Ferill 27. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 27 . mál.


69. Nefndarálit



um frv. til l. til breyt. á l. vegna aðildar Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Indriða H. Þorláksson frá fjármála ráðuneyti, Ara Teitsson og Sigurgeir Þorgeirsson frá Bændasamtökum Íslands, Hauk Halldórs son frá Framleiðsluráði landbúnaðarins, Kjartan Ólafsson og Sigurð Þráinsson frá Sambandi garðyrkjubænda, Svein Hannesson frá Samtökum iðnaðarins, Jónas Fr. Jónsson frá Verslunar ráði, Jóhannes Gunnarsson frá Neytendasamtökunum, Kjartan Lárusson frá Félagi íslenskra ferðaskrifstofa, Ernu Hauksdóttur frá Sambandi veitinga- og gistihúsa, Brynjólf Sandholt yfir dýralækni, Þórð Friðjónsson og Friðrik Má Baldursson frá Þjóðhagsstofnun, Tryggva Herberts son, Ásgeir Valdimarsson og Guðmund Ólafsson frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, Gylfa Arnbjörnsson og Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur frá ASÍ, Birgi Björn Sigurbjörnsson og Pál Halldórsson frá BHMR, Björn Arnórsson frá BSRB, Björn G. Sveinsson frá VMSÍ, Þórunni Sveinbjarnardóttur frá starfsmannafélaginu Sókn, Guðmund Þ Jónsson frá Iðju, Landssam bandi verksmiðjufólks, Óskar Magnússon, forstjóra Hagkaups, Jóhannes Jónsson, forstjóra Bónuss, Svein Hannesson frá VSÍ og Baldvin Hafsteinsson og Birgi Rafn Jónsson frá Íslenskri verslun. Jafnframt bárust nefndinni skrifleg erindi um málið frá Bændasamtökum Íslands, BSRB, Sambandi garðyrkjubænda, Sambandi veitinga- og gistihúsa, Verslunarráði Íslands, Samtökum iðnaðarins, Íslenskri verslun, ASÍ, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, BHMR, Hagkaupi hf., Félagi íslenskra stórkaupmanna, Byggðastofnun og Dreifingu hf. Þá fékk nefnd in sendar umsagnir um málið frá meiri og minni hluta landbúnaðarnefndar og eru þær birtar sem fylgiskjöl með áliti þessu.
    Frumvarp þetta fjallar um ýmsar breytingar á tollalögum, búvörulögum, lögum um varnir gegn búfjársjúkdómum og öðrum lögum sem varða innflutning og eru nauðsynlegar í fram haldi af staðfestingu Íslands á samningnum um Alþjóðaviðskiptastofnunina sem gerð var á síð asta Alþingi. Með gildistöku þessara breytinga komast í framkvæmd þær breytingar á innflutn ingsmálum sem um var samið í Úrúgvæ-viðræðunum og með þeim verður leitast við að upp fylla þær skuldbindingar sem Ísland tók á sig með staðfestingu samningsins.
    Mikilvægustu breytingar frumvarpsins snerta skilyrði til innflutnings á landbúnaðarafurð um sem ekki verður framar stjórnað með bönnum og höftum. Í staðinn verða teknir upp tollar og er meginviðfangsefni frumvarpsins að ákveða þá með þeim hætti að uppfylltar verði skuld bindingar samningsins og tilgangi hans fylgt fram en samtímis gætt hagsmuna innlendra fram leiðenda matvöru. Þó að leiða megi rök að því að þegar til lengri tíma er litið falli hagsmunir neytenda og framleiðenda hér á landi að þeirri stefnu sem samningurinn mótar er það fullljóst að langan aðlögunartíma þarf til bæði hér á landi og í alþjóðlegum viðskiptum með landbúnað arvörur áður en frjáls og eðlileg markaðsviðskipti verða meginreglan í viðskiptum milli landa með þessar vörur.
    Af þessum ástæðum er frumvarp þetta málamiðlun. Þótt það kunni e.t.v. ekki að leiða til stórfelldra breytinga í verslun með landbúnaðarvörur á næstunni er það engu að síður mikil vægt og stórt skref. Meginbreytingin sem það felur í sér er að það setur viðskiptum með landbúnaðarvörur nýjar reglur. Á grundvelli þessara breytinga verður framvegis unnt að stýra inn flutningi og hafa áhrif á þróun landbúnaðar innan lands með markaðstengdum aðgerðum sem ættu að tryggja það að óskir neytenda komist betur til skila en áður og að framleiðendur eigi auðveldara með að laga sig að þeim óskum og tryggi þannig framtíð sína.
