Réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla

Fimmtudaginn 02. maí 1996, kl. 16:24:15 (5498)

1996-05-02 16:24:15# 120. lþ. 129.13 fundur 323. mál: #A réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla# frv. 72/1996, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur

[16:24]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir að tala af skyggnu mannviti og gera það sem í hans valdi stendur til þess að lægja þær öldur sem framganga hæstv. félmrh. hefur sett af stað síðustu dægur. Ég undirstrika, herra forseti, að hæstv. menntmrh. sagði: ,,Við þetta mál verður ekki skilið fyrr en búið er að ljúka málum þessara einstaklinga sem um er að ræða.`` Það er mikilvæg yfirlýsing og þýðir auðvitað að miklu betur væri íslenski vinnumarkaðurinn staddur í dag ef hann hefði þennan hæstv. ráðherra í stóli félmrh. í stað þess sem nú veður yfir með eldi og brennisteini þegar vinnumarkaðurinn og stéttarfélögin eru annars vegar.