1996-03-23 01:30:52# 120. lþ. 114.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur

[25:30]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Vegna ræðu hv. þm. vill forseti taka fram að hann telur sig ekki hafa níðst á einu né einu. Hann hafði gefið næsta hv. þm. Svavari Gestssyni orðið þegar hv. þm. vildi ræða um fundarstjórn forseta. Hitt var forseta svo og ljóst að auðvitað vilja menn ræða þann tíma sem umræðan fer nú fram á. Sá forseti sem hefur farið með samninga við þingmenn í kvöld er forseti þingsins, Ólafur G. Einarsson, og vita það hv. þm. að hann er hér í húsi og til viðræðu búinn. Forseti er þeirrar skoðunar enn sem fyrr að næturfundir séu leiðinlegir fundir. (ÖS: Það er a.m.k. gott að það er einhver forseti með viti í húsinu.)