    Það er eðlilegt að um frumvarp sem þetta séu skiptar skoðanir og kom það berlega í ljós í þeim umsögnum sem nefndin fékk og í málflutningi þeirra sem nefndin fékk til viðtals við sig. Kom annars vegar fram að talsmenn framleiðenda eru uggandi og óttast áhrif aukins inn flutnings. Hins vegar voru talsmenn verslunar og neytenda á þeirri skoðun að of skammt væri gengið og að ekki væru horfur á neinum verulegum innflutningi á búvörum.
    Í umsögnum þessum og málflutningi komu fram gagnlegar upplýsingar og viðhorf sem auðvelduðu nefndinni störfin. Meiri hluti nefndarinnar telur að með frumvarpinu hafi tekist að samræma með viðunandi hætti þau meginsjónarmið sem uppi eru í málinu. Hann telur full ljóst að þannig sé gengið frá málum að stöðu innlendra framleiðenda verði ekki raskað með óvæntum hætti og að stjórnvöld hafi með því fyrirkomulagi sem gert er ráð fyrir í höndum öll nauðsynleg tæki til þess að koma í veg fyrir að svo verði.
    Í málflutningi fyrir nefndinni og í gögnum sem fyrir hana voru lögð kemur fram að áhyggjuefni kann að vera að með óbreyttum ákvæðum frumvarpsins kann að reynast erfitt að standa við þau ákvæði GATT-samningsins að heimila innflutning á tilteknu lágmarki af landbúnaðarvörum. Þótt frumvarpið uppfylli þau formlegu skilyrði sem samningurinn setur er óvissu háð hvort tilganginum verði náð. Af því tilefni leggur meiri hlutinn til þá einu verulegu breytingu á frumvarpinu að í það verði tekin ákvæði sem styrkja þennan þátt þess og auki líkur á að sá lágmarksinnflutningur verði sem gengið var út frá við samningsgerðina.
    Breytingin er fólgin í tvennu. Annars vegar er bætt við lægri tolltaxta fyrir lágmarksmark aðsaðganginn, 50% af almennum magntolli viðkomandi vöruliðar, sem grípa má til ef áformað innflutningsmagn næst ekki og hins vegar er gerð tillaga um að við ákvarðanir um úthlutun tollkvóta og val á tolltöxtum fyrir þá verði til þess litið hvort tilgangur samningsins um innflutning hafi náðst eða ekki. Auk þess er gerð sú breyting að við úthlutun valfrjálsra kvóta verði almennt litið til þess hvort framboð á markaðnum og vöruverð sé með viðunandi hætti.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali. Fyrstu þrír liðirnir í þeim tillögum snúa að ákvæðum tollalaga, 4.–5. liður að búvörulögunum, 6. liður að lögum um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum og 7.–9. liður lúta allir að breytingum á viðaukum við frumvarpið. Skal nú gerð nánari grein fyrir efni einstakra liða þessara tillagna meiri hlutans:
    Í 1. lið eru lögð til breyting á 3. gr. frumvarpsins. Í þeirri málsgrein er kveðið á um þá toll taxta sem nota á við úthlutun á tollkvótum umfram það sem skuldbindingar samkvæmt GATT-samningnum fela í sér. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að landbúnaðarráðherra geti val ið um tvo kosti þegar hann ákveður hvaða toll þær vörur sem tilgreindar eru í viðauka IVA eiga að bera, annaðhvort 75% af þeim magntolli sem almennt gildir fyrir viðkomandi vöru eða miða við þann toll sem gildir fyrir svokallaðan lágmarksaðgang. Breytingin felur í sér að við bætist þriðji kosturinn, þ.e. að miða við 50% af þeim magntolli sem almennt er lagður á við komandi vörulið. Tilgangurinn með þessari breytingu er sá að skapa möguleika á innflutningi í þeim tilvikum þegar tollur á lágmarksaðgang er það hár að ekki verður af innflutningi af þeim sökum og því ekki horfur á að um verði að ræða innflutning í samræmi við skuldbinding ar samningsins um Alþjóðaviðskiptastofnunina. Jafnframt er lagt til að röng tilvísun í kafla númer laganna verði lagfærð.
    Í 2. lið eru lagðar til þrjár breytingar á 6. gr. frumvarpsins. Í fyrsta lagi er lagt til að í stað sönnunar á kröfu sinni til hugverkaréttinda leggi rétthafi fram fullnægjandi gögn þess efnis. Fyrra orðalag þótti fullstrangt og er þetta í betra samræmi við ákvæði GATT-samningsins um hugverkaréttindi. Í öðru lagi er fellt niður ákvæði þess efnis að rétthafi leggi fram tryggingu fyrir kostnaði tollyfirvalda af frestun tollafgreiðslu. Ákvæði þetta þótti óeðlilegt og óþarft þar sem tollyfirvöld eiga þess kost samkvæmt öðrum leiðum að krefja inn þann kostnað sem þau eiga rétt til að fá greiddan. Síðasta breytingin er leiðrétting á prentvillu.
