Réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla

Fimmtudaginn 07. mars 1996, kl. 11:31:40 (3690)

1996-03-07 11:31:40# 120. lþ. 103.6 fundur 323. mál: #A réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla# frv. 72/1996, GGuðbj (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur

[11:31]

Guðný Guðbjörnsdóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Sem formaður þingflokks Kvennalistans tók ég þátt í fundi formanna þingflokka fyrir viku síðan með menntmrh., þar sem við fórum fram á að umræðum um málið --- það var ekki tekið á dagskrá í síðustu viku --- yrði frestað fram til dagsins í dag. Þar af leiðandi finnst mér svolítið erfitt núna að standa ekki við það samkomulag að ræða um málið í dag en ég verð að segja að í ljósi þeirra óska sem hér hafa komið fram þá fer ég fram á að það verði a.m.k. gert fundarhlé núna og þessi mál rædd við menntmrh.