Endurskoðun á kosningalöggjöfinni

Miðvikudaginn 31. janúar 1996, kl. 13:49:15 (2563)

1996-01-31 13:49:15# 120. lþ. 80.1 fundur 103. mál: #A endurskoðun á kosningalöggjöfinni# fsp. (til munnl.) frá forsrh., KÁ
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur


[13:49]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég vil þakka fyrirspyrjanda fyrir að vekja máls á þessu mikilvæga máli. Ég verð að segja að mér kemur svar forsrh. nokkuð á óvart. Ég stóð í þeirri meiningu að sú nefnd sem starfaði af miklum krafti síðastliðið haust og í kringum jólin og eitthvað fram yfir áramót hefði lokið sínu verki og skilað því af sér. Því miður náði hún ákaflega lítilli samstöðu um breytingar á kosningakerfinu og þess vegna vil ég biðja hæstv. forsrh. að íhuga hvort ekki sé nær að skipa nýja nefnd. Ég vil benda á að flokkum hefur fjölgað á Alþingi og mætti auðveldlega bæta þeim við. En ég tel þörf á að íhuga skipan þessarar nefndar og huga að leiðum sem færðu okkur nær einhverjum árangri. Ég vil koma því á framfæri að ef menn vilja fjölga konum á hinu háa Alþingi þá tel ég breytingu á kosningakerfinu og kjördæmaskipan nánast algjöra forsendu til að það takist.