Ferill 3. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 3 . mál.


47. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 63/1969, um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf, með síð ari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Indriða H. Þorláksson og Jón Guð mundsson frá fjármálaráðuneyti, Jóhann Rúnar Björgvinsson frá Þjóðhagsstofnun, Baldvin Hafsteinsson, Júlíus P. Guðjónsson og Birgi R. Jónsson frá Félagi íslenskra stórkaupmanna, Jónas Fr. Jónsson frá Verslunarráði, Jón Steindór Valdimarsson frá Samtökum iðnaðarins, Ernu Hauksdóttur og Jónas Hvannberg frá Sambandi veitinga- og gistihúsa, Ingibjörgu Guð mundsdóttur frá Landssambandi íslenskra verslunarmanna, Sigríði Kristinsdóttur frá BSRB, Kristján Helgason og Ívar J. Arndal, starfsmenn hjá ÁTVR, Höskuld Jónsson, forstjóra ÁTVR, Guðna Björnsson, Elísu Wiium og Valdimar Jóhannesson frá Vímulausri æsku, Þórarin Tyrf ingsson frá SÁÁ, Hörð Zóphaníasson, Ólaf Hauk Árnason, Jóhannes Bergsveinsson og Helga Seljan frá áfengisvarnaráði, Þórð Skúlason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Georg Ólafs son, forstjóra Samkeppnisstofnunar og Snorra Olsen ríkisskattstjóra. Þá bárust nefndinni um sagnir um málin frá ÁTVR, áfengisvarnaráði, Kaupmannasamtökum Íslands, Samtökum iðn aðarins, Landssamtökunum Heimili og skóli, Starfsmannafélagi ríkisstofnana, BSRB, ríkis skattstjóra, Verslunarráði Íslands, Starfsmannafélagi ÁTVR og frá samtökunum Vímulausri æsku og Stöðvum unglingadrykkju. Einnig fékk nefndin umsögn um málið frá meiri og minni hluta heilbrigðis- og trygginganefndar og eru þær birtar sem fylgiskjal með áliti þessu.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að nokkrar breytingar verði gerðar á frumvarpinu og er gerð tillaga um þær á sérstöku þingskjali. Breytingarnar fela í sér:
     1.     Kveðið er skýrt á um að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins geti keypt áfengi af innlendum aðilum, öðrum en framleiðendum.
     2.     Orðalag 2. gr. laga um verslun með áfengi og tóbak er lagað að þeim breytingum sem allsherjarnefnd leggur til að verði gerðar á 11. gr. áfengislaga og sérstaklega tekið fram hverjum má veita leyfi til heildsölu á áfengi. Þá er fjármálaráðherra jafnframt veitt heim ild til að setja reglugerð þar sem fram koma skilyrði fyrir þessum leyfum, ákvæði um gildistíma þeirra og afturköllun. Í þeirri reglugerð skal kveðið á um auðkenni á áfengi sem látið er af hendi. Með því er unnt að setja leyfishöfum skilyrði um auðkenni á vöru sinni, en slík auðkenni eru talin nauðsynleg vegna eftirlits með áfengi í landinu.
     3.     Tryggt er að verð á hverri einstakri tegund áfengis sem Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur til sölu sé það sama í öllum útsölum ÁTVR sem bjóða þá tegund til sölu.
     4.     Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins verði skipt upp í tvær deildir sem séu aðgreindar rekstrarlega og fjárhagslega. Önnur deildin sjái um smásöluna en hin annist innflutning og heildsölu.
     5.     Loks er lagt til að nafni laganna verði breytt til samræmis við efni þeirra.

Alþingi, 7. júní 1995.



    Vilhjálmur Egilsson,     Gunnlaugur M. Sigmundsson.     Jón Baldvin Hannibalsson.
    form., frsm.          

    Sólveig Pétursdóttir.     Pétur H. Blöndal.     Siv Friðleifsdóttir.

Einar Oddur Kristjánsson.





Fylgiskjal.


Umsagnir heilbrigðis- og trygginganefndar.


