Umgengni um nytjastofna sjávar

Þriðjudaginn 30. janúar 1996, kl. 15:31:17 (2538)

1996-01-30 15:31:17# 120. lþ. 79.1 fundur 249. mál: #A umgengni um nytjastofna sjávar# frv. 57/1996, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur


[15:31]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ekki kem ég upp til að andmæla hv. þm. Hjálmari Árnasyni. Ég var honum sammála að nánast öllu leyti í þeim greinum frumvarpsins sem hann fjallaði um áðan. Þó er eitt sem mig langar til þess að inna hann frekar eftir. Mér fannst hann ekki tala nógu skýrt þegar hann var að ræða um samþættingu, annars vegar frumvarpsins sem hér liggur fyrir og hins vegar þeirrar reglugerðar sem ráðherra hefur breytt og tengist því hversu mikið af undirmálsfiski sem landað er fellur undir kvóta. Hv. þm. sagði að hann hefði viljað sjá hæstv. ráðherra ganga lengra í þessu efni. Er það rétt skilið hjá mér að hann hefði viljað sjá reglur sem væru þannig að allur undirmálsfiskur sem landað væri, væri utan kvóta?