Fjárreiður ríkisins

Fimmtudaginn 15. febrúar 1996, kl. 11:44:47 (3048)

1996-02-15 11:44:47# 120. lþ. 91.1 fundur 297. mál: #A fjárreiður ríkisins# frv., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur


[11:44]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég gat um er ég ekki á svo stífum gormum í þessu máli að ég ætli að gera mikið uppistand út af því hvert málið fer, hvort það fer til fjárln. eða sérnefndar. Hins vegar finnst mér tillaga ráðherrans sérkennileg og engin ástæða til að búa til sérnefnd til að fjalla um frv. Ég minni á að ráðherrann taldi sjálfur að fjárln. væri best til þess fallin í þinginu að kynna væntanlegt frv. í haust þegar ráðherrann ákvað að kynna þinginu það sem á döfinni væri um þetta efni.

Ég minni líka á að fyrr í vetur hefur komið upp mál sem féll undir fleiri en eina nefnd sem var um breytingar á lögum um snjóflóð og skriðuföll. Ekki var kosin sérstök nefnd um það mál heldur fór það til allshn. með þeim rökum að málið félli undir fleiri en eitt ráðuneyti þá flutti forsrh. málið og allshn. fer með málasvið forsrn. Hér hefur verið valin sú leið að fjmrh. flytur málið en ekki forsrh. Það er auðvitað yfirlýsing um það hvar Stjórnarráðið telur að beri að vista málið, þ.e. á málasviði fjmrn.