Ferill 4. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 4 . mál.


67. Breytingartillögur



við frv. til l. um gjald af áfengi.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, GMS, SP, EOK, PHB).



     1 .     Í stað „58,10“ í 3. gr. komi: 58,70.
     2 .     Á eftir 7. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Af innheimtu gjaldi skv. 3. gr. skal 1% renna í Forvarnasjóð. Tilgangur sjóðsins skal vera að stuðla að áfengisvörnum. Styrki skal veita úr sjóðnum til forvarnarstarfa á verk efnagrundvelli. Heilbrigðisráðherra skipar fjögurra manna sjóðstjórn. Fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og dómsmálaráðherra tilnefna einn stjórnarmann hver en þann fjórða skipar heilbrigðisráðherra án tilnefningar og skal hann vera formaður stjórnar. Heilbrigð isráðherra setur nánari reglur um sjóðinn með reglugerð.