Mannanöfn

Þriðjudaginn 12. mars 1996, kl. 16:17:37 (3830)

1996-03-12 16:17:37# 120. lþ. 105.4 fundur 73. mál: #A mannanöfn# (heildarlög) frv. 45/1996, Frsm. SP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur

[16:17]

Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir ræðu hennar. Ég nefni það vegna þess að það var rætt um jafnréttissjónarmið og það er vissulega hægt að taka undir þau rök en ég vil líka láta það koma fram að það var líka rætt um það í allshn. að okkur hefur fundist að okkar íslenska mannanafnahefð, þ.e. sú staðreynd að konur halda sínu kenninafni og taka ekki upp nafn eiginmanns, vera mjög gott jafnréttismál og höfum verið stolt af því. Ég vildi bara láta þetta koma fram, virðulegi forseti.