Ferill 15. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 15 . mál.


101. Nefndarálit



um frv. til l. um matvæli.

Frá umhverfisnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fengið á fund sinn Ingimar Sigurðsson, skrifstofu stjóra í umhverfisráðuneytinu, Jón Gíslason og Franklín Georgsson frá Hollustuvernd ríkisins, Guðmund Einarsson frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar, Hörð Lárusson, deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu og Brynjólf Sandholt yfirdýralækni.
    Nefndin flytur ýmsar breytingartillögur við frumvarpið ýmist efnislegar eða til lagfæringar og skýringar á orðalagi. Er gerð tillaga um breytingarnar á sérstöku þingskjali.
    Nefndin telur æskilegt að umhverfisráðuneytið beiti sér fyrir því að unnið verði að sam ræmingu þessara laga og skyldrar löggjafar sem fyrst, svo sem laga um hollustuhætti og heil brigðiseftirlit.
    Árni M. Mathiesen var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 14. júní 1995.



    Ólafur Örn Haraldsson,     Tómas Ingi Olrich.     Lára Margrét Ragnarsdóttir.
    form., frsm.          

    Hjörleifur Guttormsson.     Kristín Halldórsdóttir.     Gísli S. Einarsson.

    Ísólfur Gylfi Pálmason.     Einar Oddur Kristjánsson.