Háskóli Íslands

Þriðjudaginn 30. apríl 1996, kl. 16:11:39 (5388)

1996-04-30 16:11:39# 120. lþ. 128.1 fundur 217. mál: #A háskóli Íslands# (skrásetningargjald) frv. 29/1996, 218. mál: #A háskólinn á Akureyri# (skrásetningargjald) frv. 30/1996, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[16:11]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Hér veður hv. þm. Hjálmar Árnason í villu og svíma. Ég hef alls ekki verið að verja skólagjöld. Ég hef verið að gagnrýna skólagjöld og það er vissulega um stefnubreytingu að ræða hjá Framsfl. í því máli.

Ég vitna, með leyfi forseta, í DV 28. mars 1995 í viðtal við hæstv. utanrrh.: ,,Framsókn stefnir að því að lækka skólagjöldin á háskólanema.`` Auðvitað er það stefnubreyting þegar er verið að hækka þau. Hv. þm. og fyrrv. skólameistari ætti að geta reiknað það út að hér er um hækkun að ræða nema það sé svo illa komið fyrir honum í stefnubreytingunni í Framsfl. að hann kunni ekki lengur að reikna. (GÁ: Hvað leggur Þjóðvaki til?)