Iðnaðarlög

Miðvikudaginn 10. apríl 1996, kl. 15:14:45 (4508)

1996-04-10 15:14:45# 120. lþ. 115.4 fundur 405. mál: #A iðnaðarlög# (EES-reglur) frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur

[15:14]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Þegar hv. þm. Sighvatur Björgvinsson spyr, þá er það svo, ég tek fyrst dæmið frá Portúgal. Trésmiður í Portúgal sem hefur réttindi til starfa í Portúgal á EES-svæðinu og hefur þar portúgalskt meistarabréf, hefur réttindi til þess að starfa á Íslandi og hefur sama rétt og Íslendingur sem hefur íslenskt meistarabréf en Portúgalinn fær ekki út gefið íslenskt meistarabréf. Með öðrum orðum, hv. þm., að þeir sem hafa rétt til starfa að ákveðinni atvinnugrein og geta sýnt fram á það með meistarabréfi frá viðkomandi landi hafa hér sama rétt og Íslendingar.