    Í 3. lið er lagt til að fyrri efnismálsgrein 7. gr. frumvarpsins verði orðuð upp á nýtt til að leiðrétta nokkur mistök sem orðið hafa í uppsetningu hennar í frumvarpinu. Ekki er um að ræða neina efnisbreytingu á ákvæðinu.
    Í 4. lið er lagt til að farið verði að tillögu meiri hluta landbúnaðarnefndar og bætt nýrri málsgrein við 18. gr. frumvarpsins er snýr að breytingum á búvörulögunum. Efni breytingar innar er að landbúnaðarráðherra sé heimilt að banna innflutning á afurðum dýra og plantna sem gefin hafa verið vaxtaraukandi efni eða kunna að fela í sér leifar lyfja eða annarra að skotaefna sem geta verið hættuleg heilsu manna og eru umfram það sem leyft er við fram leiðslu hér á landi. Greinin felur því í sér að sömu kröfur verði að þessu leyti gerðar til inn fluttrar vöru og þeirrar sem framleidd er hér á landi.
    Í 5. lið eru lagðar til tvær breytingar á 20. gr. frumvarpsins. Sú fyrri er leiðrétting á rangri tilvísun. Síðari breytingin felur í sér að sett eru leiðbeinandi ákvæði sem höfð verði til hlið sjónar þegar ráðherra tekur ákvörðun um úthlutun tollkvóta og á hvaða tolltöxtum innflutning ur þeirra verði. Annars vegar er gert ráð fyrir að litið verði til þess markmiðs að á hverjum tíma sé nægilegt framboð af viðkomandi vöru miðað við hæfilegt verð. Hins vegar er gert ráð fyrir að tekið verði tillit til þess hvort þeir tollkvótar, sem okkur ber að heimila innflutning á samkvæmt GATT-samningnum, hafi nýst eða ekki. Með vali á tolltöxtum verður hægt að hafa áhrif í því efni.
    Í 6. lið er lögð til sú breyting á 25. gr. að heimild til að taka eftirlitsgjald lögtaki verði felld niður enda talin óþörf.
    Auk framangreindra breytinga á texta laganna er í 7. lið breytingartillagnanna lagt til að gerðar verði nokkrar breytingar á tollskrá í viðauka I. Þær eru eftirfarandi:
     a.     Að á 4. tölul. verði gerð sú breyting að tekið verði upp nýtt tollnúmer fyrir sýrðar mjólkurvörur með fituinnihaldi yfir 6%. Er þar um að ræða sýrðan rjóma og áþekkar vörur. Tolltaxtar verða ákveðnir með hliðsjón af því sem frumvarpið felur í sér fyrir sambæri legar vörur.
     b.     Að á 5. tölul. verði gerðar nokkrar breytingar sem fela í sér samræmingu á tolltöxtum fyrir pottaplöntur, græðlinga o.fl. Enn fremur er gerð tillaga um lækkun á fyrirhuguðum tolli á rósir og loks um leiðréttingu á misprentun á einu tollnúmeri.
     c.     Að bætt verði inn nýjum tölulið sem felur í sér breytingu á 15. kafla tollskrár. Breytingin er þess efnis að teknir verði upp tollar á smjörlíki sem inniheldur 10–15% af mjólkurfitu miðað við þyngd. Ekki hefur verið heimilaður innflutningur á þessum vörum, en heimilt að leggja verðjöfnunargjöld á þær og er fjárhæð tollanna ákveðin með hliðsjón af þeim reglum sem um verðjöfnunargjöldin gilda. Þá er lagt til að tollum á smjörlíki með undir 10% mjólkurfitu verði breytt til samræmis við framangreint.
     d.     Að þær breytingar verði gerðar á 13. tölul. að tollur á vörur í 19. kafla sem innihalda meira en 20% af kjöti hækki í 145 kr. í stað 99 kr. eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Ekki hefur hingað til verið heimilt að flytja inn þessar vörur, en heimild var til að leggja á þær verðjöfnunargjöld. Tillagan miðast við að tollurinn svari til verðjöfnunargjalda á vörum með 40–45% kjötinnihaldi. Þá er lagt til að leiðrétt verði prentvilla í viðaukanum.
    Að lokum eru í 8. og 9. lið lagðar til lagfæringar á uppsetningu á viðauka IIA og IIIA.
    Valgerður Sverrisdóttir var fjarstödd afgreiðslu málsins.

