Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 21. mars 1996, kl. 12:44:23 (4163)

1996-03-21 12:44:23# 120. lþ. 113.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur

[12:44]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. sagði að ekkert samkomulag væri. Það getur verið þreytandi að bíða eftir samkomulagi endalaust og það vil ég ekki gera. (Gripið fram í.) Hún er undarleg þessi hræðsla við lagasetningu. Það er eins og sumir hv. þm. eða a.m.k. þessi hv. þm. vilji hafa eitthvert villta vestur í samskiptum aðila á vinnumarkaði. Ég sé ekki betur en það fari vel á því að einhverjar reglur séu ákveðnar í lögum. Menn geta samið og samið, en lagarammi þarf að vera og lagarammi þarf að vera sanngjarn og taka tillit til sjónarmiða og þjóðarheillar.