Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 18. apríl 1996, kl. 12:16:02 (4963)

1996-04-18 12:16:02# 120. lþ. 122.3 fundur 428. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (vaxtatekjur) frv., 429. mál: #A staðgreiðsla skatts af vaxtatekjum# frv., Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[12:16]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill upplýsa um þinghaldið í dag til viðbótar því sem sagt var í upphafi fundarins. Það var gert ráð fyrir að þessari umræðu gæti lokið um klukkan eitt. Það sýnist nú mögulegt ef hv. þm. stytta mál sitt og ekki bætast fleiri á mælendaskrá. Að lokinni þessari umræðu verður gert hálfrar klukkustundar hlé. Þá verður utandagskrárumræða eins og áður var tilkynnt en að henni lokinni verður vikið aðeins frá röð dagskrármála þannig að 9. dagskrármálið, Tekjustofnar sveitarfélaga, verður tekið fyrir á undan 5. málinu. Síðan heldur röðin áfram en það er vafamál með 10. dagskrármálið þar sem hæstv. samgrh. hefur verið veðurtepptur úti á landi. Forseti gerir ráð fyrir að 13. og 14. dagskrármál, Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri, komi ekki til umræðu í dag en væntanlega á mánudag. Forseti stefnir að því að ljúka fundi nokkru fyrr en ætlað var á fundi með þingflokksformönnum í gær. Vonast er til að fundi gæti lokið um klukkan 16.30 eða jafnvel fyrr og er þingnefndum þannig gefinn tími til að starfa ef nauðsyn krefur.