Alþingi, 10. júní 1995.



    Sólveig Pétursdóttir,     Vilhjálmur Egilsson.     Gunnlaugur M. Sigmundsson.
    frsm.          

    Einar Oddur Kristjánsson.     Pétur H. Blöndal.



Fylgiskjal I.


Umsögn meiri hluta landbúnaðarnefndar


    Vísað er til erindis efnahags- og viðskiptanefndar frá 1. júní 1995. Þar er þess farið á leit við landbúnaðarnefnd að hún veiti umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum vegna aðildar Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, 27. mál á 119. löggjafarþingi, einkum II.–V. kafla frumvarpsins.
    Landbúnaðarnefnd hefur fjallað um framangreint þingmál á fimm formlegum fundum. Fékk hún á fund sinn til viðræðna ýmsa gesti sem lýstu viðhorfum sínum til málsins og svör uðu fyrirspurnum nefndarmanna. Þá voru nefndinni afhent ýmis gögn vegna frumvarpsins sem fylgja hér með í ljósriti.
    Á fund nefndarinnar komu frá landbúnaðarráðuneytinu Guðmundur Sigþórsson og Jóhann Guðmundsson, frá forsætisráðuneytinu Ólafur Davíðsson, frá fjármálaráðuneytinu Indriði H. Þorláksson, frá viðskiptaráðuneytinu Kjartan Gunnarsson, frá utanríkisráðuneytinu Pétur G. Thorsteinsson og Stefán H. Jóhannesson, frá Bændasamtökum Íslands Gísli Karlsson, Ari Teitsson, Sigurgeir Þorgeirsson og Þórólfur Sveinsson, frá Sambandi garðyrkjubænda Kjartan Ólafsson, Magnús Ágústsson, Brynja Hjálmtýsdóttir og Sigurður Þráinsson, frá Landssam bandi kartöflubænda Jens Gíslason og Sigurbjartur Pálsson, frá Íslenskri verslun Hallgrímur Gunnarsson, frá Félagi íslenskra stórkaupmanna Birgir R. Jónsson og Baldvin Hafsteinsson, frá Kaupmannasamtökum Íslands Bjarni Finnsson, frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði Pétur Vilhjálmsson og Óskar H. Gunnarsson, frá Kjörís Valdimar Hafsteinsson, frá Samtökum svínabænda Kristinn Gylfi Jónsson, Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir, frá Neytendasamtök unum Jóhannes Gunnarsson, frá Hagkaupi Óskar Magnússon, frá Bónus Jóhannes Jónsson og loks frá Þjóðhagsstofnun Þórður Friðjónsson og Friðrik Már Baldursson. Nefndinni bárust er indi og gögn frá Sambandi garðyrkjubænda, Landssambandi kartöflubænda, Félagi íslenskra stórkaupmanna, Bændasamtökum Íslands, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði, Kjörís, Neytendasamtökunum, Hagkaupi hf. og landbúnaðarráðuneytinu. Þá barst nefndinni listi frá samstarfsnefnd fimm ráðuneyta, skipaðri af forsætisráðherra, er starfaði að gerð frumvarpsins. Eru þar lagðar til nauðsynlegar breytingar á frumvarpinu, að mati þeirrar nefndar. Meiri hlut inn tekur í afgreiðslu sinni mið af þeim tillögum sem þar eru lagðar fram, eins og þær hafa borist nefndinni.
    Með gildistöku samningsins um Alþjóðaviðskiptastofnunina verða afnumin ýmis innflutn ingshöft á landbúnaðarvörur. Þannig verður framvegis ekki hægt að hefta innflutning á land búnaðarvörum nema samkvæmt ákveðnum undanþáguheimildum samningsins sem lúta meðal annars að takmörkun innflutnings vegna heilbrigðis manna, dýra eða plantna. Þess í stað er gert ráð fyrir tollvernd, auk þess sem tollkvótar á lægri tolltöxtum eiga að tryggja lágmarks innflutning á vörum sem enginn eða óverulegur innflutningur var á á viðmiðunartímabilinu 1986–88, og að innflutningur á öðrum vörum verði ekki minni en var á þeim árum. Þær ákvarðanir, sem teknar hafa verið sérstaklega vegna aðildar Íslands að Alþjóðaviðskiptastofn uninni, takmarka óhjákvæmilega þær breytingar sem landbúnaðarnefnd getur lagt til við frum varpið.
    Meiri hluti landbúnaðarnefndar telur ekki ástæðu til þess að lýsa hér öllum þeim atriðum sem til álita hafa komið í umfjöllun nefndarinnar um málið, né heldur gera nákvæmlega grein fyrir afstöðu sinni til allra þeirra atriða er koma fram í þeim gögnum er fyrir nefndina hafa verið lögð. Meiri hlutinn vill þó koma á framfæri þeim athugasemdum sem hann telur helst skipta máli við afgreiðslu frumvarpsins.
