Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Mánudaginn 13. maí 1996, kl. 22:38:58 (5973)

1996-05-13 22:38:58# 120. lþ. 136.2 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur

[22:38]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Dómarinn dæmir samkvæmt lögum og hv. þm. setur þessi lög þannig að hann getur ráðið því hvort að fólk sé með tvöföld laun eða ekki. Hann talaði áðan um Baldur og Konna og að allir séu að falla í sama farið og þar með mín persóna. Ég ætla að vona að ég lendi aldrei í þeirri stöðu að þurfa að mala hérna klukkutímum saman til þess að stunda málþóf. Fjórir hv. þm. hafa talað meira en í tvo tíma og þar á hv. þm. Ögmundur Jónasson metið, 2 tímar og 52 mín. Það var ég að reikna út áðan, nr. tvö er Hjörleifur Guttormsson hv. með 2 tíma og 31 mínútu, nr. þrjú er Steingrímur J. Sigfússon með 2 tíma og 17 mín. og nr. 4 er Guðmundur Árni Stefánsson með 2 tíma og 5 mín. Hv. þm. Össur Skarphéðinsson er því miður léttvægur og léttur á þessum mælikvarða því hann talaði bara í einn klukkutíma og fimm mín.