Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 22. mars 1996, kl. 22:12:56 (4446)

1996-03-22 22:12:56# 120. lþ. 114.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur

[22:12]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég leyfi mér að fullyrða að ég þekki þetta frv. fullt eins vel og hv. þm. Össur Skarphéðinsson. Ég ber ekki brigður á vitsmuni hans og skerpu, en ég hef haft það lengur undir höndum en hann. Hann lýsti því yfir í gær að hann vissi ekki hvað í því stæði. Eitthvað er hann búinn að lesa það síðan.

Að það þyrfti tvo stjórnarandstæðinga til að leiða mig, þá er það ekki nákvæmlega rétt. Þeir staðfestu það sem ég var að halda fram. Það þótti mér vænt um því að ég var ekkert alveg viss um réttarstöðuna. Það er nefnilega munurinn á okkur hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni að ég er stundum í vafa, en hv. þm. heldur alltaf að hann viti allt.