(7. júní 1995.)


    Heilbrigðis- og trygginganefnd hefur, sbr. bréf efnahags- og viðskiptanefndar frá 24. maí sl., fjallað um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 63/1969, um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf, með síðari breytingum, og frumvarp til laga um gjald af áfengi.
    Við umfjöllun um málið fékk nefndin á sinn fund Höskuld Jónsson, forstjóra ÁTVR, Sig ríði Kristinsdóttur, formann Starfsmannafélags ríkisstofnana, Unni Halldórsdóttur frá For eldrasamtökunum Heimili og skóla, Elísu Wiium og Árna Einarsson frá Vímulausri æsku, Valdimar Jóhannesson frá átakinu Stöðvum unglingadrykkju, Helga Seljan frá Landssambandi gegn áfengisbölinu, Jóhannes Bergsveinsson og Ólaf Hauk Árnason frá áfengisvarnaráði, Matthías Halldórsson aðstoðarlandlækni, Þórarin Tyrfingsson frá SÁÁ, Indriða H. Þorláksson, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, og Dögg Pálsdóttur, skrifstofustjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.
    Að áliti meiri hluta nefndarinnar standa Lára Margrét Ragnarsdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Sólveig Pétursdóttir, Guðni Ágústsson og Sigríður A. Þórðardóttir.

Umsögn meiri hluta heilbrigðis- og trygginganefndar.


    Um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 63/1969, um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf, með síðari breytingum.
    Meiri hluti nefndarinnar er þeirrar skoðunar að þó að einkaréttur ríkisins til innflutnings og heildsölu á áfengi verði afnuminn hafi það almennt ekki í för með sér aukna hættu á heilsutjóni landsmanna af völdum áfengisneyslu. Samkvæmt frumvarpinu er aðeins tilteknum aðilum heimilt að endurselja áfengi, sem flutt er til landsins, til neytenda. Þykja því ekki rök til að álykta að almenningur muni eiga greiðari aðgang að áfengi en áður vegna umræddrar lagabreytingar. Þó telur meiri hluti nefndarinnar ástæðu til að leggja það til við efnahags- og viðskiptanefnd að eftirtöldum ákvæðum frumvarpsins verði breytt.

Breytingar á 2. gr. frumvarpsins.
    C -liður: 3. mgr. 2. gr. laganna orðist svo:
    Fjármálaráðherra veitir leyfi til innflutnings og heildsölu á áfengi, svo og til framleiðslu áfengra drykkja, enda sé slík framleiðsla, sala eða innflutningur ætluð til sölu samkvæmt ákvæðum áfengislaga. Leyfi til heildsölu á áfengi má veita innflytjanda áfengis, svo og öðrum þeim sem hyggjast endurselja áfengi frá framleiðanda eða innflytjanda.

    D-liður: 4. mgr. 2. gr. laganna orðist svo:
    Ráðherra setur með reglugerð nánari reglur um veitingu leyfis skv. 3. mgr. Skal þar m.a. kveðið á um skilyrði fyrir leyfisveitingu, gildistíma leyfis, afturköllun þess, um auðkenni á áfengi sem látið er af hendi og um eftirlit með starfsemi leyfishafa.

    Í samræmi við tillögur þær, sem gerðar eru til allsherjarnefndar um breytingar á 11. gr. áfengislaga, er hér hnykkt á orðalagi í 2. gr. laganna um verslun ríkisins með áfengi og tóbak. Jafnframt er fjármálaráðherra veitt heimild til að setja reglugerð þar sem fram koma skilyrði fyrir þessum leyfum, ákvæði um gildistíma þeirra og afturköllun. Í reglugerð skal kveðið á um auðkenni á áfengi sem látið er af hendi. Með því er unnt að setja leyfishöfum skilyrði um auð kenni á vöru sinni, en slík auðkenni eru talin nauðsynleg vegna eftirlits með áfengi í landinu.

