Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 21. mars 1996, kl. 12:48:02 (4167)

1996-03-21 12:48:02# 120. lþ. 113.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur

[12:48]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég er mikill vinur lýðræðisins og ég tel að við eigum að reyna að hafa það í heiðri. En sú hugmynd sem hv. 13. þm. Reykv. varpaði hér fram var mér nokkuð framandi, þ.e. ég hafði ekki heyrt hana áður eða hugleitt hana. Ég átta mig ekki alveg á því hvernig sú atkvæðagreiðsla gæti farið fram, hvernig það yrði skilgreint hverjir það væru sem málið varðar. Ég tel að þetta mál varði þjóðina alla og þar með sé verið að stinga upp á því að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um þessa breytingu á vinnulöggjöfinni. Ég er ekki tilbúinn að leggja það til. Ef Alþingi kemst að því eða meiri hluti Alþingis að rétt sé að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál þá mun ég ekki leggjast gegn því.