    Meiri hlutinn tekur undir þau sjónarmið er fram koma í umsögn Bændasamtaka Íslands að verðforsendur fyrir útreikningi tollverndar byggist ekki nema að litlu leyti á reynslutölum og mikil óvissa sé um það hvert verði vöruval og verðlag á ýmsum flokkum er til innflutnings kemur. Ljóst er einnig að nokkurt misræmi er hvað snertir fyrirhugaða tollvernd á vörum úr sama hráefni úr mismunandi tollflokkum. Þannig fær sýrður rjómi (tollnr. 0403.9009) lágan toll í samanburði við rjóma (tollnr. 0401.3000) og kakóblandað undanrennu- og mjólkurduft (tollnr. 1806.2003) lágan toll miðað við undanrennuduft (tollnr. 0402.1000) og mjólkurduft (tollnr. 0402.2100), en þessi hráefni geta numið allt að 90% af blöndunni. Í umsögninni kemur einnig fram, hvað snertir unnar vörur sem falla undir ákvæði fríverslunarsamninga eða bókun 3 með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, að frumvarpið gerir þar ráð fyrir að tollar samsvari þeim verðjöfnunargjöldum sem nú eru lögð á viðkomandi vörur og séu, a.m.k. í mörgum tilvikum, langt undir leyfilegum bindingum. Telja samtökin að hætta sé á að þetta rýri samningsstöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, nú þegar endurskoðun á bókun 3 með EES-samningnum fer fram, þar sem ekkert svigrúm sé til þess að bjóða aðildarríkjum samn ingsins um Evrópska efnahagssvæðið sérstök fríðindi, nema tollar þessir verði lækkaðir gagn vart þeim niður fyrir það sem viðunandi geti talist. Sé enn fremur líklegt að aðstaða okkar í næstu GATT-samningalotu verði af sömu ástæðu þrengri. Meiri hlutinn fellst ekki á þessi síð astgreindu sjónarmið bændasamtakanna. Er í því sambandi rétt að benda á að eftir sem áður verða tollabindingarnar bundnar í lögum og verða því tiltækar, hvort heldur sem er til innflutn ingsverndar eða til samninga ef til þess kæmi.
    Landbúnaðarnefnd hefur einnig borist umsögn bændasamtakanna til efnahags- og við skiptanefndar um frumvarpið. Meiri hlutinn vill árétta mikilvægi þess þáttar er lýtur að heil brigði, hollustu og framleiðsluháttum þeirra vara sem fluttar verða inn, þannig að ekki verði gerðar vægari kröfur að því er snertir þessa þætti til innfluttra vara en innlendrar landbúnaðar framleiðslu. Í umsögn bændasamtakanna kemur fram, að eðlilegt hljóti að teljast að ganga þannig frá lagasetningu nú að þessi skilyrði séu uppfyllt, t.d. með sérstakri grein í lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Meiri hlutinn telur slíkar breyting ar brýnar. Leggja fjórir nefndarmenn meiri hlutans til að breyting verði gerð við 18. gr. frum varpsins, en sú grein felur í sér nýja 52. gr. laga nr. 99/1993, um breyting á lögum um fram leiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum. Árni M. Mathiesen bendir hins vegar á að hugsanlega sé sú leið betri að hafa slíkt ákvæði í sérlögum, svo sem lögum um dýralækna eða í lögum um dýrasjúkdóma og lögum um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum í plöntum. Meiri hlutinn, fyrir utan Árna, leggur því til eftirfarandi breytingar við 18. gr. frum varpsins:
    Við greinina bætist ný málsgrein er verði 2. efnismgr. og orðist svo:
    „Landbúnaðarráðherra er þó heimilt að banna innflutning á afurðum dýra og plantna sem gefin hafa verið vaxtaaukandi efni á framleiðsluskeiðinu eða kunna að fela í sér leifar lyfja og annarra aðskotaefna, umfram það sem leyft er við framleiðslu innan lands, sem geta verið hættuleg heilsu manna. Landbúnaðarráðherra ákveður með reglugerð á hvern hátt hagað skuli eftirliti með innflutningi afurðanna, sýnatökum og rannsóknum.“
