1996-05-21 00:11:57# 120. lþ. 142.12 fundur 295. mál: #A vegáætlun 1995--1998# (endurskoðun fyrir 1996) þál. 12/1996, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 142. fundur

[24:11]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Tilvitnun mín í grein borgarfulltrúa Sjálfstfl. sýnir að höfuðborgarsvæðið hefur farið varhluta af vegafé undanfarin tíu ár. Það er líka rétt hjá hv. formanni samgn. að fjárveitingar til höfuðborgarsvæðisins hafa farið stighækkandi. Engu að síður kemur greinilega fram í þessari töflu með greininni að höfuðborgarsvæðið hefur farið varhluta af vegafé. Fyrir utan að nú er niðurskurðurinn mestur á þessu svæði þar sem er annars vegar almennur niðurskurður og síðan framkvæmdaátakið sem er 36% niðurskurður. Það er mun meiri niðurskurður en önnur svæði þurfa að búa við. (Gripið fram í: Var ekki verið að tala um sérstaka framkvæmd?) Það er ekki hægt að tala um framkvæmdaátakið sem sérstaka framkvæmd. Ég veit ekki betur, og það kom greinilega fram í máli hv. þm. Ragnars Arnalds fyrr í kvöld, en að búið sé að setja upp svo margar formúlur og reglur, sérstakt átak og framkvæmdaátak að ég hlusta ekki á svona athugasemdir. Það er verið að skera hér mun meira niður en annars staðar.