Ástand heilbrigðismála

Fimmtudaginn 08. febrúar 1996, kl. 16:55:36 (2829)

1996-02-08 16:55:36# 120. lþ. 87.91 fundur 175#B ástand heilbrigðismála# (umræður utan dagskrár), StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur


[16:55]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil undirstrika það við hv. þm. Össur Skarphéðinsson að auðvitað þarf að skoða meira en Sjúkrahús Reykjavíkur. Ríkisspítalarnir eru náttúrlega stofnun sem við þurfum að hafa ríkulega í huga og ég vísa ekki til annars en þess að það voru settir upp tilteknir pottar til þess að deila út þegar endurskipulagningin hefði átt sér stað, þ.e. sameiningin og svo aftur fundin leið til að auka samstarf sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Þetta er mjög mikilvægt atriði. Ég tel að það sé ekkert hægt að segja fyrir um með hvaða hætti þessu verði deilt út fyrr en það liggur fyrir hvernig sjúkrahúsin ætla að auka hagkvæmnina með aukinni samvinnu og samstarfi.

Hann spurði um öryggisnet í sinni fyrri ræðu. Við sjálfstæðismenn leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggisnetið fyrir þá efnaminni og þá sem þurfa helst á að halda vegna sjúkdóms og lítilla efna.