Lyfið interferon beta við MS-sjúkdómi

Mánudaginn 15. apríl 1996, kl. 15:18:18 (4708)

1996-04-15 15:18:18# 120. lþ. 118.2 fundur 243#B lyfið interferon beta við MS-sjúkdómi# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur

[15:18]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Lyfið interferon hefur verið hér á markaðnum í tæpa tvo mánuði. Lyfið hægir á sjúkdómi MS-sjúklinga, ekki þó öllum, því miður. Það er vísindanefnd sem tekur ákvörðun um það hvaða sjúklingar fá þetta lyf og það er viss misskilningur í gangi, eins og kom fram hjá hv. fyrirspyrjanda, að það sé valið eftir aldri. Það er ekki rétt. Það er valið eftir sjúkdómsmynd. Enn þá eru miklar vísindalegar rannsóknir í gangi og þar af leiðandi stöðugt í gangi endurskoðun á því hverjir fá lyfið og það munu allir fá þetta lyf sem talið er að komi þeim að gangi.