Ástand heilbrigðismála

Fimmtudaginn 08. febrúar 1996, kl. 14:36:44 (2796)

1996-02-08 14:36:44# 120. lþ. 87.91 fundur 175#B ástand heilbrigðismála# (umræður utan dagskrár), HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur


[14:36]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Ég tek það fram eftir orð hv. þm. Össurs Skarphéðinssonar að ég hef aldrei tilheyrt öðrum flokki en Sjálfstfl. Hins vegar er kominn tími á hann að fara að færa sig milli flokka ef að vanda lætur. Ég vil upplýsa hann um það að málefnaleg umræða felst í nokkrum atriðum. Í fyrsta lagi: Er það upplýsandi sem sagt er? Í öðru lagi: Er það rökstutt? Í þriðja lagi: Gerir það vandann betur skiljanlegan? Í fjórða lagi: Auðvelda umræðurnar ákvarðanatöku þegar búið að er að skilgreina vandann og það að hvaða niðurstöðu við viljum komast? Þetta vil ég fá fram í dag og vil þakka hv. málshefjanda og hæstv. heilbrrh. fyrir þeirra málefnalegu ræður. Ég vona að þær haldi ekki inn á sömu braut og hv. þm. Össur Skarphéðinsson.