Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 14:10:38 (6073)

1996-05-15 14:10:38# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[14:10]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Þingflokkur Alþb. og óháðra er andvígur frv. Frv. skerðir samningsbundin kjör og áunnin réttindi. Frv. stangast á við alþjóðlegar skuldbindingar. Frv. stangast á við stjórnarskrá landsins. Frv. skerðir félagafrelsi. Frv. býr í haginn fyrir neðanjarðarlaunakerfi. Frv. er ávísun á aukið launamisrétti. Frv. eykur forstjóravald á kostnað almennra starfsmanna. Þetta er frv. um húsbændur og hjú. Þetta er vitnisburður um ríkisstjórn sem vinnur ólýðræðislega. Frv. er vitnisburður um ríkisstjórn sem í einu og öllu hlýðir fyrirskipunum atvinnurekenda. Frv. er siðlaust. Þessi vinnubrögð eru siðlaus. Þessi ríkisstjórn er siðlaus. Við höfnum frv. en styðjum tillögu um að frv. verði vísað til föðurhúsanna. Ég segi já.