     Um frumvarp til laga um gjald af áfengi.
    Með frumvarpinu er lagt til að tekið verði upp nýtt gjald er leggja skal á allt áfengi. Gjald inu er ætlað að koma í stað vínandagjalds af áfengi og er eins og það föst krónutala á hreinan vínanda í áfengi umfram tiltekið mark. Kemur breyting þessi í kjölfar afnáms á einkaleyfi ÁTVR til innflutnings á áfengi. Ekki verður séð að þessi breyting leiði til breytinga á áfengis verði, sbr. frumvarp, greinargerð og kostnaðarmat.

Umsögn Össurar Skarphéðinssonar.


    Erindi nefndarinnar til heilbrigðis- og trygginganefndar var að leggja mat á hvaða afleið ingar þær breytingar, sem lagðar eru til í frumvarpinu, kynnu að hafa á áfengisneyslu og þar með heilbrigði landsmanna.
    Fulltrúar allra samtaka nema SÁÁ voru eindregið þeirrar skoðunar að breytingarnar, sem felast í frumvarpinu, mundu stuðla að því að „duldar“ áfengisauglýsingar ykjust og það, ásamt auknum fjölda söluaðila, leiddi til meiri neyslu á áfengi.
    Fulltrúi SÁÁ taldi hins vegar ekki að samþykkt frumvarpsins hefði aukna áfengisneyslu í för með sér.
    Fulltrúi STR benti sérstaklega á að eftir breytingarnar yrði mun erfiðara að bregðast við ef upp kæmi að mengað áfengi væri í umferð þar sem erfiðara yrði að rekja það og stöðva sölu en meðan innflutningur áfengis var á einni hendi.
    Fulltrúar allra samtaka, sem komu á fund nefndarinnar — nema SÁÁ — létu í ljós ótta við að breytingarnar gætu leitt til þess að í hóp innflytjenda kæmust óæskilegir einstaklingar er ekki mundu skirrast við að fara á svig við lög til að auka umsvif sín í áfengissölu. Þetta töldu þau m.a. líklegt að yki framboð á áfengi til neytenda utan hefðbundins verslunartíma og jafn framt til barna og unglinga.
    Eftirfarandi upplýsingar komu þó einnig fram: (1) Fulltrúar allra félagasamtaka, sem komu á fund nefndarinnar, voru sammála um að ótrúlega auðvelt væri fyrir unglinga að verða sér úti um áfengi með ólögmætum hætti og lýstu vel skipulögðu kerfi leynivínsala sem einbeita sér að sölu til fólks undir lögaldri. (2) Samkvæmt upplýsingum þeirra er einnig ljóst að verð á ólögmætu áfengi sem unglingum býðst með þessum hætti er verulega lægra en á löglega seldu áfengi samkvæmt frumvarpinu.
    Þessar upplýsingar styðja ekki staðhæfingar um að breytingar hefðu í för með sér aukna unglingadrykkju.
