Ferill 28. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 28 . mál.


94. Framhaldsnefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar.



    Nefndin hefur fengið málið aftur til umfjöllunar að lokinni 2. umræðu. Á fund nefndarinnar um málið komu fulltrúar Landssambands smábátaeigenda.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið eins og það liggur fyrir eftir 2. umræðu verði samþykkt með breytingum sem gerðar eru tillögur um á sérstöku þingskjali. Þær eru eft irtaldar:
     1 .     Lagt er til að lagfærð verði tilvísun í frumvarpstextanum. 11. mgr. 2. gr. frumvarpsins fjallar um tómstundaveiðar en þær eru ekki háðar þeim takmörkunum sem almennt gerist með veiðar smábáta.
     2 .     Lagt er til að í lok fiskveiðiársins 1995/1996 gefist þeim útgerðum báta, sem völdu veiðar með þorskaflahámarki, kostur á að velja í þess stað sóknardaga (róðrardaga). Þorskaflahá mark þeirra sem velja sóknardaga flyst þá og bætist við sameiginlegt þorskaflahámark sóknardagabáta og skiptist á veiðitímabil fiskveiðiársins 1996/1997.
     3 .     Lagt er til að sóknardagakerfi (róðrardagakerfi) að eigin vali útgerða taki gildi 1. febrúar 1996 og falli þá niður viðbótarbanndagar.
     4 .     Lagt er til að hlutfall sóknardaga verði 34% í stað 40% minna en orðið hefði með viðbótarbanndögum.     
     5 .     Þá er lagt til að heimilt verði að flytja sóknardaga frá fyrsta og öðru veiðitímabili hvers fiskveiðiárs yfir til þriðja og fjórða veiðitímabils, þ.e. til sumarveiða. Þá skal umreikna sóknardaga með stuðli sem miðaður er við núverandi mismun veiði milli veiðitímabila. Jafnframt er lagt til að ráðherra geti með reglugerð leyft flutning milli annarra veiðitíma bila.
     6 .     Lögð er til leiðrétting á fjölda króka á línu í hverjum bala til samræmis við þá framkvæmd sem ríkir í þessum efnum.
     7 .     Loks er í breytingum á ákvæði til bráðabirgða III lagt til að ráðherra skuli þegar láta kanna kosti til fjareftirlits með fiskiskipum með sjálfvirkum búnaði og stefnt að því að það kerfi hafi eftirlit með nýtingu sóknardaga. Takist það ekki fyrir 1. febrúar 1996 skal ráðherra með reglugerð kveða á um tilkynningarskyldu eða eftirlit með öðrum hætti.
    Með þeim breytingartillögum sem hér eru lagðar til mun sóknardagakerfi verða fest í sessi sem meginstjórnkerfi fyrir veiðar smábáta.

Alþingi, 14. júní 1995.



    Árni R. Árnason,     Stefán Guðmundsson.     Einar Oddur Kristjánsson.
    frsm.          

    Hjálmar Árnason.     Guðmundur Hallvarðsson.