á frjálsum vinnumarkaði. Hins vegar skulu þeir veita fötluðum launuð föst störf. Á mörgum vernduðum vinnustöðum eru mörkin óljós varðandi hæfingu og vinnu.
    Í lögunum eru engin ákvæði um launakjör fatlaðra né félagsleg réttindi þeirra á vernduðum vinnustöðum.
    Ekki hefur verið gefin út reglugerð um verndaða vinnustaði á grundvelli þessara laga. Hins vegar var gefin út reglugerð um verndaða vinnustaði nr. 329/1983 á grundvelli eldri laga þar sem skilgreint er hlutverk verndaðra vinnustaða og nánari útfærsla á starfsemi þeirra. Hefur ver ið stuðst við reglugerðina með tilliti til skilgreiningar.

     1 .     Hve margir verndaðir vinnustaðir eru starfræktir hér á landi samkvæmt skráningu félagsmálaráðuneytisins?
    Samkvæmt skráningu ráðuneytisins eru verndaðir vinnustaðir alls 15 í landinu á sex þjón ustusvæðum af átta. Undanskilin eru Vestfjarðasvæðið og Norðurlandssvæði vestra, en þar hef ur ekki verið lögð áhersla á að koma á fót vernduðum vinnustöðum.
    Af þessum 15 vinnustöðum eru 8 starfræktir af opinberum aðilum, aðrir eru stofnaðir af fé lagasamtökum fatlaðra og reknir á þeirra vegum, flestir með styrk frá ríkinu.

     2 .     Hve margir starfa á þessum vinnustöðum samtals og á hverjum vinnustað fyrir sig?
    Samkvæmt könnun sem var gefin út af Sambandi verndaðra vinnustaða árið 1992, um vernd aða vinnustaði á Íslandi, var fjöldi fatlaðra 364 sem störfuðu á vernduðum vinnustöðum í alls 293,5 stöðugildum. Meðaltalsfjöldi á hverjum vinnustað var 22,7 manns.
    Samkvæmt könnun, sem ráðuneytið gerði í febrúar 1995, voru alls 404 fatlaðir á vernduðum vinnustöðum í 283 stöðugildum. Þeir skiptast þannig á eftirtalda vinnustaði:

    Stöðugildi     Fjöldi
    fatlaðra     fatlaðra

Arnarholt          8     9
Ás                         29     46
Bjarg               9     18
Blindravinnustofan          26     26
Bergiðjan          14     28
Heimaey          8     16
Iðjulundur          35     45
Múlalundur          55     60
Reykjalundur          17     22
Stólpi               6     12
Vinnustofa Vesturlands          10     20
Vinnustofan Selfossi          20     23
Vinnustofan Hólaberg          8     10
Vinnustofa ÖBI          23     38
Örvi Kópavogi          15     31
         Samtals          283     404

    Hér eru ekki meðtaldar hæfingarstöðvar og dagvistarstofnanir né heldur vinnustofur sólarhringsstofnana þar sem þær flokkast ekki undir skilgreiningu á vernduðum vinnu stöðum.

     3.     Hver eru launakjör þess fólks sem starfar á vernduðum vinnustöðum? Hvernig eru þau launakjör ákveðin?
    Laun fatlaðra starfsmanna eru ákvörðuð af stjórnum eða stjórnendum verndaðra vinnu staða og eru mjög breytileg eftir vinnustöðum. Hver vinnustaður hefur sína reglu við ákvörðun launa og er hún háð mati yfirmanns eða stjórnar á hverjum stað. Sums staðar eru greidd laun sem miðast við launataxta Iðju eða launataxta fiskvinnslufólks.
    Annars staðar eru laun ákveðin eftir afköstum og getu hvers og eins. Einstaka vinnu staðir hafa matskerfi sem er greitt eftir og á enn öðrum er greidd ákveðin upphæð fyr ir hvern tíma sem unninn er.
    Verndaðir vinnustaðir eru afar ólíkir innbyrðis vegna mismunandi fatlana starfsmanna og framleiðslugeta og markaðssetning er mjög mismunandi. Varðandi þessa spurningu er rétt að taka fram að langflestir fatlaðir sem starfa á vernduðum vinnustöðum eru metn ir 75% öryrkjar og njóta örorkulífeyris og tekjutryggingar frá Tryggingastofnun ríkis ins. Samanlagðar tryggingabætur eru um 53.360 kr. á mánuði. Örorkulífeyrisþegar með fulla tekjutryggingu og heimilisuppbót mega hafa 18 þús. kr. á mánuði án þess að tekju trygging skerðist. Enda þótt margir vinnustaðanna greiði hærri mánaðarlaun fyrir fullt starf er mjög algengt að fatlaðir starfsmenn séu aðeins í hlutastarfi vegna fötlunarinnar þannig að launagreiðslur skerða þá lítt eða ekki tekjutryggingu heldur halda fatlaðir full um bótum frá Tryggingastofnun ríkisins með starfi á vernduðum vinnustað.

     4.     Hver er lífeyrisréttur þess fólks sem starfar á vernduðum vinnustöðum? Hvernig er sá réttur ákveðinn?
    Félagsleg réttindi fatlaðra starfsmanna eru mismunandi eftir vinnustöðum og eins geta þau verið mismunandi innan sama vinnustaðar.
    Samkvæmt könnun Sambands verndaðra vinnustaða, sem fyrr er vitnað til, kemur fram að fatlaðir starfsmenn á fimm vinnustöðum greiða í lífeyrissjóði og njóta réttinda þeirra. Svipað er að segja um aðild að stéttarfélagi. Starfsmenn sex vinnustaða eiga aðild að stéttarfélögum, en aðrir ekki. Skýringar sem fram koma í könnuninni eru m.a. þær að verkalýðsfélög hafi hafnað aðild fatlaðra í stéttarfélög. Langflestir vinnustaðir greiða or lofslaun og veikindadaga. Hliðstæð niðurstaða kemur í ljós við könnun ráðuneytis í febr úar 1995.

     5.     Hefur ráðuneytið áform um breytingar á réttarstöðu starfsfólks á vernduðum vinnu stöðum og ef svo er, hver eru þau áform?
    Atvinnumál fatlaðra hafa verið til skoðunar hjá nefnd á vegum ráðuneytisins sem tók til starfa í nóvember 1992. Nefndin hefur ekki lokið störfum en sent frá sér tvær áfanga skýrslur þar sem koma fram ýmsar hugmyndir um aðgerðir í atvinnumálum fatlaðra. Nefndin vinnur að gerð tillagna á grundvelli þessara áfangaskýrslna. Meðal tillagna sem nefndin hefur sett fram er að skipuð verði samninganefnd sem semji um laun, réttindi og skyldur fatlaðra starfsmanna í verndaði vinnu. Gert er ráð fyrir að í samninganefndinni eigi sæti fulltrúar frá félagsmálaráðuneyti, fjármálaráðuneyti, hagsmunasamtökum fatl aðra og aðilum vinnumarkaðarins.
    Þegar endanlegar tillögur liggja fyrir frá nefndinni mun ráðuneytið taka ákvörðun um framtíðaráform í atvinnumálum fatlaðra og þar á meðal réttarstöðu starfsfólks á vernd uðum vinnustöðum.