Vá vegna olíuflutninga

Miðvikudaginn 13. mars 1996, kl. 14:08:36 (3887)

1996-03-13 14:08:36# 120. lþ. 106.2 fundur 354. mál: #A vá vegna olíuflutninga# fsp. (til munnl.) frá samgrh., samgrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur

[14:08]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Eftir þeim upplýsingum sem ég hef varðandi þær áhyggjur sem hv. þm. lýsti yfir í sambandi við skip með einfaldan byrðing þá hefur verið tekið á þeim málum eftir alþjóðlegum reglum. En ég vil ítreka það sem ég sagði áðan. Ég sagði að þau skip sem flytja olíu hingað til lands nú eru að jafnaði með mjög þéttri niðurhólfum ásamt tvöföldum botni sem dregur úr líkum á að olía renni í sjóinn þó svo að gat komi á botn þeirra. Ég vil enn fremur leggja áherslu á að þessi mál eru í gagngerri endurskoðun með sama markmið í huga og hv. þm. Það er auðvitað höfuðatriði málsins og að ýtrasta varkárni og strangar reglur gildi um siglingar olíuskipa hér við land.