Ástand heilbrigðismála

Fimmtudaginn 08. febrúar 1996, kl. 15:48:33 (2813)

1996-02-08 15:48:33# 120. lþ. 87.91 fundur 175#B ástand heilbrigðismála# (umræður utan dagskrár), SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur


[15:48]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Mér er spurn: Hvenær barðist hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir fyrir lítilmagnann? Hún einbeitti sér að sínum málaflokki. Það er rétt. En hvenær heyrðist hv. þm. mótmæla því sem var verið að gera þá í heilbrigðismálunum? Aldrei. Hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir bar að sjálfsögðu ábyrgð á þeirri stefnu sem var fylgt þá. Þannig að ég spyr: Um hvað er verið að ræða hér? (Gripið fram í: Um fólk.) (Gripið fram í: Um fólk í fyrirrúmi.)