Ferill 27. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 27 . mál.


73. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. vegna aðildar Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni.

Frá 2. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    GATT-samningurinn er einn merkasti áfangi í samstarfi þjóða sem náðst hefur í sögunni. Hann stuðlar að frjálsari viðskiptaháttum og aukinni samkeppni. Sú stefna leiðir til aukinnar velmegunar víða um heim.
    GATT heimilar innflutning erlendra landbúnaðarvara t.d. þannig að erlendar vörur verða í fyrstu einungis með 3–5% markaðshlutdeild. Hinn hluti markaðarins verður aðallega nýttur af innlendum framleiðendum og verður verndaður með tollum sem lækka smátt og smátt. Því er mjög mikilvægt að Íslendingar standi við fyrirheit um að starfa í anda framangreindrar stefnu. Í fyrirliggjandi frumvarpi vantar mikið á að kostir GATT-samningsins séu nýttir.
    Meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar kýs að gera frumvarpið þannig úr garði að sára lítill innflutningur verði á landbúnaðarvörum. Tollar eru of háir í frumvarpinu. Vitaskuld verð ur að ríkja vernd fyrir íslenskan landbúnað í ljósi breyttra aðstæðna á aðlögunartímanum en ofverndun gerir landbúnaðinum engan greiða nema síður sé.
    Við afgreiðslu frumvarpsins er mikilvægt að hafinn verði ferill endurbóta í landbúnaðar stefnunni sem miðar að því að tekjur bænda hækki og matarverði lækki.
    Frumvarpið og tillögur meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar lúta að því að festa í sessi núverandi landbúnaðarstefnu sem er dýr og bæði neytendum og bændum óhagkvæm. Breyting artillögur meiri hlutans eru smávægilegar og ekki er gerð nein breyting á tollum. Við ákvörðun tolla í frumvarpinu er mikilvægt að þeir verði ekki svo háir að nær óbreytt ástand verði fyrir og eftir samþykkt frumvarpsins.
    Eitt af vandkvæðum GATT-samningsins er að við útreikning tolla er miðað við heimsmark aðsverð sem í fjölmörgum tilvikum er mjög erfitt að bera saman við raunverulegt verslunar verð vöru. Í frumvarpinu eru lagðir til grundvallar alþjóðlegir verðlistar sem eru notaðir í al þjóðlegum samningum en það verð er oft langt undir því verði sem vara er keypt og seld á í almennum viðskiptum fyrirtækja milli landa og innan landa.
    Á fundum nefndarinnar kom m.a. fram það sjónarmið Neytendasamtakanna og forsvars manna Bónuss og Hagkaups að tollar í frumvarpinu væru það háir að nær enginn innflutningur mundi eiga sér stað. Vísuðu þessir aðilar til dæma um raunverulegt innkaupsverð á matvælum erlendis.
    Sem dæmi um þetta verð er hér tilgreint fyrir nokkrar afurðir raunverulegt innkaupsverð Hagkaups erlendis svo og heimsmarkaðsverð sem útreikningar frumvarpsins byggja á. Þriðji dálkurinn sýnir heildsöluverð á innlendri framleiðslu til samanburðar. Miðað er við krónur á hvert kíló.


    Fob-verð     Heimsmarkaðs     Verð á
    Hagkaups     verð miðað     innanlands-
    á erlendri     við frumvarpið     framleiðslu
    framleiðslu

Svínakjöt í skrokkum          162     86     364
Svínakótelettur og hryggir          463     195     825
Svínalundir          637     328     1.389
Skinka, meira en 60% kjöt          463     243     1.029
Kjúklingar, heilir          88     81     505
Kalkúnar, heilir          183     119     740
Smjör               200     68     968
Egg                    79     70     291

