Dreifikerfi útvarps og sjónvarps

Miðvikudaginn 17. apríl 1996, kl. 15:40:33 (4913)

1996-04-17 15:40:33# 120. lþ. 120.12 fundur 430. mál: #A dreifikerfi útvarps og sjónvarps# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., TIO
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[15:40]

Tómas Ingi Olrich:

Virðulegi forseti. Ég vil einungis taka undir þau orð hæstv. menntmrh. að það sé mjög æskilegt að Póstur og sími taki að sér dreifingu útvarpsefnis og minni á að í sambandi við störf útvarpslaganefndar fyrir nokkrum árum var lögð vinna í það með aðstoð Háskóla Íslands að varpa ljósi á þá kosti sem væru fólgnir í því annars vegar að byggja upp dreifikerfi Ríkisútvarpsins sérstakega, ellegar þá að nýta það ljósleiðarakerfi sem fyrir er í landinu. Sú skýrsla varpaði ljósi á það að stofnkostnaður væri svipaður en rekstrarkostnaður mun minni ef ljósleiðarakerfið væri notað almennt fyrir dreifingu útvarps- og sjónvarpsefnis. Sá sparnaður sem menn komust að niðurstöðu um í þessari skýrslu nam um 400 millj. þannig að það styður mjög þá yfirlýsingu sem hæstv. menntmrh. kom með í ræðu sinni að þetta væri æskileg lausn.