Brunamálastofnun

Mánudaginn 29. apríl 1996, kl. 15:31:57 (5302)

1996-04-29 15:31:57# 120. lþ. 127.1 fundur 274#B Brunamálastofnun# (óundirbúin fsp.), RG
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[15:31]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég þekki þá breytingu sem varð í meðförum Alþingis og félmn. og tek undir það því miður og ég segi, því miður, vegna þess að sú sem hér stendur leiddi það nefndarstarf. Hins vegar er alveg ljóst af hálfu allra sem áttu sæti í félmn. á þeim tíma að menn töldu að þeir væru að skerpa línur og tryggja starfsemi þarna. Það var fyrst og fremst út af röngu mati á upplýsingum sem komu inn til nefndarinnar að þetta gerðist því að strax þá var mikill vandi orðinn í samskiptum þannig að ég tek undir að það er mjög mikilvægt að lagfæra það.

En ég spyr enn einu sinni, virðulegi forseti: Mun félmrh. skipa stjórn yfir stofnunina ef ekki tekst að flytja Brunamálastofnun undir umhvrn. í vor, jafnvel þó það verði áformað á næsta haustþingi þannig að mál verði ekki látin danka svona áfram ef það liggur fyrir?