Afgreiðsla efh.- og viðskn. á frumvarpi um ríkisstarfsmenn

Þriðjudaginn 30. apríl 1996, kl. 14:31:08 (5364)

1996-04-30 14:31:08# 120. lþ. 128.92 fundur 277#B afgreiðsla efh.- og viðskn. á frumvarpi um ríkisstarfsmenn# (um fundarstjórn), VE
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[14:31]

Vilhjálmur Egilsson:

Hæstv. forseti. Ég hafna því að í afgreiðslu þessa máls og í þessu máli yfirleitt felist einhver fyrirlitning. Það liggur þannig fyrir að ríkisstjórnin og fjmrh. og meiri hluti þingsins hefur ákveðna stefnu í starfsmannamálum ríkisins. Við teljum að þetta sé nútímaleg stefna sem þurfi að koma í framkvæmd og láta reyna á. Við teljum að með því að afgreiða málið eðlilega út úr nefnd þegar umfjöllun um það sé lokið sé verið að standa við þessa stefnu og framkvæma þá hluti sem hæstv. kjósendur hafa trúað okkur til þess að koma fram. Um það snýst málið og á þessu verki mun stjórnarmeirihlutinn að sjálfsögðu bera ábyrgð á eins og öllum öðrum.