Tóbaksvarnir

Mánudaginn 20. maí 1996, kl. 15:10:16 (6271)

1996-05-20 15:10:16# 120. lþ. 142.2 fundur 313. mál: #A tóbaksvarnir# (aldursmörk, munntóbak, reyklaus svæði o.fl.) frv. 101/1996, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 142. fundur

[15:10]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Ég styð þessa tillögu efnislega eins og annað sem er á þessu þskj. frá heilbr.- og trn. En ég vildi koma því að að mér finnst ekki alveg nógu vel staðið að málfari í þessum breytingartillögum og vildi að það kæmi hér fram. Ég vakti athygli á þessu í lok 2. umr. og henni lauk án þess að ráðrúm gæfist til að gera orðalagsbreytingar af minni hálfu þannig að það kann að vera, ef nefndin ekki hreyfir því fyrir sitt leyti, að ég geri það við 3. umr. Þetta varðar m.a. orðalagið ,,útstillingar í gluggum verslana`` en mér finnst einnig að orðalag á 3. tölul. b sem ekki er til atkvæðagreiðslu núna þyrfti að færast til betri vegar.