Upptökumannvirki til skipaviðgerða

Miðvikudaginn 31. janúar 1996, kl. 14:12:55 (2575)

1996-01-31 14:12:55# 120. lþ. 80.3 fundur 223. mál: #A upptökumannvirki til skipaviðgerða# fsp. (til munnl.) frá samgrh., iðnrh.
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur


[14:12]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson):

Herra forseti. Út af þeirri spurningu sem var beint til mín varðandi aðstæðurnar í skipasmíðaiðnaðinum þá hefur nýlega verið gerð könnun á vegum samtaka iðnaðarins á því hverjar þessar aðstæður eru. Það eru gjörbreyttar aðstæður. Í fáum orðum sagt eru flestallar skipasmíðastöðvar reknar með hagnaði um þessar mundir. Verkefnastaða skipasmíðastöðvanna er miklu betri en á sama tíma fyrir ári sem segir auðvitað mikið um þær breytingar sem átt hafa sér stað og eru að eiga sér stað, þannig að við getum fagnað því að aðstæðurnar eru betri, hagnaðurinn meiri og þar af leiðandi bjartara fram undan í atvinnugreininni sem slíkri.