Afgreiðsla efh.- og viðskn. á frumvarpi um ríkisstarfsmenn

Þriðjudaginn 30. apríl 1996, kl. 14:32:20 (5365)

1996-04-30 14:32:20# 120. lþ. 128.92 fundur 277#B afgreiðsla efh.- og viðskn. á frumvarpi um ríkisstarfsmenn# (um fundarstjórn), Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[14:32]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Að gefnu tilefni vill forseti láta þess getið að frv. um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna verður ekki á dagskrá fundarins á fimmtudag en um það hefur verið rætt í forsn. að málið komi til umræðu á föstudeginum. Óskir um tíma til þingflokksfunda á fimmtudag verða teknar til athugunar. Þá er umræðu um störf þingsins lokið.