Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Miðvikudaginn 14. febrúar 1996, kl. 15:04:50 (3024)

1996-02-14 15:04:50# 120. lþ. 90.2 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., Flm. ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur


[15:04]

Flm. (Ágúst Einarsson) (andsvar):

Herra forseti. Aðeins viðbót varðandi þennan þátt. Þetta álit sem ég var að lýsa áðan varðandi frv. eins og það lítur út er ekki bara mitt álit heldur er það líka byggt á skoðun lögfræðinga. Ég ætla hins vegar ekki að fara út í lagatæknilega umræðu varðandi þetta mál. Ég bendi aðeins á að þessar óbeinu fjárfestingar hafa verið bannaðar og eru í reynd bannaðar samkvæmt íslenskum lögum að mati mjög margra lögfræðinga. Þetta er mikið álitamál. Við getum orðað það svo að þetta hefur verið grátt svæði. Aðalatriðið held ég varðandi þetta mál er að frv. eins og það lítur út núna hittir mjög illa eitt fyrirtæki. Það verður að skoða það sérstaklega hvort það geti verið vilji löggjafans. Ég held að svo sé ekki en ég held að við bætum okkur ekki á því að fara hér í lagatúlkanir varðandi forsöguna að þessu máli.