    Til að draga úr mögulegum neikvæðum áhrifum frumvarpsins á áfengisneyslu er m.a. nauð synlegt: (1) Að lög kveði á um að fjármálaráðherra verði gert að setja reglur um hæfi innflytj enda. (2) Sömuleiðis er nauðsynlegt að stórefla eftirlit með ólögmætri áfengissölu, ekki síst þeirri sem skipulögð er gagnvart börnum og unglingum. (3) Ákvæðum laga um bann við aug lýsingum á áfengi verði fylgt út í æsar og ef þörf krefur að ákvæði laga um „duldar“ auglýsingar sem hvetja til neyslu áfengra drykkja verði hert. (4) Nauðsynlegt er að fylgt verði fast eftir þeirri stefnu stjórnvalda að draga um fjórðung úr neyslu áfengis fram til aldamóta.
    Frá heilbrigðisráðherra komu breytingartillögur við umfjöllun sem stuðla að því að mark miðum þriggja fyrstu framangreindra liða verði náð. Til viðbótar þeim er nauðsynlegt að gera breytingar á frumvarpinu sem tryggja að áfengisgjald verði ekki lagt á 80% spíra er ÁTVR mun áfram flytja inn til notkunar við lyfjagerð og á sjúkrahúsum. Upplýst var af fulltrúa ÁTVR að ella yrði ekki kleift að ná fram hagstæðu verði með magninnkaupum sem mundi hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir framangreinda starfsemi.
    Jafnframt er vert að geta eftirfarandi: Fulltrúi heilbrigðisráðherra upplýsti að þrátt fyrir að sátt hefði að lokum náðst innan ríkisstjórnarinnar um breytingartillögur við upphaflega gerð frumvarpsins hefði heilbrigðisráðherra ekki tekist að koma sjónarmiðum sínum um nauðsyn legar breytingar fram að öllu leyti. Það er því ljóst að frá sjónarhóli heilbrigðisráðherra má enn gera breytingar á frumvarpinu sem tryggja betur að frumvarpið hafi ekki neikvæð áhrif á heilbrigði landsmanna. Ekki tókst að fá upplýst hvað það er sem heilbrigðisráðuneytið telur að mætti betur fara með tilliti til heilsuverndar landsmanna. Komi það hins vegar fram við 2. umr. kann það að gefa tilefni til frekari breytingartillagna.
    Niðurstaðan er því sú að verði samþykktar þær breytingartillögur sem kynntar voru af hálfu heilbrigðisráðuneytisins við umfjöllun nefndarinnar sé ekki tilefni til að ætla að samþykkt frumvarpsins hafi neikvæð áhrif á heilsufar landsmanna.
    Enn fremur er vert að ítreka að þær upplýsingar, sem komu fram um ólögmæta framleiðslu á áfengi til sölu handa börnum og unglingum, gefa ótvírætt til kynna að framkvæmd laga gegn slíkri háttsemi er í algerum molum og besta vörnin gegn aukinni áfengisneyslu í landinu væri að stórefla eftirlit með slíkri starfsemi og herða viðurlög. Það tengist þó almennri stefnu stjórnvalda um áfengisvarnir en ekki þeim frumvörpum sérstaklega sem voru til umfjöllunar.

