Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 14:12:06 (6074)

1996-05-15 14:12:06# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[14:12]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Tillaga stjórnarandstöðuflokkanna um að vísa málinu til ríkisstjórnarinar er eina rétta og rökrétta niðurstaðan í þessu máli. Frv. er ein alvarlegasta atlaga að réttindum opinberra starfsmanna í áratugi. Það er unnið án samráðs við stéttarfélög. Það er illa unnið. Samþykkt þess mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar. Með samþykkt þeirrar tillögu, sem hér er verið að greiða atkvæði um, er gefinn kostur á því að finna málinu betri farveg en ríkisstjórnin hefur valið. Ég segi já.