Háskóli Íslands

Þriðjudaginn 30. apríl 1996, kl. 16:14:55 (5390)

1996-04-30 16:14:55# 120. lþ. 128.1 fundur 217. mál: #A háskóli Íslands# (skrásetningargjald) frv. 29/1996, 218. mál: #A háskólinn á Akureyri# (skrásetningargjald) frv. 30/1996, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[16:14]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg furðulegt að framsóknarmenn skulu ekki hafa gert sér grein fyrir því í kosningabaráttunni að það þyrfti að ná tökum á ríkisfjármálum. (Gripið fram í: Og láta stúdenta greiða þá niður?) Nú á að láta stúdenta greiða þá niður. (Gripið fram í: Skoða allt í samhengi.) Það þarf að skoða allt í samhengi. Það fór ekki mikið fyrir því að talað væri um það að ná tökum á ríkisfjármálum þegar var verið að gefa loforðin á kosningafundunum í skólunum í Reykjavík.

Ég vil taka það fram vegna orða hv. þm. að sá þingmaður sem hér stendur tók ekki þátt í stefnumótun fyrir síðustu kosningar hjá Framsfl. Aftur á móti hlustaði hann gaumgæfilega á frambjóðendur Framsfl. á öllum þeim kosningafundum í skólum sem voru í hér borginni og það fór ekki á milli mála að menn buðu heldur betur annað en það sem kemur fram í þessu frv. um skólagjöld. Það var heldur betur annar tónn í mönnum. Og þarna situr einn sem nú er orðinn hæstv. iðn.- og viðskrh. sem var einmitt að yfirbjóða alla og sérstaklega gagnvart námsmönnum. Hvar eru loforðin nú? (Gripið fram í: Yfirbjóða námsmenn?) Yfirbjóða aðra frambjóðendur og bauð námsmönnum lægri gjöld og betri námslán.