Viðskiptabankar og sparisjóðir

Mánudaginn 22. apríl 1996, kl. 22:15:40 (5116)

1996-04-22 22:15:40# 120. lþ. 124.13 fundur 232. mál: #A viðskiptabankar og sparisjóðir# (eiginfjárkröfur, innstæðutryggingar o.fl.) frv. 39/1996, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[22:15]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hvað það þýðir að elta ólar við málflutning hæstv. ráðherra í málinu því að hann virðist ekki skilja það sem málið snýst um sem er auðvitað mjög alvarlegur hlutur þegar ráðherra á í hlut. En veruleikinn sem blasir við er í fyrsta lagi sá að efh.- og viðskiptanefndarmenn telja að fjárhagsleg staða bankans sé önnur en menn töldu. Í öðru lagi telja menn eftir upplýsingum úr nefndinni að þessar aðgerðir séu allar til þess að unnt verði að gera bankann að hlutafélagi. Það er samkvæmt upplýsingum stjórnarliða segir þingmaðurinn í nefndinni. Í þriðja lagi liggur það fyrir að aðaltalsmaður Framsfl. í bankamálum, fyrir utan hæstv. ráðherra, hefur lýst því yfir að hann hafi iðrast þess að hafa staðið að því að leggja fram það frv. sem hér er til meðferðar sem stjfrv. vegna þess að bankastjóri Landsbankans sé ekki í jafnvægi. Það þýðir, hæstv. forseti, að á baki Landsbankans er spurningarmerki.