    Til skýringar má benda á að efst í fyrsta dálki í töflunni er raunverulegt innkaupsverð og markaðsverð á svínakjöti í hálfum og heilum skrokkum eða 162 kr. hvert kg en yfirvöld hér gera ráð fyrir að hægt sé að fá vöruna á 86 kr. hvert kg sem er mjög vafasamt nema um mjög óvandaða vöru sé að ræða. Hér sést skýrt að verðhugmyndir í frumvarpinu eru fjarri öllum veruleika. Í síðasta dálkinum sést hvað heildsöluverð á innlendu svínakjöti er hérlendis eða 364 kr. hvert kg.
    Þessi tafla með einungis fáum dæmum sýnir ljóst hve mikill verðmunur er á landbúnaðar vörum hérlendis og erlendis. Það verður að hafa skýrt í huga að íslensk landbúnaðarfram leiðsla er mjög góð og vitaskuld verður innflutningur að taka mið af gæðakröfum íslenskra neytenda.
    Meginatriði breytingartillagna 2. minni hluta lúta að átta atriðum.
     1.     Lagt er til að tollur á lágmarksinnflutningi lækki um helming frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Þrátt fyrir þessa verulegu breytingu munu ýmsar erlendar vörur verða nokkuð dýrari en innlend framleiðsla en lágmarksinnflutningur á ekki að nema meira en 3–5% af heildarneyslu. Tollar í frumvarpinu eru á fjölmörgum afurðum nálægt 200% og í flestum tilvikum vel yfir 100%.
     2.     Kveðið verði á um að tollar á viðbótarinnflutningi lækki í þrepum um 15 prósentustig á fimm árum. Þetta er í samræmi við GATT-samninginn en þar er kveðið á um lækkun tollabindinga en lækkun þeirra þarf ekki að þýða lækkun hinna raunverulegu tolla. Þess vegna er lagt til að ótvírætt verði kveðið á um slíka lækkun tolla.
     3.     Lagt er til heimildir til álagningar tolla við viðbótarinnflutning verði þrengdar en í frumvarpinu er gert ráð fyrir allt að 75% hlutdeild. Þessi hæsta hlutdeild yrði þar með lækkuð í 50%.
     4.     Lagt er til að dregið verði úr heimildum landbúnaðarráðherra sem eru mjög rúmar í frumvarpinu þannig að við mikilvægar ákvarðanir yrði hann að byggja á tillögum nefndar þriggja ráðuneyta, landbúnaðarráðuneytis, fjármálaráðuneytis og viðskiptaráðuneytis. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir þessari nefnd en þar er henni einungis ætlað samráðshlut verk. Með breytingartillögunum er nefndinni hins vegar veitt aukið vægi og skal hún gera tillögur við úthlutun kvóta, ákvörðun verðjöfnunargjalda, beitingu viðbótartolla og við ákvörðun um að heimila viðbótarinnflutning. Jafnframt er gerð tillaga um að nefndin skuli hafa samráð við Bændasamtök Íslands, Neytendasamtökin og aðra hagsmunaaðila við mótun tillagna sinna.
     5.     Lagt er til heimildir á kvótum til innflutnings verði seldar á opinberu uppboði en ekki úthlutað með hlutkesti eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Aðferð hlutkestis er í reynd óframkvæmanleg en búast má við að allir aðilar sem hafa heildsöluleyfi sæki um kvóta til að taka þátt í happdrættinu. Síðan munu þessi leyfi ganga kaupum og sölum með ein um eða öðrum hætti og þá eru viðskiptahættir fortíðarinnar endurvaktir. Þar sem innflutn ingur er takmarkaður er mun eðlilegra að þessi verðmæti sem ríkisvaldið úthlutar séu seld fyrir opnum tjöldum og tekjurnar renni í ríkissjóð.
     6.     Lagt er til að kveðið verði á um skyldu landbúnaðarráðherra til að úthluta kvóta til að tryggja að jafnan sé á markaði nægilegt framboð af vörum á hæfilegu verði og stuðla að lágmarksinnflutningi samkvæmt samningum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Hér er ótví rætt kveðið á um það markmið að af lágmarksinnflutningi verði en það er ekki haft til hliðsjónar eins og lagt er til í tillögum meiri hlutans sem er vitaskuld marklaust ákvæði.
     7.     Lagt er til að kveðið verði á um að yfirdýralækni, sem hefur mjög mikið vald samkvæmt frumvarpinu, sé gert skylt að hafa samráð við aðrar sérfræðistofnanir, þ.e. Rannsókna stofnun landbúnaðarins og rannsóknastofnanir Háskóla Íslands, á viðkomandi fagsviði. Benda má á eina af tillögum meiri hlutans sem var lögð fram á síðustu stundu þar sem landbúnaðarráðherra er í reynd veitt heimild til að banna allan innflutning á dýrum og plöntum. Í stað þess að láta matvælalög ná yfir slík mál er það vilji ríkisstjórnarinnar að hafa heimildir til að beita tæknilegum viðskiptahindrunum en það er bannað samkvæmt GATT-samningnum.
     8.     Lagt er til að kveðið verði á um að nefnd verði skipuð sem fylgist með framkvæmd frumvarpsins og endurskoði búvörusamninginn. Nefndin yrði skipuð fulltrúum allra þing flokka og helstu hagsmunaaðila. Nefndinni yrði jafnframt falið að gera tillögur fyrir 1. janúar 1996 um að breyta greiðslum ríkisins til bænda þannig að þær yrðu óháðar fram leiðslumagni, að unnið yrði með markvissum hætti að búháttarbreytingum, að afnuminn yrði framleiðslukvóti í sauðfjárrækt, að skattaleg skilyrði íslensks landbúnaðar yrðu sam bærileg við þau í grannlöndunum, að markaðsstarfsemi fyrir útflutning landbúnaðaraf urða yrði samræmd og að bændur ættu kost á viðunandi starfslokasamningum. Öll þessi atriði á verksviði nefndarinnar eru mjög mikilvæg í þeirri nýju landbúnaðarstefnu sem boðuð er í breytingartillögunum.
    Með breytingartillögum 2. minni hluta er frumvarpið gert að markvissri löggjöf í anda GATT-samningsins. Tryggður er lágmarksinnflutningur á eðlilegum tollum en ekki er gerð tillaga um að breyta tollum frumvarpsins á viðbótarinnflutningi þótt þeir séu mjög háir. Þannig er tryggð veruleg vernd fyrir bændur en neytendum er jafnframt gert kleift að njóta takmarkaðs magns af erlendum vörum í eðlilegri samkeppni við innlenda framleiðslu.

Alþingi, 10. júní 1995.



Ágúst Einarsson.