    Að því er snertir verðlag á ýmsum flokkum landbúnaðarvara, er til innflutnings kemur, vill meiri hlutinn árétta að í rauninni verður ekki svarað því álitamáli, hvert verði raunverulegt innflutningsverð vara, fyrr en á reynir. Útreikninga hagsmunaaðila greinir á í þessu efni. Þannig koma fram mjög mismunandi verðforsendur hjá forsvarsmönnum innflytjenda og full trúa Neytendasamtakanna annars vegar sem telja viðmiðunarverð frumvarpsins of lágt og hjá framleiðendum hins vegar sem óttast að ekki sé nóg að gert til þess að vernda innlenda fram leiðslu. Þess hefur nokkuð gætt í umræðunni að lágmarksaðgangurinn (3–5%) njóti of mikillar tollverndar samkvæmt frumvarpinu þannig að ekki verði af innflutningi nema þá í mjög tak mörkuðum mæli. Eins og fyrr greinir er af augljósum ástæðum ekki unnt á þessu stigi málsins að sannreyna hvert innflutningsverð búvara kann að verða við gildistöku samningsins um Al þjóðaviðskiptastofnunina, en það verð hefur að sjálfsögðu grundvallaráhrif á hvert verð inn fluttra vara kann að verða. Hitt liggur hins vegar fyrir að frá því að GATT-umræðan hófst hér á landi, þ.e. um svipað leyti og núverandi búvörusamningur var gerður, hefur verð á innlend um landbúnaðarvörum lækkað um u.þ.b. 20%. Þessi mikla verðlækkun á landbúnaðarvörum innan lands treystir grundvöll innlendrar landbúnaðarframleiðslu í samkeppni við þær vörur sem heimilt er að flytja inn samkvæmt lágmarksaðgangi.
    Miklar breytingar hafa orðið í framleiðsluháttum garðyrkjubænda á undanförnum árum og framleiðsla þeirrar greinar vaxið að miklum mun. Af því leiðir að ríkjandi markaðsaðgangur, sem tekur mið af innflutningi árið 1988, gefur ranga mynd af markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu eins og hún er nú. Í þessu felst sérstaða greinarinnar gagnvart GATT-samkomulag inu sem brýnt er að taka á með því að mæta óskum garðyrkjubænda um breytt rekstrarskilyrði. Meiri hluti landbúnaðarnefndar áréttar þessi sjónarmið. Í umsögn Samtaka garðyrkjubænda minna þau á það að viðauki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið heimili ótakmarkaðan tollalausan innflutning mikilvægra garðyrkjuafurða fimm mánuði á ári frá löndum sem styrkja framleiðslu sína um 25% af framleiðsluverðmæti. Að athuguðu máli verður á hinn bóginn ekki séð að hlutur garðyrkjubænda sé fyrir borð borinn að því er snertir það mál sem hér er til um fjöllunar. Þvert á móti eru tollabindingar að fullu nýttar að því er garðyrkjuafurðir snertir. Þá telur meiri hlutinn að viðhorfum, er lúta að forræði þessara mála fyrir hönd framleiðenda, sé mætt í frumvarpinu og þar með sé ástæðulaus sá ótti um úthlutun tollkvóta er fram kemur í umsögn Samtaka garðyrkjubænda.
    Vakin er athygli á því að stórlega hefur dregið úr neyslu kartaflna hér á landi á síðari árum. Kartöflubændur bentu þannig á að neysla innan lands hefði minnkað úr um það bil 9.000 tonn um, eins og hún var á síðasta áratug, niður í 6.000 tonn eins og nú er áætlað að hún sé. Því sé lágmarksmarkaðsaðgangur ofmetinn.
    Nefndin tók einnig til sérstakrar skoðunar og aflaði sér upplýsinga vegna þess álits er kem ur fram í greinargerð frá Kjörís þar sem bent er á að um mismun milli vörutegunda sé að ræða, þ.e. innflutts íss annars vegar og t.d. innfluttrar mjólkur og jógúrtar hins vegar, þar sem hlut fall tolls sé mun lægra á ísnum. Svo virðist sem hér sé um hliðstæðu að ræða á milli jurta- og mjólkuríss og verður að athuguðu máli ekki séð að samkeppnisstaða þessarar framleiðslu muni skekkjast að óbreyttu.
    Meiri hlutinn telur rétt að aukið verði við ákvæði 3. efnismgr. 24. gr. frumvarpsins í því tilliti að lögbinda að hlutaðeigandi hagsmunaaðilum verði veittur kostur á að láta uppi sjónar mið sín til nefndar þeirrar sem landbúnaðarráðherra skipar til ráðuneytis um ákvæði laganna um inn- og útflutning landbúnaðarvara. Er þannig lagt til að á eftir lokamálslið 3. mgr. komi nýr málsliður sem orðist svo: „Áður en nefndin gerir tillögur samkvæmt framansögðu skal hún leita umsagnar hlutaðeigandi hagsmunaaðila.“
    Meiri hlutinn tekur fram að þar sem frumvarp þetta felur í sér flókið og viðamikið mál sem ekki er reynsla fyrir hér á landi verður að liggja ljóst fyrir Alþingi að fylgjast þarf vel með framkvæmd þess, ef að lögum verður, og að nauðsynlegt kann að vera að endurskoða lögin í ljósi fenginnar reynslu.
    Að lokum vill meiri hlutinn benda á að svo virðist sem grandskoða þurfi frumvarpið með tilliti til prentvillna og málfars og leggur áherslu á að slík endurskoðun hafi farið fram áður en málið fer til 2. umræðu á Alþingi.

