Ferill 28. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 28 . mál.


95. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar (ÁRÁ, StG, EOK, HjÁ, GHall).



     1.     Við 2. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
                   a.     Í stað „2.–11. mgr.“ í 1. efnismgr. komi: 2.–10. mgr.
                   b.     Við 6. efnismgr. bætist tveir nýir málsliðir er orðist svo: Útgerðum báta er velja að stunda veiðar með þorskaflahámarki skv. 3. mgr. gefst kostur á að endurskoða val sitt í lok fiskveiðiársins 1995/1996 og velja í stað þess sóknardaga fyrir síðari fiskveiðiár enda tilkynni útgerð þá ákvörðun fyrir 1. ágúst 1996. Hækkar þá sameiginlegur há marksafli samkvæmt þessari málsgrein sem nemur hlutdeild þeirra báta sem endurval ið tekur til í heildarþorskafla krókabáta á almanaksárinu 1994 og skal þorskafli þess ara báta á einstökum tímabilum fiskveiðiársins 1995/1996 talinn með við ákvörðun sóknardaga á einstökum tímabilum fiskveiðiársins 1996/1997.
                   c.     6. málsl. 8. efnismgr. orðist svo: Frá og með því veiðitímabili er hefst 1. febrúar 1996 skal útgerð heimill að eigin vali tiltekinn fjöldi sóknardaga innan hvers veiðitímabils í stað viðbótarbanndaga samkvæmt þessari málsgrein.
                   d.     Í stað „40%“ í 7. málsl. 8. efnismgr. komi: 34%.
                   e.     Í stað 8. málsl. 8. efnismgr. komi sjö nýir málsliðir er orðist svo: Heimilt er að flytja sóknardaga frá fyrsta og öðru veiðitímabili yfir á þriðja og fjórða veiðitímabil sama fiskveiðiárs, enda verði bátum ekki haldið til veiða á því veiðitímabili sem sóknardag ar eru fluttir frá. Sóknardagar, sem fluttir eru á þennan hátt, skulu margfaldaðir með stuðlinum 0,5 og broti sleppt. Þannig umreiknuðum sóknardögum skal skipt jafnt milli þriðja og fjórða veiðitímabils. Útgerðir skulu tilkynna Fiskistofu um flutning á sóknar dögum fyrir upphaf þess veiðitímabils sem sóknardagar eru fluttir frá. Annað veiði tímabil fiskveiðiársins 1996/1997 er fyrsta veiðitímabil sem heimilt er að flytja sókn ardaga frá. Við útreikning á sóknardögum á hverju tímabili á næsta fiskveiðiári skal hlutfall afla, sem er jafnt hlutfall fluttra sóknardaga af heildarfjölda sóknardaga á tímabilinu, reiknast til afla þess tímabils sem sóknardagar voru fluttir frá. Ráðherra skal með reglugerð kveða nánar á um fyrirkomulag sóknardaga, eftirlit með þeim og hvernig tilkynnt skuli um flutning á sóknardögum. Ráðherra getur á sama hátt með reglugerð leyft flutning milli annarra tímabila.
                   f.     Í stað „420“ í 9. efnismgr. komi: 500.
                   g.     2. málsl. 10. efnismgr. orðist svo: Velji útgerð ekki fyrir tilskilinn tíma skulu bátnum ákvarðaðir viðbótarbanndagar.
     2.     Ákvæði til bráðabirgða III orðist svo:
                  Sjávarútvegsráðherra skal tafarlaust láta fara fram könnun á þeim kostum sem fyrir hendi eru til fjareftirlits með sjálfvirkum búnaði með fiskiskipum. Skal að því stefnt að kerfi er hafi virkt eftirlit með nýtingu sóknardaga báta sem krókaveiðar stunda verði komið á fyrir 1. febrúar 1996. Takist það ekki skal ráðherra með reglugerð kveða á um tilkynningarskyldu og eftirlit með þessum veiðum með öðrum hætti sem hann telur fullnægjandi.