Umsögn Ögmundar Jónassonar og Ástu R. Jóhannesdóttur.


    Telja verður að ekki hafi komið fram sannfærandi rök með því að þörf sé á þeirri lagabreyt ingu sem frumvörp þau, sem nefndin hefur til umfjöllunar, fela í sér. Þvert á móti hafi verið færð rök fyrir því að hugsanleg álitamál varðandi EES megi leysa með einföldum skipulags breytingum og minni háttar lagabreytingum þar sem fest yrði í lög að ÁTVR mætti ekki mis muna viðskiptavinum.
    Við 1. umr. málsins á Alþingi kom fram að heilbrigðisráðherra hefði hug á að láta málið til sín taka. Innan nefndarinnar kom fram formleg ósk um að heilbrigðisráðherra gerði nefnd inni skriflega grein fyrir sjónarmiðum sínum og yrði málið ekki afgreitt úr nefndinni fyrr en sú greinargerð lægi fyrir. Enda þótt ráðherra lýsti yfir því að slík greinargerð yrði send nefnd inni barst hún ekki og ákvað meiri hluti nefndarinnar að afgreiða málið frá sér við svo búið. Fulltrúi utanríkisráðuneytisins kom þó ekki á fund nefndarinnar eins og óskað hafði verið eftir. Ætlunin var að hann kæmi á fund nefndarinnar til að gera grein fyrir fullyrðingu utanríkisráðu neytis frá því í júlí 1992, sbr. bréf frá BSRB, dags. 22. júní 1992, og svarbréfi ráðuneytisins, sem dreift var til nefndarinnar, um að engar breytingar þyrfti að gera á starfsemi eða fyrir komulagi ÁTVR til að uppfylla skyldur samkvæmt EES-samningnum og til að skýra nefndinni frá þróun þessara mála annars staðar á Norðurlöndum.
    Á hinn bóginn komu á fund nefndarinnar fulltrúar allra helstu hagsmunaaðila sem láta áfengisvarnir til sín taka, sbr. hér að framan. Að undanskildum fulltrúa SÁÁ, sem taldi að á ferðinni væru „almennar breytingar sem hefðu aukið frjálsræði í för með sér“, mæltu fulltrúar samtakanna eindregið gegn lagabreytingunum. Fulltrúi SÁÁ sagði að ekki væri um „stórbreytingar“ að ræða en tók undir það sjónarmið að þær væru til þess fallnar að auka samkeppni um sölu á áfengi. Þá væri ljóst að „horfið væri frá aðhaldsstefnunni“. Þrátt fyrir þetta mælti hann ekki gegn lagabreytingunum. Það gerðu hins vegar fulltrúar allra hinna almannasamtakanna, sem létu málið sig varða og komu á fund nefndarinnar, mjög eindregið og færðu ítarleg rök fyrir máli sínu. Aðstoðarlandlæknir taldi frumvarpið ekki til bóta, enda væri hér verið að stíga „fyrsta skrefið“ og opna fyrir „duldar auglýsingar“. Tók fulltrúi landlæknisembættisins undir það sjónarmið að með lagabreytingunum væri áfengi gert að verslunarvöru í ríkari mæli en verið hefur og þar með mundi aukast áhersla á að koma áfengi á markað.
    Almannasamtök gegn áfengisneyslu vöruðu almennt við því að fyrirhugaðar breytingar mundu leiða til aukinnar samkeppni í áfengisverslun og auglýsingar mundu aukast. Þá töldu þessir aðilar að ljóst væri að aukin áfengisneysla mundi ekki hafa sparnað í för með sér. Þvert á móti mundu útgjöld í heilbrigðiskerfinu aukast.
    Í frumvörpum þessum, sem nú liggja fyrir, er ekki tekið á áfengisvörnum né forvörnum eins og gert hefur verið á Norðurlöndum. Þar er ætlunin að forvarnir verði fjármagnaðar með þeim gjöldum sem áfengisinnflytjendur þurfa að greiða fyrir leyfi til starfseminnar.
    Þær breytingar, sem samráðsnefnd þriggja ráðuneyta hefur lagt til, eru harla óljósar. Í stuttu máli er nú gert ráð fyrir að ráðherra þurfi að veita innflytjendum áfengis sérstakt leyfi. Ekki er ljóst á hvaða grundvelli slík leyfisveiting á að byggjast. Lagabreytingin er merkingar laus þar til reglugerð liggur fyrir.
    Í annan stað er í umræddum breytingartillögum lagt til að eftirlitsmenn eigi að gefa tiltekn um aðilum „sérstakar gætur“. Ekki er ljóst hvað hér er átt við.
    Þá er gert ráð fyrir að setja eigi ákvæði reglugerðar sem nú gildir um áfengisauglýsingar inn í áfengislöggjöfina. Þetta er algerlega óháð hinum breytingunum og gæti staðið sjálfstætt. Hins vegar er rétt að fram komi að gerðar eru efnisbreytingar sem í raun heimila aukna um fjöllun um áfengi í fjölmiðlum.
    Þessar breytingar og þær afleiðingar, sem þær munu hafa á heilbrigði og velferð þjóðarinn ar að áliti umsagnaraðila, stangast á við þá heilbrigðisáætlun sem Alþingi hefur samþykkt, en í 9. gr. hennar segir að draga þurfi úr almennri neyslu áfengis og útrýma ofneyslu þess. Árið 1986 samþykkti ríkisstjórn Íslands að farið skyldi að ráðum Alþjóðaheilbrigðisstofnunar Sam einuðu þjóðanna og stefnt að því að draga úr áfengisneyslu þjóðarinnar um 25% frá þeim tíma til aldamóta. Mjög veigamikil rök hníga í þá átt að þessi markmið náist síður verði sú breyting gerð á áfengislöggjöfinni sem nú er lögð til.
    Lýsa ofannefnd sig því andvíg frumvörpum þessum og leggja til að þau verði felld.