Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Föstudaginn 12. apríl 1996, kl. 19:13:24 (4685)

1996-04-12 19:13:24# 120. lþ. 117.12 fundur 436. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (úreldingarstyrkur til krókabáta) frv. 109/1996, 416. mál: #A stjórn fiskveiða# (heildarafli þorsks, úrelding nótaskipa o.fl.) frv., 469. mál: #A fullvinnsla botnfiskafla um borð í veiðiskipum# (nýting afla o.fl.) frv. 58/1996, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur

[19:13]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. og góður vinur minn, Einar Oddur Kristjánsson, er enn í grjótfarinu og talar um grjót eins og það sé einhver sérstakur kvóti á grjóti. Ég hef aldrei heyrt það. Þetta er auðlind sem kannski væri hægt að nýta einhvern tíma en hún er ekki til umræðu hér og ekki heldur ostur. Ég kannast vel við það að hafa fengið bæði ost og grjót og því hefur öllu verið hent í hafið án þess að menn hafi haft nokkurt samviskubit út af því. Ég fer að halda að það sé langt síðan hv. þingmaðurinn hefur farið á sjó.

Það hefur verið fullyrt í umræðunni og komið fram í skýrslunni sem liggur frammi með þessu frv. að mjölvinnslur sem hafa verið settar um borð í fullvinnslutogara hafi ekki verið nýttar, hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson. Það hefur verið fullyrt í þeirri skýrslu sem kemur fram með frv. að mjölvinnslur um borð í togurum hafa ekki verið nýttar þó þær væru þar vegna þess að menn teldu það ekki hagkvæmt. Og þar hefur verið tilgreint í mínu eyru (Forseti hringir.) eitt skip sem heitir Guðbjörgin. Ég hringdi í skipverja á því skipi og spurði hvort þetta væri rétt og mér var tjáð að það væri rangt. Þeir hefðu alltaf notað vinnsluna þegar á þurfti að halda, alltaf. Og (Forseti hringir.) fullyrðingar sem koma frá hagsmunaaðilum.

(Forseti (GÁS): Tíminn er liðinn.)

Ég mundi segja að þær fullyrðingar væru mjög vafasamar.

(Forseti (GÁS): Forseti áréttar að tíminn er ein mínúta.)