7. júní 1995.



Virðingarfyllst,


Guðni Ágústsson, form.


Egill Jónsson.


Guðjón Guðmundsson.


Árni M. Mathiesen.


Magnús Stefánsson.





Fylgiskjal II.


Umsögn Ágústs Einarssonar og Lúðvíks Bergvinssonar.


(8. júní 1995.)



    Landbúnaðarnefnd hefur fjallað um þingmálið á fimm formlegum fundum. Í umsögn meiri hluta nefndarinnar er listi yfir viðmælendur nefndarinnar.
    Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a. eftirfarandi: „Reglur GATT eru jafnréttisreglur sem ætlað er að stuðla að frjálsari viðskiptaháttum og aukinni samkeppni en banna þó ekki vernd fyrir innanlandsframleiðslu.“
    Einn mikilvægasti þáttur frumvarpsins er ákvörðun um tolla á landbúnaðarvörur. Megin hugsun GATT–samninganna er að tryggður verði lágmarksinnflutningur í anda framangreindrar tilvitnunar. Jafnframt er ljóst að íslenskum landbúnaði verður að tryggja ákveðna vernd við aðlögun að breyttum aðstæðum.
    Á fundum nefndarinnar kom m.a. fram það sjónarmið Neytendasamtakanna og forsvars manna Bónuss og Hagkaups að tollar í frumvarpinu væru það háir að nær enginn innflutningur mundi eiga sér stað. Vísuðu þessir aðilar til dæma um raunverulegt innkaupsverð á matvælum erlendis.
    Eitt af vandkvæðum GATT–samningsins er að við útreikning tolla er miðað við heimsmarkaðsverð sem í fjölmörgum tilvikum er mjög erfitt að bera saman við raunverulegt versl unarverð vöru. Í frumvarpinu eru lagðir til grundvallar alþjóðlegir verðlistar sem eru notaðir í alþjóðlegum samningum en það verð er oft langt undir því verði sem vara er keypt og seld á í almennum viðskiptum fyrirtækja milli landa og innan landa.
    Mjög mikilvægt við ákvörðun tolla í frumvarpinu er að þeir verði ekki ákveðnir svo háir að nær óbreytt ástand verði fyrir og eftir samþykkt frumvarpsins.
    Tekið er undir þau sjónarmið sem fram koma í umsögn Bændasamtaka Íslands, að verðfor sendur fyrir útreikning tollverndar byggist ekki nema að litlu leyti á reynslutölum og mikil óvissa sé um það hvert verði vöruval og verðlag á ýmsum flokkum er til innflutnings kemur.
    Þess vegna er því beint til efnahags- og viðskiptanefndar að hún kanni þessi mál ítarlega og geri tillögur um lækkun tolla, einkum hvað varðar lágmarksinnflutning ef sýnt þykir að tollar frumvarpsins séu of háir.
    Vakin er athygli á málefnum garðyrkjubænda, svo og innflutningi á plöntum, svo sem skrautplöntum og o.fl. þess háttar. Því er beint til efnahags- og viðskiptanefndar að skoða þau mál sérstaklega.
    Tekið er undir sjónarmið meiri hluta nefndarinnar þar sem fjallað er um málefni tengd inn flutningi á ís.
    Í nefndinni var nokkuð rætt um breytingar á 24. gr. frumvarpsins og er hér lagt til að á eftir lokamálslið 3. mgr. 24. gr. komi nýr málsliður sem orðist svo:
         „Áður en nefndin gerir tillögur samkvæmt framansögðu skal leita umsagna Bændasamtaka Íslands, Neytendasamtakanna og hlutaðeigandi hagsmunaaðila inn- eða útflytjenda.“
    Tekið er undir sjónarmið meiri hluta nefndarinnar þar sem talið er að nauðsynlegt kann að vera að endurskoða væntanleg lög í ljósi fenginnar reynslu.



Fylgiskjal III.

Umsögn Margrétar Frímannsdóttur.


(8. júní 1995.)



