Vegáætlun 1995--1998

Þriðjudaginn 13. febrúar 1996, kl. 14:30:42 (2939)

1996-02-13 14:30:42# 120. lþ. 89.1 fundur 295. mál: #A vegáætlun 1995--1998# (endurskoðun fyrir 1996) þál. 12/1996, GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur


[14:30]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er svo sem ekki miklu við þessa ræðu hv. þm. að bæta. Hún er nánast orðrétt sú sem hann hélt í desembermánuði sl., ef út eru tekin vegamál og inn eru sett heilbrigðismál. Hann hefur ákveðna fasta ræðu sem hann flytur þegar hann reynir að verja svikin loforð Framsfl. hvort heldur er á vettvangi velferðarmála eða vegamála. Þar er sama ræðan notuð og út af fyrir sig undrar engan. En ég segi það eitt, virðulegur forseti, fullur dampur eða fullur dampur ekki, það má eitthvað á milli vera því að hér eru menn ekki að ræða um neina smápeninga þegar kemur að niðurskurði þessa málaflokks, nálægt 1 milljarði kr. og eins og ég gat um í fyrri ræðu minni eru stórar fjárupphæðir bundnar í framkvæmdum sem þegar eru afstaðnar og munu því ekki koma til nýframkvæmda á yfirstandandi ári. Þar gildir það sama um höfuðborgarsvæðið og dreifbýlið. Ég er viss um það, virðulegi forseti, að eitthvað hefur tónninn verið annar í hv. þm. Jóni Kristjánssyni frá Austurlandi á vordögum í apríl heima í héraði en aftur núna. Það er heldur betur alveg ljóst, virðulegi forseti.