    Eins og fram kemur í umsögn meiri hluta landbúnaðarnefnar hefur nefndin fjallað um framangreint þingmál á 5 formlegum fundum og fengið til sín fjölda viðmælenda.
    Þau ríki sem standa að GATT hafa skuldbundið sig til að opna fyrir innflutning á vöru, draga úr innanlandsstuðningi og draga úr útflutningsuppbótum. Nú þegar hafa verið uppfyllt tvö þessara skilyrða, þ.e. dregið hefur verulega úr beinum stuðningi ríkisins við landbúnað og útflutningsbætur felldar niður. Hér er því aðeins verið að ræða einn þátt þessa máls, afnám innflutningshafta á landbúnaðarafurðir.
    GATT-samningurinn á að stuðla að frjálsari viðskiptaháttum og aukinni samkeppni en bannar þó ekki vernd fyrir innanlandsframleiðslu. Í frumvarpinu er þó heimild til takmörkunar innflutnings vegna heilbrigðis manna, dýra eða plantna. Í því ljósi er mikilvægt að ekki verði gerðar minni kröfur um hollustu- og framleiðsluhætti þeirrar vöru sem leyft verður að flytja inn en innlendrar framleiðslu. Ekki hefur verið gerð grein fyrir hvernig staðið verður að þeim þætti málsins á fullnægjandi hátt.
    Frumvarpið hefur í för með sér verulega breytingu á starfsumhverfi innlendrar landbúnað arframleiðslu. Í stað innflutningshafta er gert ráð fyrir svokallaðri tollvernd, en þó þannig að tollkvótar á lægri tolltöxtum tryggi lágmarksinnflutning á vörum sem enginn eða óverulegur innflutningur var á árin 1986–88 á viðmiðunartímabilinu. Jafnframt er gert ráð fyrir að innflutningur á vörum, sem fluttar voru inn l988, verði ekki minni en á því tímabili og þar er um verulegt vörumagn að ræða.
    Íslenskur landbúnaðar hefur á undanförnum árum gengið í gegnum verulegar breytingar á rekstrarumhverfi sínu og er almennt ekki vel undir það búinn að takast á við alþjóðlega sam keppni. Það er því ekki ósanngjarnt að þessi atvinnugrein njóti eðlilegrar verndar í ákveðinn aðlögunartíma. Þá er nauðsynlegt að tími vinnist til að skoða í heild sinni þær efnahags- og þjóðfélagslegu breytingar sem aðild okkar að samningnum kann að hafa í för með sér.
    Aðild okkar að samningnum er mikilvægt og jákvætt skref inn á braut opnari viðskipta með matvæli; um það er ekki ágreiningur. Það skiptir hins vegar verulegu máli hvernig við stönd um að því að uppfylla þær skuldbindingar sem við höfum undirgengist. Sú aðferð sem valin var við útreikning tolla er umdeilanleg. Miðað er við heimsmarkaðsverð sem afar erfitt er að bera saman við raunverulegt verslunarverð vöru. Farið er eftir alþjóðlegum verðlistum sem notaðir eru í alþjóðlegum samningum, en fram kom hjá nokkrum viðmælendum nefndarinnar að það verð sem listarnir sýni sé oft langt undir því verði sem gildi í almennum viðskiptum fyrirtækja milli landa. Þá kom einnig fram, í umsögn sem Bændasamtök Íslands sendu nefnd inni, að verðforsendur fyrir útreikningi tollverndar byggjast ekki nema að litlu leyti á reynslu tölum og mikil óvissa verði um vöruval og verðlag á ýmsum vöruflokkum þegar til innflutn ings kemur.
    Jafnframt er í umsögn Bændasamtakanna vakin athygli á stöðu garðyrkjubænda, en fram hefur komið að sú grein landbúnaðarins mun ekki njóta sambærilegrar verndar og aðrar grein ar. Garðyrkjubændur búa við skarðan hlut í kjölfar EES-samninganna sem opnuðu fyrir um talsverðan og tollfrjálsan innflutning á nokkrum tegundum garðyrkjuafurða. Þá er einnig í um sögn Bændasamtaka Íslands vakin athygli á því að magntölur í viðauka IVB eru handahófs kenndar og styðjast hvorki við framleiðslu- eða neyslutölur.
    Þá barst nefndinni bréf frá framkvæmdastjóra Kjöríss hf. þar sem gerð er athugasemd varð andi álögur á hráefni til ísvinnslu, þ.e. undanrennuduft og smjör.
    Ýmsar aðrar athugasemdir bárust nefndinni og vísast þar til umsagnar meiri hluta nefndar innar og umsagnar minni hlutans (Ágústs Einarssonar og Lúðvíks Bergvinssonar).
    Ástæða er til að gagnrýna hversu seint frumvarpið er fram komið. Aðeins er tæpur mánuður þar til breytingarnar eiga að ganga í gildi og innflutningur á að geta hafist. Þetta er flókið mál og nánast ógjörningur á þeim stutta tíma sem Alþingi hefur til að afgreiða frumvarpið að fara yfir það eins ítarlega og þyrfti. Margt er óljóst, þar á meðal forsendur útreikninga og hvert raunverulegt verð vörunnar verður þegar til innflutnings kemur.
    Því er tekið undir þau sjónarmið sem fram koma í öðrum umsögnum nefndarmanna að nauðsynlegt kann að reynast að endurskoða málið í heild sinni í ljósi fenginnar reynslu.